Gefum konum lífsneistann aftur.
19.6.2008 | 16:57
Berjumst með öllu sem við eigum, það eru margar konur
búnar að gera það í áraraðir, og það hefur orðið vakning í
því að það er ekki í lagi að beita ofbeldi eða nauðga.
Berjumst fyrir því að konur þori að koma fram, það sé
heiður fyrir þær að gera það, það á ekki að vera skömm
þó konum sé nauðgað eins og svo mörgum finnst,
aðallega þeim sem eru í kringum þolenda, oft á tíðum
er það það sem hefur áhrif.
það eimir ennþá af vanviskunni sem ríkti hér fyrir allmörgum
árum, þegar barnaverndarnefnd ein hér á landi, sagði við
piltinn að hann skildi bara gleyma þessu því það væri svo
mikil skömm fyrir hann að fara með þetta á bakinu út í lífið,
og maðurinn sem gerði honum þetta væri hvort sem er
farinn af heimilinu. Pilturinn er ekki meðal oss í dag, eins
og allir vita sem lásu um þetta.
Því miður þurfum við að berjast og fræða fólkið um að þetta
sé staðreynd.
Ég er ekki að tala um þá sem vinna að þessum málum,
því það hefur lagast til muna.
Er að tala um allan almenning, hann þarf að opna augun fyrir
óþverranum því við þurfum öll að hjálpast að í baráttunni.
Gangi okkur vel.
![]() |
98% þolenda eru konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að á meðan dómskerfið tekur ekki harðar á kynferðisafbrotum þá séu ennþá mjög margir sem leggja ekki út í það erfiða ferli sem felst í því að kæra atburðinn. Því miður er það þannig enn þann dag í dag og maður hittir æ fleiri konur og karla sem segja frá reynslu sinni en málið hefur aldrei komið inn á borð dómsstólanna.
Það er líka oft þannig að þolendur er mjög tengdir eða nánir þeim sem eru gerendur og það gerir málið ennþá erfiðara. Það er líka til í dæminu að þolandi kæri og á þá á hættu að vera útskúfaður af fjölskyldunni af því að það er kannski helmingurinn sem trúir því sem gerst hefur en hinn fordæmir þolandann.
Ég held að við höfum gott af því hvert og eitt okkar að skoða þá fordóma sem við höfum innra með okkur gagnvart þeim sem kæra. Það þarf líka að vinna betur að því að losa þolandann undan sektarkenndinni þannig að hann þurfi ekki að burðast með hana allt lífið fyrir það eitt að hafa tekið skrefið og sagt frá þeirri niðurlægingu sem kynferðisafbrot hefur í för með sér. Það er svo merkilegt að það sé yfirleitt þolandinn sem upplifir skömmina og þegi því helst fram í rauðann dauðann um atburðinn.
En fyrst og fremst held ég að það þurfi að taka dómskerfið til rækilegrar endurskoðunar og breyta lögum til þess að þeir sem eyðileggja líf annarra fái viðeigandi meðferð.
Mín helsta ósk er auðvitað sú að engin beiti annan ofbeldi á nokkurn hátt, þá verður nú gaman að lifa.
Knús til þín Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:29
Jónína mín þetta er allt rétt, en það þarf að uppræta hræðsluna við að sefja frá þó það séu náskyldir.
Auðvitað þarf að taka dómskerfið í gegn.
En ég get orðið svo reið þegar ég mæti meðvitundarleysi í fólki,
það er eins og það lifi ekki á meðal okkar.
ha! hvað, er það virkilega, nei getur ekki verið og svo toppar það nú allt er það segir: ,, þetta hlýtur að vera misskilningur".
Maður lítur nú bara í kringum sig og hugsar, var verið að segja eitthvað.
Knús til þín Jónína mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.