Fyrir svefninn.

Jæja kæru vinir, ég var að koma heim eftir alveg yndislegan dag.
Allir fóru fram í Lauga í dag, Dóra mín bauð í kvöldmat,
en fyrst var farið í sund, afstaðan þarna er til fyrirmyndar og
ekki skemmir umhverfið, eins og ég hef sagt áður þá er þetta
heimur sér á bát, allir vita það sem til Lauga í Reykjadal hafa komið.
Við gamla settið fórum reyndar ekki í laugina vorum bara á bakkanum
í góðu yfirlæti sólarinnar.

Ég er hér með Vísnakver eftir Ósk Þorkelsdóttur Húsvíking og
vestfirðing. Ósk er löngu kunn vísnavinum þessa lands
vegna framgöngu sinnar á hagyrðingamótum og margvíslegum
öðrum skemmtunum, þar sem hún hefur flutt sínar kerskins -
og gleðivísur og ýmist mælt af munni fram eða sungið með sínu nefi.
ætla ég að færa ykkur nokkrar vísur, þar sem hún kynnir sjálfan sig.

                          Ég heiti Ósk frá Húsavík
                          hagyrðingur engum lík,
                          Þingeyingur, guð þeim gaf
                          gáfur til að bera af.

                          Útlitið sérðu og augnanna lit,
                          upprunninn Þingeyingur,
                          útgerðarstjóri með eigulegt vit
                          og afburða hagyrðingur.

                          Annmarka fáa til angurs ég ber
                          þó öðrum sé gjarnt að segja
                          það helvítis galla sem háir oft mér
                          að hafa ekki vit á að þegja.

                          Orðspor mitt er oftast gott
                          auðmjúk prúð og væmin.
                          En aðrir sjá þess vísast vott
                          að verði ég stundum klæmin.

                          Það að nota Þingeyskt loft 
                          þjónar mínu geði.
                          Því set ég mér að syndga oft
                          sóminn er að veði.

                          Mig þarf é varla að kynna í kvöld
                          kvæðanna ljúfast smiður.
                          En vísast í helvíti greiði mín gjöld
                          ef geri ég einhverjum miður.

                          Hörð eins og klettur, ljúf eins og lamb,
                          létt eins og fjöður, þung eins og bjarg,
                          alþýðleg kona með ótrúlegt dramb,
                          uppfull af blíðu en minni á varg.

                          Ég er oftast ljúf sem lamb
                          með lífið allt í skorðum.
                          Laus við alla lýgi og dramb
                          leik mér bara að orðum.

                          Ferskeytlur fljúga að kveldi,
                          feimin er unga daman.
                          Komst inn í karlaveldi
                          á kjaftinum einum saman.

                          Hvernig ég er inn við beinið.

                          Ýmsum er ég sökum seld
                          svikul grimm og löt,
                          en inn við beinið að ég held
                          aðallega kjöt.

                         Mínir rúmsiðir
                     
                         Ég opna bók eða yrki bögu
                         þá Óli lokbrá knýr að ranni.
                         Hvað gerist milli svefns og sögu
                         segi ég ekki nokkrum manni.

Vona að hún Ósk vinkona mín taki það ekki stinnt upp
að ég birti eftir hana vísur.

                                                 Góða nótt.Sleeping
                        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Erna

Þetta er frábært, ég kannast aðeins við Ósk og hún er snillingur. Gott að þið Gísli áttuð góðan dag hjá henni vinkonu minni, hún er svo yndisleg, var hún í spænsku treyjunni í dag  ég átti fínan dag á pallinum þangað til að ég fór á kvöldvakt, er að fara skríða uppí og segi góða nótt elsku Milla mín

Erna, 14.6.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Tiger

Já, yndislegt að þið áttuð góðan dag í dag - enda veðrið búið að vera yndislegt alveg. Sund er alltaf gott - maður hefur óendanlega gott af því að synda af og til, hreyfir við öllum vöðvum líkamans bara.

Frábærar vísurnar hjá Ósk, takk fyrir það. Óska þér ljúfrar nætur mín kæra Milla og fallega drauma. Vona að þú hafir líka ljúfan sunnudaginn ..

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góða nótt

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.6.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn, ég veit að mörg af ykkur sofið á ykkar græna enn þá,
og njótið þess bara, vildi að ég gæti einhverntímann sofið út,
hef aldrei getað það.

Erna hún var að sjálfsögðu í Spánar-treyjunni, og mikil gleði ríkti er þeir skoruðu sigurmarkið.
Pallurinn hjá þér er æðislegur, vonandi áttu góðan dag í dag.
                     Knús til þín Erna mín
                     Þín Milla.

Ps. Þú veist að Ósk er tengdamóðir Millu minnar?


Tiger míó það var bara yndislegt í gær, nema ég á ekki gott með að þola svona hitann, en við fórum bara upp í íbúð til Dóru og helltum á könnuna.
Sunnudagurinn verður örugglega góður hjá mér, þótt það sé engin sól. Já hún Ósk er frábær og mun ég birta ykkur meira eftir hana á næstu vikum.
                                Knús knús
                                  Milla.

Sömuleiðis kveðjur til ykkar Rósin mín, Gréta, Heiður, Sigrún og
kurr eigið allar yndislegan dag.
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband