Hvernig lífið breytist.
26.6.2008 | 11:38
Við fæðumst í þennan heim sem nýr meðlimur inn í
fjölskyldu, sem verða misstórar, en ætíð er minnst er á þær,
þá kallast þær stórfjölskyldur þegar talað er um alla meðlimi
hennar.
Við vöxum upp, yfirleitt, sem hamingjusöm og áhyggjulaus börn
í faðmi þeirra, sem elska og bera hag okkar fyrir brjósti.
Til dæmis er ég var að alast upp var ekkert sjónvarp eða gsm,
engar tölvur og lítið um leikföng, en mér leiddist aldrei og hefur
reyndar aldrei leiðst í lífinu, en við krakkarnir vorum að basla í
einu og öðru allan daginn.
Svo voru allskonar boð hjá vinum og vandamönnum, á veturna
var farið á skíði og skauta, og mamma hafði tíma fyrir okkur.
Og það var alltaf svo gaman.
Nú árin líða eins og lög gera ráð fyrir, það er skólinn, síðan
unglingsárin og los kemur á samskipti við hina eldri.
Sérkennilegt, og þó, er maður kemur aftur frá þessum tíma
er stórfjölskyldan eiginlega horfin, eða hefur nóg að gera
í að sinna sínu.
Maður giftir sig og eignast börn og heimili,
og kemst að því að maður hefur nóg að gera. Sjónvarpið kemur
með öllu sínu umróti á líf fólks, hef nú bara aldrei kynnst öðru eins.
Á fimmtudögum var ekkert sjónvarp, og var hann notaður fyrir fundi,
saumaklúbba, spilakvöld og aðrar upp á komur sem til féllu.
Nú á ég sjálf fjölskyldu, en hitti stórfjölskylduna ekki mjög oft,
gamli góði tíminn þegar allir höfðu tíma til að hittast, spjalla og
leika sér við börnin, er liðin, held að hann komi ekki aftur
nema hjá einstökum fjölskyldum.
Ég sakna gamla tímans, þó að ég þurfi ekki að kvarta yfir
mínum afkomendum.
Söknuðurinn snýst ekki um það, heldur er bara svo allt öðruvísi í dag.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Það er því miður allt of mikill hraði á öllum í dag og enginn hefur tíma til að fara í heimsóknir og rólegheit. Þykir bara gott ef maður hefur tíma fyrir sín eigin börn. Ég sakna svo sannarlega gamla tímans og tala oft um að það mætti til dæmis taka upp aftur að hafa ekkert sjónvarp í júlí.
Ég er fædd og uppalin í sveit og þar var maður líka alltaf með fjölskyldunni og hjá mér voru amma og afi þar inni í líka. Því miður er þetta hverfandi í dag.
Dísa Dóra, 26.6.2008 kl. 12:01
Einar minn það er afar gaman að heyra í þér svona ungum manni,
Finnast hlutirnir hafa versnað.
því það hafa þeir svo sannarlega gert, það er ekki eins gaman og áður. Það gerir stressið.
Bestu kveðjur til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 12:12
Rétt hjá þér Búkolla mín þau fá ekki að þroskast eðlilega, fá ekki að leika sér í bíla og búa leik úti í náttúrunni eins og áður var.
Mín börn skokkuðu upp í mógana, sem var bara rétt fyrir ofan húsið okkar og sáum við þau leika sér, stundum fóru þau með nesti ef gott veður var, yndislegt.
Knús kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 12:18
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en það er svo langt síðan að þá var nú borgin okkar öðruvísi, ég er nú alveg sammála þér með sjónvarpið, annars horfi ég eiginlega ekkert á það hvort eð er.
Hraðinn er gríðarlegur, en skömminni skárra er þetta úti á landi.
hér er allt líka miklu vænna ef eitthvað kemur fyrir þá er næsta manneskja tilbúin til að hlaupa undir bagga með það.
Og ég tala nú ekki um þær ömmur og afa sem eru hætt að vinna,
þau eru nú betri en ekki neitt og erum við nokkuð mörg slík hér og sinnum börnunum þar sem þarf.
Knús kveðjur til þín Dísa Dóra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 12:26
Get tekið undir með ykkur, gömlu dagarnir voru svo allt, allt öðruvísi og yndislegir, ég reyndi að ala börnin mín upp í þeim anda og eru þau mér þakklát fyrir það. Kær kveðja til þín frá okkur Bjarna elsku Milla.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:08
Sigga mín þú ert svo ung miðað við mig það var ekkert sjónvarp fyrr heldur en ég fór að búa sjálf, eða nokkru eftir.
Á kvöldin er ég var ung var setið og spjallað þegar pabbi og afi voru búnir að hlusta á kvöldfréttir. Móðurafi minn og litli bróðir mömmu bjuggu hjá okkur, því amma dó er ég var eitthvað á öðru ári, svo mamma tók við hússtjórn heimilisins, afi náði sér svo í aðra konu,
þá var ég orðin að mig minnir 7 ára.
En það er notalegt að rifja þetta upp.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 13:11
Já Milla mín, maður man tímana tvenna,ég er engin tækja manneskja og fainnst gamli tíminn hafi verið skemmtilegri, nú hugsar bara hver um sitt og lífsgæðakapphlaupið sem ekki var til þá, sem betur fer.
Kærleiksknus til þín Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:12
Já besta Ásdís mín, það er yndislegt fyrir okkur sem gátum veitt börnunum þetta uppeldi.
Knús kveðjur til ykkar Bjarna
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 13:13
Já, kæru vinkonur, það var allt einhverveginn öðruvísi og betra þegar maður var yngri.
En það er nú samt svolítið fyndið að segja frá því, að börnin þrjú, dóttir mín og dóttir og sonur Péturs eru á margan hátt svolítið gamaldags krakkar. Þau vissulega sækja í og leika sér með nýtísku dót, en eru líka að leika eins og við gerðum. Það er til dæmis óskipulagt svæði hérna alveg við okkur, svona móar, þau eru oft að leika sér þar, búin að finna sér "leynistað" og allt. Svo fara þau líka út á nálægan leikvöll með fötur og skóflur og dunda sér þar. Síðan er strákurinn nokkuð öflugur í því að fara niður á bryggju að veiða. Mér finnst það yndislegt ef þau finna sig í þessu, í staðinn fyrir að hanga inni með fýlusvip og kvarta við okkur að þau hafi ekkert að gera (sem kemur nú reyndar einstaka sinnum fyrir!)
Yndislegt inn í daginn, Milla mín, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:48
Yndislegt knús inn í daginn, átti þetta að vera, Milla mín
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:50
Takk nafna mín það er alveg sama sagan með barnabörnin mín,
sér í lagi þessar 17 ára þær fylgja ekki eftir þessu nýtískulega leikformi.
Þú ert heppin með þín börn kæra mín, enda held ég að landsbyggðin
bjóði frekar upp á þennan þroska hjá börnum.
Og líka það sem við kennum þeim, svo eru nú bara sum fædd með gamla sál
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 13:57
Mikið rétt, fórnarkostnaður er mikill, en ekki allir sem skilja það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.