Er að fara í frí, leggjum af stað snemma í fyrramálið.
9.7.2008 | 16:01
Já ég er að fara í frí, en ekki langt í þetta skiptið, hrósið ekki
happi of fljótt, losnið ekki við mig svo mjög lengi,
kem aftur að tölvunni á þriðjudagsmorgunn.
Við erum semsagt að fara suður í brúðkaup, bróðurdóttir mín
er að fara að gifta sig með pompi og prakt á laugardaginn.
Við munum koma við hjá Ingó bróðir og hans fjölskyldu, að vanda,
um leið og við komum í bæinn, hann er í Grafarvoginum,
þar fáum við okkur kaffi og spjöllum.
Förum síðan í Skógarbæinn til mömmu.
Síðan rúllum við til Suðurnesja, nánar til tekið í Njarðvíkurnar.
Við munum gista hjá Fúsa, Sollu og englunum mínum sem ég á þar.
Ég hlakka svo til að sjá þau.
Nú við ætlum bara að dúlla okkur á Suðurnesjunum, fara í Sandgerði
og hitta vini og ættingja, þeir eru þarna út um allt.
Í brúðkaupið á laugardeginum, dúllu snúll á sunnudegi,
Heim á mánudegi, snemma því við ætlum að koma við í Vesturhópinu
hjá Nonna bróðir og Svövu, ekki dónalegt að koma þangað,
toppmóttökur alla tíð.
Dóra mín verður með okkur, hún er nefnilega besta frænkan,
sko fyrir utan mig svo henni og Millu minni var boðið í brúðkaup,
en Milla og Ingimar komast ekki.
Vonandi verður þetta bara í lagi með mig, nú annars verð ég bara
sett á hæli.
Kærleikskveðjur til ykkar allra, og passið nú vel upp á ykkur
þar til ég tek við aftur
happi of fljótt, losnið ekki við mig svo mjög lengi,
kem aftur að tölvunni á þriðjudagsmorgunn.
Við erum semsagt að fara suður í brúðkaup, bróðurdóttir mín
er að fara að gifta sig með pompi og prakt á laugardaginn.
Við munum koma við hjá Ingó bróðir og hans fjölskyldu, að vanda,
um leið og við komum í bæinn, hann er í Grafarvoginum,
þar fáum við okkur kaffi og spjöllum.
Förum síðan í Skógarbæinn til mömmu.
Síðan rúllum við til Suðurnesja, nánar til tekið í Njarðvíkurnar.
Við munum gista hjá Fúsa, Sollu og englunum mínum sem ég á þar.
Ég hlakka svo til að sjá þau.
Nú við ætlum bara að dúlla okkur á Suðurnesjunum, fara í Sandgerði
og hitta vini og ættingja, þeir eru þarna út um allt.
Í brúðkaupið á laugardeginum, dúllu snúll á sunnudegi,
Heim á mánudegi, snemma því við ætlum að koma við í Vesturhópinu
hjá Nonna bróðir og Svövu, ekki dónalegt að koma þangað,
toppmóttökur alla tíð.
Dóra mín verður með okkur, hún er nefnilega besta frænkan,
sko fyrir utan mig svo henni og Millu minni var boðið í brúðkaup,
en Milla og Ingimar komast ekki.
Vonandi verður þetta bara í lagi með mig, nú annars verð ég bara
sett á hæli.
Kærleikskveðjur til ykkar allra, og passið nú vel upp á ykkur
þar til ég tek við aftur
Athugasemdir
Góða ferð suður munið eftir sólgleraugunum.
kveðja
, 9.7.2008 kl. 16:10
Góða ferð og skemmtun!
Ég verð líka fyrir sunnan yfir helgina, að keppa í Kópavogi og svo reyndar á Ólafsvík..
KNÚS þar til á þriðjudag þá
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 16:23
Sólgleraugun eru ætíð í bílnum, er með sérstök birtugleraugu þau eru mjög góð aflýja augun.
Knús til þín Áslaug mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 16:25
Knús til þín Rósin mín pö, pö í leikinn ykkar.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 16:27
Hafðu það gott í fríinu þínu Milla mín með sól í hjarta
M, 9.7.2008 kl. 16:28
Takk Emmið mitt sólin verður á sínum stað, engin spurning,
enda er hún alltaf í mínu hjarta þó að það geti dregið fyrir annað slagið, er það ekki hjá öllum?
Knús og takk
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 16:34
Skemmtu þér vel Milla mín sem að ég efa ekki og sólin skín auðvitað skært í þínu hjarta og vonandi á himnum líka , nú ef ekki á himnum , hvað með það ............Bestu kveðjur til þín og þinna
Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 18:16
Erna mín þó sólin verði ekki á himnum, þá verður hún þar sem ég verð, aðallega með litlu englunum mínum í Njarðvíkinni.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 18:41
Njóttu vel Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 19:01
Góða ferð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.7.2008 kl. 19:56
Góða ferð og hafðu það ljúft með þínu fólki milla mín og njóttu Hlakka til að heyra hvað þetta var æðisleg ferð knús til þín og þinna farið varlega og komið heil heim
Brynja skordal, 9.7.2008 kl. 19:57
Góða ferð elsku Milla mín og Gísli, ég verð heima á mánudag ef ykkur langar í kaffi eða þurfið að pissa og rétta úr ykkur á þessu langa ferðalagi Nú svo ef þið eruð svöng þá tíni ég eitthvað til handa ykkur elskurnar mínar. Munið alltaf velkominn
Erna, 9.7.2008 kl. 20:08
Takk Ía mín og kveðjur til ykkar
Lady vallý ég er með símanúmerið þitt í símabókinni minni,
hringi ef ég hef tíma ég verð nú þarna rétt hjá þér á
Bakkaveginum.
Takk Jóhanna mín, kveðjur til þín.
Takk Brynja mín mun örugglega segja ykkur ferðasöguna,
kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.