Grétar Mar vill trukkarana í sinn flokk.
20.6.2008 | 07:26
Trukkarnir huga að því að stofna nýtt stjórnmálaafl,
og telur Grétar Mar Jónsson, þá falla vel inn í hans flokk.
Trukkarnir eru úr öllum flokkum, þannig að það verður að
sjálfsögðu sundurleitur hópur sem fyllir þennan nýja flokk,
sem ég veit með vissu að verður ekkert úr,
og það veit Grétar líka, svo þetta er ágætis tillaga hjá honum,
hans flokkur yrði þá stærri, en fékk Grétar Mar þessa hugmynd
um að þeir mundu falla vel inn í hans flokk, er trukkarnir létu
í sér heyra á pöllum Alþingis, hér á dögunum, um að nær væri að
huga að þeim heldur en að hygla innflytjendum, Sögðu þeir það ekki?
Ég hvatti trukkarana þar til þeir settu út á aðgerðir til hjálpar
þeim sem mynna mega sín, eins og innflytjendur.
Ég þekki þá marga og veit að þetta eru góðir strákar, flestir,
en verða að læra að vera svolítið diplómadiskur.
Vinur minn Grétar Mar, hefur ætíð verið fljóthugi og vitur mjög,
ég er búin að þekkja þennan dreng síðan hann var polli í Sandgerði,
veit að hann er mannvinur, þó geti hann blásið úr sér,
sem er bara öllum holt, þá skil ég ekki hvað hann er að gera í flokki
með mönnum ,sem einu sinni, einhverjum hefði eigi hugnast við.
Svo eru líka margir í Frjálslindaflokknum sem ættu heima frekar
í Sjálfstæðisflokknum, en hann Grétar Mar er og verður ætíð
Alþýðuflokksmaður.
Grétar minn þú kveðst hafa samúð með trukka strákunum,
en hvað með okkur peðin, hvernig væri að hugsa um okkur líka?
Það þarf að huga að öðru en fiskveiðistjórnun, þó það sé afar þarft.
Góðar kveðjur til þín og þinna.
Milla.
Athugasemdir
Ég verð nú bara að segja það Milla mín að ég studdi trukkarana alveg þangað til þeir fóru af stað með líkkisturnar þá fór nú glansinn af þeim í mínum augum. Styð ekki svona gjörninga þar sem mér finnst þeir óhugnalegir.
Heyrði af því nýlega að þegar mótmælin voru sem hæst út af Kárahnjúkunum þá hafi verið kveikt á jafn mörgum kertum og alþingismennirnir eru og síðan hafi á táknrænan hátt verið slökkt á þessum kertum. Fyrir mér er þetta eins og að óska einhverjum dauða og það fannst mér líka um líkkistu gjörninginn. Flestir fara jú í líkkistu þegar þeir eru látnir þannig að ég get ekki séð annað en þetta hafi táknað um þá ósk að þeir væru allir dauðir. Þó það hafi verið látið heita að það hafi átt að jarða kosningaloforðin þá hefði mátt hafa þau box miklu minni enda fer varla svo mikið fyrir kosningaloforðum hjá pólitíkusunum. Já þeir mega fara að vanda sig drengirnir ef þeir ætla að komast á þing, ég verð að segja það.
Eigðu góðan dag Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:03
Jónína mín þeir komast aldrei á þing og það veit Grétar Mar þess vegna vill hann fá þá í sinn flokk.
Og ég er sammála þér með líkkisturnar og kertin, afar ósmekklegt.
Ég hætti líka að styðja þá er þeir fóru að röfla þarna á pöllunum á alþingi.
Menn verða að vera málefnalegir.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 11:12
Stelpur Grétar er drengur góður það þekkjum við sem allar götur höfum fylgst með honum, enda ekki langt að sækja það.
Hann á ekki að vera með svona hugdettur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.