Fyrir svefninn.
17.6.2008 | 22:28
Við erum búin að eiga góðan dag í dag.
Vorum að drollast fram að hádegi, fór ekki í bað
og tiltekt á sjálfri mér fyrr en um hádegið, var rétt komin í
svona heimabol, þá hringdi dyrabjallan, nú ég gat ekki farið til
dyra svo engillinn fór, nú ég þekkti strax röddina sem sagði blessaður,
Þetta var hún Óda, en Hún heitir nú fullu nafni Ósk Þorkelsdóttir.
það var hellt á könnuna, síðan var sest niður og spjallað, og eins
og þið þekkið þá er maður byrjar þá getur maður aldrei hætt.
Svoleiðis er það er við Óda hittumst.
Þegar hún fór höfðum við okkur til og fórum fram í Lauga,
Dóra mín hafði hringt og boðið okkur í mat.
Að vana var afar góður matur, steiktar og vel kryddaðar lambakjötsneiðar,
vel steiktir kartöflubátar, grjón og heimalöguð bernes sósa,
þetta var æðislegur matur.
Síðan var horft á Frakkland /Ítalía, og unnu Ítalir eins og allir vita.
En núna fáið þið smá eftir hana Ósk.
Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
marg búin að hringja, biðja fyrir skilaboð
en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.
Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.
Þarfasti þjónn nútímans, bílnum, er
oft bölvað og þá sjá menn í rósrauðum
bjarma okkar fyrrum þarfasta þjón
sem auðvitað hafði líka sína galla.
Bíllinn er okkar blessun og vörn
þó beri hann lesti.
í honum er léttara að búa til börn
en á baki á hesti.
Góða nótt.
Vorum að drollast fram að hádegi, fór ekki í bað
og tiltekt á sjálfri mér fyrr en um hádegið, var rétt komin í
svona heimabol, þá hringdi dyrabjallan, nú ég gat ekki farið til
dyra svo engillinn fór, nú ég þekkti strax röddina sem sagði blessaður,
Þetta var hún Óda, en Hún heitir nú fullu nafni Ósk Þorkelsdóttir.
það var hellt á könnuna, síðan var sest niður og spjallað, og eins
og þið þekkið þá er maður byrjar þá getur maður aldrei hætt.
Svoleiðis er það er við Óda hittumst.
Þegar hún fór höfðum við okkur til og fórum fram í Lauga,
Dóra mín hafði hringt og boðið okkur í mat.
Að vana var afar góður matur, steiktar og vel kryddaðar lambakjötsneiðar,
vel steiktir kartöflubátar, grjón og heimalöguð bernes sósa,
þetta var æðislegur matur.
Síðan var horft á Frakkland /Ítalía, og unnu Ítalir eins og allir vita.
En núna fáið þið smá eftir hana Ósk.
Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
marg búin að hringja, biðja fyrir skilaboð
en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.
Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.
Þarfasti þjónn nútímans, bílnum, er
oft bölvað og þá sjá menn í rósrauðum
bjarma okkar fyrrum þarfasta þjón
sem auðvitað hafði líka sína galla.
Bíllinn er okkar blessun og vörn
þó beri hann lesti.
í honum er léttara að búa til börn
en á baki á hesti.
Góða nótt.
Athugasemdir
Voru engin hátíðarhöld í ykkar bæ?
En mér finnst seinasti partur kvæðisins nú frekar skarpur!
Knús inn í svefninn Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:33
Ég gæti trúað að það gæti verið dálítið erfitt að búa til barn á hestbaki, nokkuð skarplega athugað hjá henni.
Knús til þín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:08
Góða nótt Milla mín
Erna, 17.6.2008 kl. 23:28
Elsku Milla mín ég þakka fyrir mig,þetta var yndislegur pistill og skemmtilegurtakk takk elskuleg og góða nótt elsku Millan mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:33
Hoss hoss á hesti - með alla mína Gesti...
Ohh... mér finnst steiktir kartöflubátar mesta lostgæti - gæti borðað þá í öll mál sko! Góðar vísurnar frá Ósk, engin svikinn af þeim sko! Knús á þig elsku Milla mín og hafðu yndislega nótt.
Tiger, 18.6.2008 kl. 02:12
Gódann daginn mín kæra..Yndisleg lesning svona í morgunsárid.
Já steiktir kartöflubátar???smagast helt vild godt......
Knús inn í gódnn dag.
Gudrún Hauksdótttir, 18.6.2008 kl. 09:01
Rósin mín það voru Hátíðarhöld í okkar bæ, en ég er nú hætt að nenna á slíkar ræðusamkomur, jú það var ýmislegt fyrir börnin, en við ömmurnar förum nú ekki í hoppukastalasæir þú mig ekki í anda.
Já vísurnar eru frábærar.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 09:35
Jónína hún er skörp.
Erna mín knús
Búkolla knús
Takk Linda mín sömuleiðis.
Kurr mig var að dreyma þig í nótt, og þú varst eitthvað að kukla.
Knús kveðjur til þín
Tiger míó Hoss hoss á hesti,
með alla mína gesti,
sem hafa marga lesti,
vilja að ég á mig festi.
Smá grín.
Knús Milla.
Guðrún já þeir eru góðir k.bátarnir, en að sjálfsögðu afar fitandi,
Knús
Góðan daginn kæru vinir og eigið góðan dag.
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.