Fyrir svefninn.
25.6.2008 | 20:43
Ímynduð frásögn sjómanns.
Ég skrapp hér á barinn að kíkja á kúta
til hvíldar og hressingar á milli holla.
Þá renndi að kajanum rosaleg skúta
og rifaði seglin á næsta polla.
Hún vatt að mér stefninu, stillt eins og brúður
og stærðin á bobbingalengjunni, maður!
Og skuturinn gældi við pollann svo prúður
ég pantaði kollu og skenkt'enni glaður.
Hún leit á mig hvöss með kýraugun stóru,
þá hvörfluðu augun að lunningu og dekki
með sjálfstæðan vilja þá fingurnir fóru
að fikra sig nær og stefndi að hlekki.
En þegar að bobbinginn fingurnir földu
fiðringur hríslaðist niður í lestar
og bugspjótið reis á bröttustu öldu,
þá beygði hún í stjórn og losaði festar.
Þar með var freygátan farin og liðin
ég fann þó í loftinu indælan þefinn.
Hver sjómaður veit er hann siglir á miðin
að sýnd veiði er alls ekki gefin.
þetta snilldar verk er að sjálfsögðu eftir hana Ósk.
Góða nótt
Athugasemdir
góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:31
Já, hún er mögnuð þessi Ósk, frábært!
Góða nótt, kæra nafna, bestu kveðjur
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 00:32
Alveg frábærar vísur hjá henni Ósk.Hún er rosalega klár sko....
Knús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 26.6.2008 kl. 06:36
Góðan daginn stelpur mínar, já hún Ósk er snillingur, og það ekkert skrýtið að mér finnist gaman að spjalla við hana, enda er við hittumst, spjöllum við oftar en ekki saman vel og lengi.
Knús í daginn ykkar,
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.