Hef ekki heyrt það betra í mörg ár.
13.6.2008 | 07:52
Það er alveg frábært er maður les eitthvað svona gott.
Hunang er allra meina bót, og finnst mér það með ólíkindum
að ekki hafi verið meira notað af því í lækningaskini en gert er.
Inga Guðmundsdóttir Sörle hjúkrunarfræðingur í Norge,
græddi legusár manns á 8 vikum, sárið var 7 cm. djúpt og 10 cm.
í þvermál.
Inga skrifaði lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um lækningamátt hunangsins og segir hún skólanum hafa fundist niðurstöðurnar afar spennandi. Þegar hún hóf skrifin var hún sannfærð um að heimildaleitin yrði erfið en í ljós kom að töluvert hefur verið skrifað um hunang í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þar var nýlega byrjað að nota hunang á elliheimilum til að græða legusár og þrýstingssár á fótum.
--------------------------------------
Í bókinni Læknisdómar alþýðunnar, eftir D.C, Jarvis M.D.
Er margt og mikið af fróðleik um hunang, eins og svo margt annað,
og skrifaði hann þessa bók til þess að dóttir hans og afkomendur
hennar vissu um það sem hann hefði tekið saman um
náttúrulækningar.
Alþýðulækningar eiga sér langa sögu eins og allir vita og var
náttúran fyrsta apótekið.
Hunang læknar allt að 60% af öllum bakteríum, enda megum
við dást að hugviti býflugunnar er hún sveimar um
garðinn hjá okkur í leit að efnivið í hina fullkomnu fæðu.
Býflugan breytir aldrei til. Óskeikul eðlisávísun segir henni
í hvaða blómum hinn hreina safa er að finna.
Ég gæti verið í allan dag að segja ykkur frá ágæti býflugunnar,
en læt staðar numið hér.
Þið getið spurt ef þið viljið svo er líka hægt að googla á það
þá fáið þið allar upplýsingar sem þið viljið.
Takk fyrir Inga Guðmundsdóttir.
Ég vildi óska að þjóðfélagið mundi opnast fyrir því að nota
meira náttúrulækningar.
Eigið góðan dag.
Síðasta hálmstráið var hunangið sæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hunang er bara yndislegt og flott lyf vid mörgum kvillum...Veit um konu sem nuddadi auma bletti med hunangi.Ég t.d. elska gott te med hunangi og tegar ég var í kvennakór sudurnesja tá drukkum vid hunangste ádur en vid sungum á konsertum til ad míkja hálsinn.Nú tetta höfum vid flest gefid börnum okkar í sítrónutei vid hálsbólgu er ekki svo?Hunang er bara svo töff og virkar.
Knús
Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2008 kl. 09:05
Er ekki farið að selja "Propolis" á Íslandi ??
Eitt af mestu töfra-náttúrulækninga efnum sem ég hef kynnst.
Fransman (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:24
Jyderupdrottningin:
Mig langar bara að benda á í ljósi athugasemdar þinnar um að gefa börnum sítrónute með hunangi og hversu gott það sé.
Það á ekki að gefa börnum undir 1 árs hunang. Þetta er vegna þess að meltingarkerfi barna undir eins árs eru ekki komin með normala þarmbakteríuflóru og geta þau því fengið eitrun af hunangi og orðið alvarlega veik.
Hjúkrunarfræðingur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:25
Hallgerður Yogurt og ab mjólk er líka gott við meinum.
Einu sinni fékk ég afar slæma blóðeitrun innvortis á ristinni, var lögð inn í pensillín í æð, ég var afar bólgin, yfirlæknirinn sagði við hjúkrunarkonuna viltu setja á hana joðbakstra, já sagði hún, en unglæknir sem var á staðnum hló við, en hann hló ekki um kvöldið er bólgan var nærri horfin.
Guðrún er bara allra meina bót það er líka laxarolía, eplaedik og margt fleira.
Bjóst þú á Suðurnesjum? ég bjó í Sandgerði í 27 ár, skildi svo við manninn og flutti til Reykjavíkur 1994, síðan bjó ég á Ísafirði í 9 ár
og núna á Húsavík draumastaðnum mínum.
Knús til ykkar stelpur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 10:31
Fransmann ekki veit ég það, en örugglega, það er verið að selja svo margt gott í þessum geira. Ég sjálf kaupi lífrænt ræktað hunang í krús
stundum hef ég fengið hunang beint frá búum sem rækta það.
Fékk einu sinni hunang frá Danmörku, það var sko hunang í lagi.
Takk fyrir þitt komment
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 10:37
Hjúkrunarfr. takk fyrir þitt innlegg, er þetta ekki kynnt fyrir verðandi mæðrum eins og með allt annað sem þau megi ekki fá.
Ég man ekki betur, er ég var að ala upp mín börn að konur settu hunang á snuðin hjá börnum sínum, þá hefur þetta ekki verið vitað.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 10:43
Takk fyrir að benda á þetta "Honey".. við notum nú einmitt hunang til að mýkja hálsinn innvortis og græða, svo það ætti þá að virka eins útvortis. Hafði aldrei pælt í þessu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 12:04
Takk fyrir þetta ég ætla að nota meir hunang en ég hef gert.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2008 kl. 12:33
Jóhanna hunang hefur verið notað frá alda öðli sem brunasmyrsl
og þá afhverju ekki á öll önnur sár.
Málið er að við vitum svo margt sem við setjum í geymslu í tölvunni okkar (heilabúinu) lesum svo um það og búmm það smellur til baka.
Knús til þín Jóhanna.
Þætti vænt um ef hjúkrunarfræðingur kæmi aftur inn og tjáði sig betur um hunangsnotkun barna.
Stendur ritað. Hunang er fremst allra tegunda náttúrusykurs.
Flest börn þola það, og auk þess að vera sykur, hefur það í sér steinefni sem bæta upp steinefni mjólkurinnar, og dálítið af hvítu;
það er sýkladrepandi, örvar meltinguna, og hefur auk þess ljúffengan keim, sem gerir það listugt.
En aðalkosturinn er auðvitað sá, að það veitir barninu gnægð steinefna, sem hinn vaxandi líkami þess þarfnast.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 12:45
Katla mín það skalltu gera þú átt að byrja daginn á því að taka hunang, Gott hunang.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 12:46
Já frábært að lesa þetta nota sítónute og hunang mikið við kvefi og hálsbólgu en mér hefur ekki dottið í hug að notða það á sár.
En varðandi AB mjólk og Jógúrt þá langar mig að segja hér mamma mín er ljósa af gamlaskólanum og hún segir ef maður þarf að tak inn pnecilin þá á alltaf að drekka eitt glas af AB mjólk þetta geri ég alltaf og læt börnin mín líka gera þetta,þá er minni líkur á magaveiki af lyfinu.
Kveðja inn í daginn og takk fyrir að leifa mér að vera bloggvinur þinn kæra Milla.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 12:57
Knús Milla mín get ekkert bloggað talvan biluð.Læt heyra frá mér þegar hún kemst í lag.
Erna, 13.6.2008 kl. 13:03
Hunang er frábært, ég prófaði einu sinni að nudda upp úr því (líkamsnudd) og það gafst vel. Svo er hunang frábær raka og næringarmaski á andlit
Huld S. Ringsted, 13.6.2008 kl. 13:16
Velkomin í minn vinahóp Heiður mín og gaman að því.
við höfum svo sem verið að lesa hjá hvor annari og kommenta hjá sameiginlegum bloggvinum, svo þetta er hið besta mál.
Þessar af gamla skólanum eins og hún mamma þín eru bestar og þetta með ab mjólkina er rétt og það sem meira er að ef þú þarft að taka sýklalyf þá dregur ab mjólkin úr myndun sveppasýkingar
eins og við konur þurfum að glíma við.
Hvar var mamma þín ljósa?
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:25
Flott hjá þér Huld og takk fyrir að segja okkur frá þessu.
þú ættir að vita þetta snyrtisérfræðingurinn sjálf.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:27
Sæl hjúkrunarfædingur..Takka ábendinguna ,ég er med tad á hreinu ad vid gefum ekki ungabörnum hunang.Tetta á nú vid eldri börnin okkar tegar tau fá hálsbólgu eda ótægjindi í hálsinn.Samt takk.
Milla:Ég bjó í keflavík frá 1980-86 flutti tá í Kópavoginn minn.Vann í Stapafelli hjá Hákoni í 2 ár eignadist svo 2 börn á tessu tímabili.Skildi 2003 og flutti til danmerkur stuttu sídar og bý tar.
tetta med hunangid .kaupi líka lífrænt í heilsubúdinni eda á mörkudum beint af bóndanum.Tad er bara svo gott.
KNús til tín
Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2008 kl. 13:48
Já við höfum örugglega sést þó við munum ekki eftir því.
Kveðja milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 13:58
Frábær grein. Hef ekki heyrt um þessa græðandi eiginleika hunangsins en mun nú bæta því við í "græðingarkassann" minn
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:56
Milla mamma var ljósmóðir á patreksfirði alla sína starfsæfi en hætt vegna aldur fyrir rúmum 2 árum.
Kveðja Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 15:58
Þér er óhætt að gera það Sigrún mín.
Takk Heiður fyrir svarið.
Ég á víst einhverja ættingja á Patró, er ættur í föðurætt frá Hvallátrum
Rauðasandshreppi, vestur-Barðastrandasýslu. þar bjó langafi minn og afi fæddist þar, en langa langafi minn hét Sigurður Sigurðsson var hann kallaður Breiðvíkingur enda ættaður úr Breiðuvík.
langamma mín hún Helga Beata Árnadóttir var dóttir
ÁRNA Thoroddsen, sonur Jóns bónda Thoroddsen sem lengi bjó á Hvallátrum, en áður á Hvalskeri í Patreksfirði.
Kannski erum við bara frænkur.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 16:29
jáhá nú ætla ég að tala við hana mömmu mína og sjá hvað hú getur sagt mér um þetta en pabbi minn var fæddur á sellátranesi og ólst upp til 7 ára í Hænuvík,skrifa hér meira til þín þegar ég er búin að spjalla við mömmu.
Gaman að þessu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 17:35
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.6.2008 kl. 17:53
Hunangið má sko vel lækna aðra
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.6.2008 kl. 18:35
Margir íslendigar drepa húnagsflugur.
Heidi Strand, 13.6.2008 kl. 19:01
Sömuleiðis Fjóla mín. kveðja milla.
Róslín mín þú mundir nota hunangið ef þú þyrftir
Hingað til hafa allir Íslendingar verið hræddir við bíurnar,
en held að það sé að breytast.
Knús til þín Heidi mín
Milla.
Heiður það verður gaman að heyra hvað mamma þín segir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 19:27
Milla.Mamma kannaðist nú ekki við þessi nöfn en sagði að pabbi hafi ekki verið sérstaklega mikið fyrir ættfræði og vel gætið verið að það sé skildleiki á milli okkar...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 19:36
Heiður segðu mér hvað pabbi þinn heitir og hvenær fæddur, er mamma þín ekki að vestan.
Frumbýlingur í hænuvík var langalangafi minn Jón Sigurðsson
það var 1886. svo það er ekki von að þeir sem eru ekkert inn í ættfræði kannist við það.
Ég er ekki á kafi í þessu en hef mikinn áhuga að tala um þetta svona á stundum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2008 kl. 20:12
Þetta finnst mér spennandi að hægt sé að græða sár með hunangi, að ég tali nú ekki um þessi hræðilegu legusár sem svo margir aldraðir þjást af. Ég vildi að ég mætti prófa þetta á deildinni minni á einhverjum sem þjáist af þessu, en fengi sennilega ekki leyfi fyrir því. Ef ég ætti aðstandenda sem væri með legusár myndi ég hiklaust prófa þetta. Ég ætla að orða þetta í vinnunni. Kærar þakkir fyrir þetta Milla mín.
Erna, 13.6.2008 kl. 23:13
Ég hef ekki heyrt um lækningamátt hunangs fyrr en lækningamáttur steinolíu er mér vel kunnur. Steinolía við 24 sjúkdómum var eitt sinn sagt, bæði til inntöku og til útvortis notkunar.
Áratugum saman hef ég notað steinolíu mér til gagns og heilsubótar, einkum við smáskrámum og fótameina. Besta táfílumeðal sem þekkist er að fara í s.s. hálftíma steinolíufótabað.
Steinolía er ódýt og gott lækningameðal en þó nokkuð vandmeðfarið þar sem það er eldfimt og því nokkur íkveikjuhætta af því einkum ef notið er tóbaks á meðan á meðferð stendur.
Vil ég hvetja lesendur til að sannreina ágæti lækningamáttar steinolíu með einfaldri tilraun.
Ef svo illa vill til að þið skerið ykkur í húðina svo undan svíður eða rifnar upp nögl svo annað augað fer að kipra, dýfið sárinu í steinolíu í nokkrar sekúndur og sársaukinn hverfur, sárið gróið eftir tólf stundir.
Styttingur (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:00
Erna mín af hverju spyrð þú ekki hvort það megi ekki prófa,
það gerði hún Guðrún hjúkrunarfræðingur sem gerði lokaritgerðina sína um lækningamátt hunangsins.
Allavega sakar ekki að spyrja.
Erum að fara fram í Lauga í dag til að vera með snúllunum mínum þar
Knús kveðjur
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 09:02
Kurr þú ert bara flott, laxerolían er allra meina bót, ég ber hana á hendur og fætur áður en ég fer að sofa sef svo í bómullarsokkum og með beitningahanska, þú veist þeir eru svona hvítir og fínir fást í apótekum,
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 09:06
Styttingur, það er gott ef það bætist við flóruna hjá þér með lækningamátt hunangs, því frekar óhrjálegt er að nota steinolíuna
og eins og þú segir er hún frekar eldfim, en allra meina bót er hún,
var mikið notuð hér áður og fyrr, til dæmis notaði faðir mannsins sem ég bý með, hana á bakið sitt við verkjum.
Gaman væri að prófa steinolíuna á slitgiktina, en ég mundi líklegast kæfa alla úr ólikt.
Takk fyrir innlitið gaman að heyra í þér
Kveðja. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 09:40
Hallo og takk fyrir ad ykkur fanst upplysingarnar um hunangid spennendi . Ef einkver hef ahuga ad lesa meira um dette er hægt ad fara inn a webadress:
www.worldwidewounds.com/2001/november/molan/honey-as-topical-agent.html
www.worldwidewounds.com/2004/february/cooper/Tropicalantimicrobel-agents.html
www.sfam.org.uk
Best regards
Inga G. Sørlie
Inga Gudmundsdottir Sørlie (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:09
Þakka þér fyrir að hafa áhuga á því sem við erum að blogga um,
ég hef svo sannarlega áhuga á því þegar einhver kemur með haldbærar sannanir fyrir því sem ég er svo oft búin að tala um.
Takk fyrir slóðirnar á þessar síður.
Hefur þú lesið bókina læknisdóma Alþýðunnar, sem ég nefni hér að ofan?
Til hamingju með lokaritgerð þína, frábært framlag, vegna náttúrulækninga.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.