Fyrir svefninn.

Norðlenskur bóndi átti sunnlenskan tengdason.
Nágranni bóndans spurði hann, hvernig honum líkaði 
við tengdasoninn.,, Og svona!" svaraði bóndi.
,, Ég hef ekki nema einu sinni séð lífsmark með honum."
,, Og hvenær var það?" spurði hinn.
,, Hann geispaði," svaraði bóndi.
              ----------------------------------
Nemandi í gagnfræðaskóla hér í bænum var spurður að því,
hvað ungi lundans væri kallaður.
,, Lundabaggi," svaraði hann.

              ----------------------------------

Benedikt Bogason stúdent á Staðarfelli fór á vorum með
skip til Bjarneyja til fiskiróðra.
Hann var sagður kvennamaður í meira lagi,
og átti hann vingott við konu nokkra þar í eyjum.
Þar um var kveðið:

                 Margt hefur skeð í Benedikts búð
                 bæði um daga og nætur.
                 Undir voð af siglu súð
                 sáust rauðir fætur.

Vísa eftir Daða Níelsson um Reynistaðarhjón,
Stefán og Ragnheiði.

                Reynistaðar - reisug - hjón
                rýr að flestum dáðum;
                hún er svarri, hann er flón,
                hossi fjandinn báðum.

                                    Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtileg lesning. góða nótt Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tek undir tad med Kötlu.Góda nótt mín kæra og sofdu rótt

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Anna Guðný

Sammála þeim hér að framan , og góða nótt.

Anna Guðný , 12.6.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt fallega kona

Heiða Þórðar, 12.6.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.6.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Solla Guðjóns

 Alltaf jafn skemmtilegt að kíkja hingað inn.

Sofðu vel ljúfan

Solla Guðjóns, 13.6.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 00:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha gott að hlæja smá undir svefnin.  Góða nótt á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:42

11 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jamm - eins og Ásthildur segir/skrifar - alltaf gott að skella uppúr fyrir svefninn. Aldeilis ekkert líf sem á að vera í okkur sunnanmönnum sko! En það er sko önnur tíð núna skal ég segja þér - ég iða af lífi - en það eru jú hver geispinn af öðrum, enda mið nótt sko.

Knús á þig mín kæra Milla og eigðu yndislega nótt og frábæra helgi framundan.

Tiger, 13.6.2008 kl. 03:12

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.
Gott að sjá þig Ásthildur mín þú ert búin að vera í burtu svo lengi.
Það er nú það besta við það að ég sef yfirleitt eins og engill,
en stundum dreymir mig svo mikið, að ég vakna þreytt, þá legg ég mig um miðjan daginn.
Tiger ég veit ekki hvort það telst, þótt við séum mörg hér á blogginu að sunnan þá erum við flest að vestan eða? þú átt ættir að rekja vestur held ég, og ég líka.
Síðan þóttu nú ekki sunnanmenn neitt til að hrópa húrra fyrir hér áður og fyrr.
Þú sérð, er norðanmenn köstuðu út síðasta sláturkeppnum til sunnanmanna, ofan úr Borgarvirki, og sögðu við eigum nægan mat.
Sunnanmenn hörfuðu heim aftur, þá hlógu norðanmenn og gerðu örugglega grín að sunnan-ræflunum að trúa þessu. 
þetta var nú löngu fyrir okkar tíma, en hreppapólitíkin var í hávegum höfð þegar í þá daga.
                                  Eigið góðan dag snúður og snældur.
                                    Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.