Fórnarlömb mannsals og lítilsvirðingar.

Konur þurfa að vita, að þeim sé tryggt öryggi og að
komið sé fram við þær að virðingu er þær leita hjálpar.
Það er verið að vinna að úrræðum í þessu máli, og hefði
það þurft að vera löngu komið, en nú vonum við það besta.

Guðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta,
telur, að það hafi verið stigið stórt skref er lagt var bann við
nektarstöðum og kjöltudansi. Og er það trúlega rétt,
en það er ekki, en betur má ef duga skal.
Og því miður held ég að ekkert dugi til að uppræta þetta alveg.

En að mínu mati er bara búið að færa það neðanjarðar,
eftirspurnin eftir slíkum ósóma er slíkur að þeir sem klókir
eru finna leið til að þjóna þessum mönnum og konum sem
vilja allskonar þjónustu á þessu sviði.

Við höfum heyrt frásagnir af konum sem hafa verið beðnar að fara
í eitthvert hús, til að þjóna einum manni,
og svo er til kemur er þetta kannski, margir menn og konur 
sem telja það sjálfsagt að þau megi koma fram að vild.
Þau keyptu jú þessa stúlku.

Hvað er mannsal spyrja margir,
já hversu víðtækt er hægt að nota það orð?
Til dæmis ungur maður, sem selur systur sína til vina,
eða frændi sem gerir slíkt?
Er það ekki mannsal?

Ég segi nú bara við þá sem hugsa ætíð:
,, Þetta er nú ekki satt, svona lagað getur ekki gerst."
Vaknið til lífsins! þetta er að gerast á hverjum degi oft á dag.
Og Takið eftir! Líka á Íslandi.


mbl.is Ekkert finnst sé ekki leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina leiðin til að uppræta mannsal er að lögleiða vændi, og láta þessar frillur sem velja sér þetta starf að borga skatt og vera sjálfstæðar, meðan þetta er neðanjarðar í undirheimunum þá skapast mikil tækifæri fyrir þá sem vilja stunda mannsal og þrældóm. Það á að gera þetta eins og í Hollandi og þýskalandi þar sem þetta er löglegt og er á yfirborðinu, þá er ekkert mannsal, engin kynsjúkdómar því þær þurfa að fara eftir tékk einu sinni í viku, stelpurnar græða á tá og fingri, engin þrælahaldari, heldur velja þær kúnnan. Þetta er eitthvað sem verður aldrei hægt að uppræta því jú þetta er nú elsta iðngrein í heimi :)))

Gunnar (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það gæti verið nokkuð til í þessu hjá þér, er ekki svo inn í þessu
en hef lesið um þetta í Þýskalandi og Hollandi.
Verðum bara að uppræta mansalið.
                           Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Ásgerður

Já, Milla þetta er svo sannarlega til og ekki síst á okkar ástkæra Íslandi, sorglegt alveg, en það virðist vera nóg til af fólki sem er til að kaupa svona og þá verður þetta alltaf til því miður.

Veit ekki með lögleiðingu, mannsal og vændi er auðvitað tvennt ólíkt, og ég á alltaf erfitt með að skilja konur sem kjósa sér þetta, þó ég viti alveg að það er til, og kannski er lögleiðing lausnin,,veit ekki.

Knús á þig inn í helgina kæra frænka

Ásgerður , 14.6.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín það gæti verið lausnin því við losnum aldrei við þetta.
Mansal er algjörlega ólöglegt því þar ertu að þvinga aðra manneskju til hluta sem hún ekki samþykkir.

Vændi þar sem konan sjálf eða maðurinn velja sér þessa atvinnu,
sem ég skil ekki heldur væri held ég betra ef það yrði löglegt.

                       Kærleikskveðjur til þín og þinna mín frænka.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er mikið af þessu her í danaveldi eins og þú sennilega veist Milla mín, mér fynnst ógeðslegt þegar að konur neiðast til að selja líkama sinn, ég trúi ekki að þær geri þetta ánægjunnar vegna, en nógir eru um þessar aumíngja stelpur, mér finnst þeir ógeðsleigir.

Risaknus á þig Millan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var fyrir stuttu á hóteli í køben er ég leit út um gluggann sá ég út á istegade....3 stúlkur stódu tar  öll kvöld og voru mættar snemma morguns ad tjóna teim sem áhuga höfdu...Ég hugsadi med mér hvad tetta hliti ad vera skelfilega nidurlæjandi starf.....Tannig er nú tad

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 14.6.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sumar stúlkur eru að gera þetta frjálsar, en aðrar eru undir stjórn annara, já þetta er allavega ömurlegt.
                     knús til ykkar
                     Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 17:32

8 Smámynd: Anna Guðný

Er það virkilega tilfellið að réttast væri að lögleiða vændi? Var alveg ótrúlega á móti því hér áður fyrr en núna er ég eitthvað að mildast í þeirri afstöðu.Kannski maður ætti að fara að kynna sér betur málið, þá meina ég í alvöru. Ekki bara lesa með og móti rök frá fólki sem veit lítið meira um þetta en ég en hefur samt stór orð. En einhverneigin hef ég átt svo erfitt með að skilja að það skuli einhver geta selt blíðu sína sjálfviljugur.

Anna Guðný , 14.6.2008 kl. 17:49

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý og Anna Guðný, kannski væri það betra heldur en þessi feluleikur undir borðum.
Auðvitað eigum við erfitt með að skilja þetta, enda höfum við ekki reynt það, en mér finnst það ömurlegt að einhver þurfi að vinna fyrir sér með þessu móti.
                                    Knús til ykkar
                                    Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband