Fyrir svefninn.
21.6.2008 | 23:21
Já nú verðið þið hissa, er enn þá á fótum.
Stundum enda kvöldin öðruvísi en maður ætlar, sem er bara
gaman. Milla mín kom og bað mig að hafa litla ljósið og Ljósálfinn.
þau voru að fara í útskriftarveislu. Þær voru uppi i Árholti hjá
ömmu og afa þar, svo ég fór að sækja þær, en það er ætíð gaman að
koma til Ódu og Óskars, svo maður fer ekki strax heim þaðan.
Enda lagði ég mig í dag og svaf til klukkan fimm, svo ég er ekkert
syfjuð núna, litla ljósið Hún Aþena Marey er að horfa á DvD,
hún sofnar strax því það er komið langt fram yfir háttatíma hjá henni.
Geðsleg barnapía þessi amma, yfirleitt svæfi ég hana með sögum,
en núna snéri hún svolítið á mig.
Milla mín og Ingimar eru að fara í sumarbútað á morgun,
og er ömmu og afa boðið að koma í heimsókn, þetta er bar hérna
rétt hjá. En sko hún er að leifa okkur að koma ekki að bjóða okkur.
---------------------------------------
Eftir hana Ósk.
Ráðgjöf.
Íslendigar eru frægir fyrir vonlaust fiskeldi og
refarækt, misjafnlega góða hesta og ljóshært
lambakjöt skemmtanafíkið og laust í brókunum.
Eða svo er útlendingum talin trú um.
Nokkuð er framleitt af fiski enn
mér finnst eins og refurinn hverfi senn
stefnið nú að því stæltir menn
í stað þess að flytja út laxa,
þá lifandi bændur lítið á
lífrænar konur rækta má
því pillan er komin að prýða þá
plöntu sem hætt er að vaxa
og lambakjötið með sitt ljósa hár
ljúft og viljugt í þúsund ár
er það sem girnist nú kaninn klár
og hvað með þá Engilsaxa?
Svo yrði það flutt á fæti út
með fallegt laufblað úr klæðisbút
svo ladinn ei framar í lýsisgrút
langaði til að baxa
og burtu með flensur og Faxa.
Nú er litla ljósið sofnuð í gestarúminu,
og Neró liggur við hliðina á henni og mun
ekki víkja fráhenni þar til hún vaknar í fyrramálið.
Engillinn minn er sofnaður yfir mjög svo háværu sjónvarpi,
smá heyrnalaus, þessi elska.
Er að hugsa um að fara að sofa.
Góða nótt kæru vinir.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Ragnheiður , 21.6.2008 kl. 23:24
Góða nótt mín kæra
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:34
Góða nótt Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2008 kl. 23:53
Góða nótt elsku Milla mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:01
Já Milla mín, það er altaf yndislegt að vera með barnabörnin og geta knusað þau útí eitt. Átti að skila kveðju frá Ásdísi.
Eigðu góðan sunnudag
Kristín Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 07:42
Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Takk fyrir kveðjuna Stína mín, yndislegt að þau skildu koma við.
Mun lesa hjá þér Lady Vally.
Knús á ykkur allar í daginn ykkar fagra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.