Konur fá frítt inn og fría drykki á skemmtistöðum.

Danskir karlmenn upplifa fremur en fólk af erlendum
uppruna að þeim sé mismunað í dönsku skemmtanalífi
samkvæmt nýrri könnun Catinét.
Fólk af erlendum uppruna fær hinsvegar fremur slíka
tilfinningu í hversdagslífinu.
Danskir karlmenn eru þreyttir á því að konur fá frítt inn
á skemmtistaðina og fría drykki.
En af hverju er þetta svona? jú, það er vegna þess að.

Konur koma og þær trekkja karlana inn á staðina,
þess vegna fá þær frítt inn, þeir vita alveg hvað þeir
eru að gera þeir sem eiga skemmtistaðina.
Hvað gera þessar stúlkur, eru þær á mála hjá þeim?
Ekki veit ég, en er þetta ekki til að útvega mönnum
kvenfólk, og hvað kallast það?.


mbl.is Körlum mismunað í skemmtanalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað myndi nú heyrast ef einhver staður byði bara karlmönnum frítt inn og fría drykki.

Gulli (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heldur þú það Gulli, ekki í mér, ef ég ætlaði mér út að skemmta mér skipti það mig engu máli hvort einhver fengi frítt inn.
Ef svo mundi gerast í Danmörku, þá væri jafnt á komið, en ég var nú að ía að því af hverju þær fá frítt inn? ef þú mundir kannski lesa bloggið vel og svara svo.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þetta er nú frekar skrítið!

KNÚS á þig Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

annars finnst mér þetta liggja á borðinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Tiger

Jú veistu Milla mín, ég gruna nú að margar konur séu einmitt á mála hjá fyrirtækjum sem gera út á t.d. bari og skemmtistaði - sem og vefsíður svo eitthvað sé nefnt.

Maður sér einmitt vefsíður þar sem konur fá ókeypis aðgang til að laða að karlmennina. Eitthvað hefur verið í umræðunni á undanförnum árum um símalínur sem hafa konur á sínum snærum með skemmtisögur - en karlar þurfa að borga fyrir að heyra þær, á meðan konur geta hringt frítt inn ef þær vilja sögur eða date.

Með staði sem hafa konur til að daðra eða laða að karlmenn - finnst mér að mætti skoða nánar, enda er þetta ekkert annan en hulin vændisstarfsemi eða mannsalsþefur í kringum svoleiðis.

En, eigðu yndislega helgi mín kæra ljúfa Milla og njóttu útiverunnar ef veður leyfir - sumarið er svo stutt.

Tiger, 20.6.2008 kl. 14:13

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

já Tiger mió þetta er alveg rétt hjá þér.
Á allan handa máta er hægt að fela svona starfsemi.
Eigðu yndislega helgi sjálfur með þínum
               Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 15:35

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það fá ekki allar konur frítt inn og fría drykki.. bara þær sem hafa rétta lúkkið.. og nógu stutt pils og djúpa skoru... 

Óskar Þorkelsson, 20.6.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli það sé ekki rétt hjá þér Óskar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.