Fyrir svefninn.

Eftir hana Ósk Þorkelsdóttur okkar frábæra hagyrðing
Norðurþings
.

                Laxveiðidraumur.

                Eitt sinn stóð ég ána við
                og ætlaði að veiða.
                Ég halda vil þeim höfga sið
                og helst þá stóru deyða.
                Stund ég stóð þar einn
                stöngina ég mundaði og leit til guðs.
                Óljúfi herra leiddu til mín
                lax, ég á þann greiða.

                Eftir stund ég stakk við fótum
                stór var á að bíta.
                Upp þá leit ég augum skjótum
                á var sjón að líta.
                Risavaxinn lax
                renna sér um ána svona silfurfagur.
                Þetta get ég þakkað guði
                þennan skal ég nýta.

                Barðist ég nú bökkum í
                bráðina vildi hreppa.
                Mikill var sá móður því
                að miklu var að keppa.
                Togaði ég í
                tekið var á móti fast og örugglega.
                Skyndilega skeði eitthvað
                skepnan var að sleppa.

                Í örvæntingu óð ég bara
                ána eins og sauður.
                Ekki skal hann frá mér fara
                fyrr en ligg ég dauður.
                Stökk ég flatur fram
                fálmaði með höndunum og náði þarna
                taki miklu traustu og góðu
                titrandi og rauður.

                Upp ég hrökk er öskur skar
                mín eyru, þú mátt trúa.
                Ég konu mína kreisti þar
                hvítur vel um hnúa.
                Leit hún ill mig á,
                ertu nú að veiða einhvern stóran lax.
                Ég heppin var þú hann varst ekki
                úr hálsliðnum að snúa.


Fannst upplagt að færa ykkur þessar vísur,
það er nú einu sinni laxveiðitíminn núna.
heyrumst aftur á þriðjudaginn.

                                  Góða nótt kæru vinir.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín  og mundu það sem ég kommentaði í síðustu færslu

Erna, 9.7.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra mín
Ferðist varlega í fyrramálið

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skildi hún hafa verið að hugsa til Egils JÓNASAR, eða Lúlla?? bið að heilsa henni enn og aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Erna mín munum örugglega koma aðeins við seinnipart mánudags það er að segja ef þetta lið sem ég er með sko drullar sér af stað í tímayou Milla.
Lady Vallý ég ólst upp við laxveiði, algjört æði.

Það er sko ótrúlegt hvað hún Óda hefur verið að hugsa,
hún er bara æði.

Rósin mín við ferðumst öruggt, eftir bestu kunnáttu.
Knús í þína helgi. Milla

Huld mín gangi þér vel og passaðu að hvíla þig nóg,
Knús kveðjur.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.7.2008 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.