Fyrir svefninn.
13.6.2008 | 20:04
Guðbrandur Jónsson var suður á flugvelli með dóttur sína,
og skildi hún stíga upp í flugvél.
Dimmt var í lofti og drungalegt, og hikaði stúlkan við að
fara upp í flugvélina.
Flugmaðurinn, sem þarna var viðstaddur, hughreysti hana,
en það dugði ekki heldur. Þá varð Guðbrandi á orði:
,, gengur yður alltaf svona illa að fá kvenfólk upp í loft?"
Jósep á Hjallalandi í Vatnsdal var vel fjáður,
stórbrotinn í lund og tryggðartröll.
Hann var drykkjumaður allmikill og svaðamenni við vín.
Hann trúlofaðist ungur konu sem Guðrún hét,
og höfðu þau boðið til brúðkaupsveislunnar, en urðu
ósátt, og ekkert varð úr giftingunni,
en þó bjuggu þau saman alla ævi og eignuðust eina dóttur.
Samkomulag þeirra var hið stirðasta.
Jósep dó á undan Guðrúnu.
Þegar Jósep var lagstur banaleguna og var allmikið veikur,
kom Guðrún að rúminu til hans og ætlar að fara að láta vel
að honum. Jósep snýr sér þá til veggjar og segir:
,, Of seint Gunna".
Sesselja á Stuðlum við Reyðarfjörð kvað um sjálfan sig
á gamalsaldri:
Flest er það sem forgengur
og fer úr stellingunni.
Kjaftur allur ónýtur
er á kerlingunni.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín og takk fyrir söguna.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2008 kl. 20:16
Ljúft fyrir nóttina að venju. Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 20:25
Góða nótt Milla skemmtilegar sögur hér
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 20:36
Góða nótt
M, 13.6.2008 kl. 20:40
Góða nótt elsku Milla mín og takk fyrir skemmtilega söguknús knús og hlýjar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:01
Góða nótt mín kæra Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:17
Assgoti skemmtileg lesning þetta kona.
Takk fyrir mig. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 13.6.2008 kl. 22:28
Góða nótt Milla mín Ég og tölvan kominn í lag.
Erna, 13.6.2008 kl. 23:16
Takk fyrir sögurnar elsku Milla og Góða nótt
Ásgerður , 13.6.2008 kl. 23:20
Takk fyrir góda sögu ,dejligt í morgunsárid.
Knús inn í helgina Milla mín
Gudrún Hauksdótttir, 14.6.2008 kl. 08:38
Góðan daginn skjóðurnar mínar, engin vöknuð nema Guðrún nafna mín í Danaveldi, vildi bara að ég væri komin út til þín þú átt svo yndislegt vertshus, en kem einhverntímann
Knús á ykkur allar inn í daginn
Milla.Guys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.