Fyrir svefninn.

Sæmundur kaupmaður  var oft mjög viðutan.
Einu sinni lá hann veikur, og kallaði þá konan hans til hans,
að læknirinn væri að koma.
,, Hamingjan hjálpi mér!" sagði Sæmundur þá.
,, Ég er í rúminu. Ég get ekki tekið á móti honum.
Segðu honum að ég sé veikur."

Kona nokkur kom í heimsókn til nágrannakonu sinnar,
sem var hin mesta subba.
Hún tók gestinum hið besta, bar inn bolla kaffi og kökur
og ætlaði að fara að hella í bollana ,
en aðkomukonunni mun hafa þótt sinn bolli nokkuð óreinn,
því að hún lifti honum upp og sagði:
,, Má ég ekki lesa í bollann fyrst?"

                    Kesknisvísa um prest

               Þér líkar víst ekki Lárus minn,
               ljóðið mitt í þetta sinn,
               í því er beittur broddur.
               Margt hefur skeð á Miklabæ,
               í mínum huga sí og æ:
               Þú ættir að hverfa eins og Oddur.

                    Kvartélið.

               Náttúran öll og eðli manns
               er í kvartélinu.
               Saurug hugsun syndugs manns
               sveimar að sponsgatinu.
                                Sr. Einar Friðgeirsson.

                                        Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir daginn og góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Sigrún mínnú fer ég að sofa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt og takk fyrir allt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða nótt elsku Milla mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:38

7 identicon

Góða nótt yndislega Milla mín.Knús til ykkar allra

Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hé er tad gódann daginn mínkæra.

Knús og kram til tín inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 04:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar bestu skjóður landsins.
Eins og þið vitið voru skjóður kvenna í misjöfnu ástandi hér áður og fyrr, en þið eruð í toppklassa.
                            Knús í daginn
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband