Snjóaði í Húsavíkurfjall í nótt.
19.6.2008 | 12:57
Hvað ætlið þið að gera í dag konur þessa lands?
Ég sjálf er heima hjá mér á Húsavík, hér gránaði í
Húsavíkurfjallið í nótt, 1 stigs frost á mælir kl 3 í nótt.
Núna er 3 stiga hiti, sem segir mér að ef ég settist út í bíl,
Þá væri svona rautt merki í mælaborðinu, sem segir manni
að það gæti verið að nálgast hálkumörk, er ekki að grínast,
er ekki annars miður júní? Jú hélt það.
Svo ég ætla að vera bara heima hjá mér í dag og hafa það
náðugt, legg mig örugglega með góða bók, sofna síðan út
frá henni, vakna fáum okkur kaffi og kleinur.
Engillinn er að rifja upp Arnadalsættina, og er hann ekki
viðræðuhæfur, nema maður hækki svolítið róminn.
Er svo ekki fótbolti í dag, má ekki missa af því.
Í kvöldmat verður steiktur þorskur, með kartöflum,
Gljáðum sykurbaunum, sveppum, paprikum,blómkáli, lauk.
brocoli raspa smá gulrætur út í, þetta verður kryddað með
indversku kryddi frá nomu, besta kridd sem til er.
Ég elska svona mat, enda sést það.
Sagði einhver hvað ég ætti góðan engil sem eldaði, ef svo,
þá mesti misskilningur, hann eldar ekki, en gerir allt hitt,
svo ég er sátt við þau skipti.
Ég veit ekki einu sinni hvernig uppvöskunarvélin lítur út
að innan, eða vill ekki vita það.
Já þetta verður dagurinn minn, Enn ykkar???
Athugasemdir
Ætli ég verði ekki heima líka Milla mín
Hvað ertu að segja snjóaði í fjöll ég segi eins og þú er ekki júní.
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 13:16
Já það var meira að segja hrím í morgun í fjallinu, ekki farið um kl 9
Núna sést ekki í fjallið fyrir þoku, og það er bara haustveður úti.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 13:47
Silla mín það verður að segja henni þetta, það er spáð svona veðri út vikuna, ég hef líka sagt að við fáum ekki hlýtt sumar hér norðan heiða, held að það muni standa.
það kostar allavega ekki neitt að búa sig vel.
Knús til þín í sólina.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 14:23
Til hamingju með daginn, ætla að grilla í Heiðmörk með stórfjölskyldunni, gleymdi alveg að klæða mig í bleikt í morgun eins og mér skilst að sér pólitískt correct.
Brrr... vonandi bræðir sólin snjóinn hið fyrsta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 14:51
Milla mín, hér er heldur ekkert spes veður rigning og rok. Ég er af Arnadalsættinni, ert þú það
Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:54
Vally þú getur drepið mig snjólétt sumar, já en það á eftir að snjóa í hverjum mánuði í sumar eins og gerði 1978.
Svo ég flyt bara í Njarðvíkurnar, alltaf logn
Knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 15:19
Ég las það hjá þér Jóhanna og hafið bara yndislega stund saman.
Hér varð að aflýsa götugrillinu á mánudaginn var vegna roks og rigningar, veit ekki hvar þetta endar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 15:21
Stína mín ég er af Arnadalsætt, Vigurætt og Kolsvíkurætt geri aðrir betur, en þú veist nú hvernig þetta er með giktina, manni er alltaf kalt í svona veðri og jafnvel þó það sé 20 stiga hiti þá getur mér orðið kalt, en þá fæ ég bara svona kölduköst svo er það búið.
Knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 15:24
Það er kalt hérna líka en ekki alveg svona hrikalega kalt eins og virðist vera hjá þér.
Dagurinn hjá mér fer í hlaup eins og venjulega, nema núna fékk ég að slappa af í 2 tíma þar sem ég fór í litun og klippingu, í kvöld er svo planað að fara með liðið á Greifann í tilefni afmælis.
Eigðu góðan dag Milla mín og til hamingju með daginn
Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:34
Það verður æðislegt eigið þið skemmtilegt kvöld saman.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 16:09
nei nei hvaða vitleysa er þetta, annars skal ég ekki gera þér það
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.