Fyrir svefninn.
19.6.2008 | 19:47
Eins og allir vita er kvenréttindadagurinn í dag.
Árið 1915 fengu konur kosningarétt, eða fyrir 93 árum síðan.
Fátæklegt er það, sem ritað er um þann viðburð.
Öldin okkar
20/6 1915. Í gær gerðust þau tíðindi, að stjórnarskrárfrumvarpið
hlaut staðfestingu konungs. jafnframt ákvað konungur, að þríliti
fáninn skyldi vera sérfáni Íslands. þar með er að lögum orðið:
a)að konur skuli hafa kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla;
b)að aldurstakmark kosningaréttar færist úr 30 árum niður í 25 ár
(þetta tvennt á þó að koma til framkvæmda í áföngum á næstu 15 árum)
c) konungskosningar afnumdar, en í þeirra stað koma hlutfallskosningar
um allt land á sex þingmönnum til efrideildar;
d) ráðherrum má fjölga með einföldum lögum;.
Það var nú svo langt, en margt annað var að rita um en að konur fengu
kosningarétt.
Gamli Gullfoss kom í heimahöfn Reykjavík.
það kviknaði í 12 húsum í Reykjavík, tveir menn dóu.
Eldsvoðinn var og er kallaður
e) tölu þingmanna má líka breyta með einföldum lögum: ,, Bruninn mikli".
Ein eftir hana Ósk.
Pólitík.
Pólitík fer sem plága um sveit
á passlega skreyttum vagni.
Með sverustu lygar og svikin heit
sveipuð orðanna magni.
Aumasta tík sem um ég veit
og engum kemur að gagni,
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:05
Góða nótt Milla og vonandi bragðaðist kvöldmaturinn eins vel og lýsingin á honum :-)
M, 19.6.2008 kl. 20:11
Asskoti góð þessi vísa. Blessi þig vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:21
Knús Rósin mín,
Það er kannski einn bangsi handa þér á Hveravöllum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 20:27
Emmið mitt er nú talinn afar góður kokkur og get sagt þér að þetta var sko sælgæti, er fyrst að jafna mig núna, því maður borðar ætíð of mikið, kannast þú við það?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 20:29
Ójá, er allavega ekki með það hugarfar að eingöngu borða til að nærast
M, 19.6.2008 kl. 20:30
Ia þær eru sko góðar eftir hana Ósk, hún skefur ekki utan af því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 20:30
Fjandi varstu snögg að þessuM
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 20:31
Hviss bang hehehe
Nenni ekki að horfa á boltann svo ég hangi í tölvunni.
M, 19.6.2008 kl. 20:37
Frábær vísa eftir Ósk
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:49
Milla, Fyrir svefninn er skrifað klukkan 19.47!!!!! Dagurinn er rétt að byrja hjá mér þegar þú ert að fara að sofa! .....Þú ert samt best - á eftir mömmu og Mæju og Dóru og stelpunum
knús til ykkar
Rannveig Þorvaldsdóttir, 20.6.2008 kl. 01:28
Knús á þig inní daginn bestust
Helga skjol, 20.6.2008 kl. 06:08
Rannveig mín to, and María Dís.
Það er nú kannski ekki svo að ég sé sofnuð kl 8 en svona kl 9.
en mun örugglega vaka er þið komið.
Knús og kram
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 07:32
Sömuleiðis Helga mín
Lady Vallý þú sofnar, elskar og sofnar.it gæti ekki hugsað mér betra fyrirkomulag.
Það er satt hjá þér Silla allt lífið er pólitík og hún þarf ekki að vera versta tík sem maður þekkir, ef maður fer vel með hana.
Knús í daginn Sigrún mín
Emmið mitt það var sama sagan hér, nennti ekki að horfa
þeir voru hvort sem er búnir að taka þetta Þjóðverjarnir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.