Jens Gud. beðin um að fjaflægja færslu.

Af hverju var hann látinn fjarlægja færslu um kynferðisafbrotamann?
Er það eitthvert leyndarmál, er maður framkvæmir slíkan glæp?
Ef ég væri þolandinn mundi ég vilja láta birta mynd af manninum.
Að mínu mati er þetta það stór glæpur að við eigum heimtingu að
fá vitneskju um hver maðurinn er, ég tala nú ekki um, þar sem allt
Ísland veit það á bak við tjöldin nú þegar.
Fyrir mörgum vikum barst mér mail, með mynd og öllum
upplýsingum um þennan mann, sá sem sendi mér þetta mail
vildi senda mér þetta vegna þess sem ég tiltók hér á undan.
Ég setti þetta mail í geymslu til betri tíma, en líklegast eyði ég
því bara núna.
En ég segi nú bara ekki annað en það er ekki sama hvort það er
Jón eða sr. Jón sem á í hlut.
Eiga ekki allir aðstandendur jafn erfitt í svona málum?
                                  Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

 

 

Svarið við spurningu þinni er mjög einfalt. Það ber að líta á alla grunaða sem saklausa þar til sekt er sönnuð og dómur fallinn.

Vökumaður (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 06:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vökumaður þess vegna geymdi ég mailið sem ég fékk, en ég skil ekki af hverju við þennan mann frekar en aðra framkvæma slíka glæpi,
það hafa verið birtar myndir og sögð nöfn manna sem rannsókn hefur rétt verið byrjuð hjá.
Ég er bara að reyna að fá svör við því.
Er að leggja af stað suður núna, en þætti vænt um að fá svör, mun kíkja á þau fyrir sunnan.
Takk fyrir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.7.2008 kl. 06:44

3 identicon

 

Að sjálfsögðu gildir sama regla um alla og þessari reglu eiga allir ábyrgir fjölmiðlar að fylgja. Sama hver í hlut á. En í fámennu þjóðfélagi eins og okkar er það óhjákvæmilegt að fljótlega spyrjist út hver hinn grunaði er, en það þýðir ekki að nafnbirting sé í lagi.Það er ennþá mikilvægara með nafnleynd þar sem allir þekkja alla.

En mér er ljóst að bloggheimurinn gerir nafnleynd miklu erfiðari. Áður voru það ábyrgir ritstjórnarmenn sem afstýrðu nafnbirtingum og var það vel.

En þú gerðir rétt að mínu mati að birta ekki.

Vökumaður (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 07:23

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er nú bara sammála þér Milla mín í þessu máli

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:08

5 Smámynd: Tiger

Eftir því sem mér skilst gruna ég að ástæðan hafi verið til að vernda ætluð fórnarlömbin - sem að því er virðist - eru að hluta til börnin hans. Með því að nafngreina hann og sýna mynd af honum bitnar það beint á börnum hans sem voru líka fórnarlömb hans.

En annars er ég á því að það eigi ekkert að hlífa þeim sem brjóta af sér gegn börnum, birta myndir öðrum börnum til varnar og allur pakkinn..

Eigðu ljúfan dag mín elskulega Milla.

Tiger, 10.7.2008 kl. 17:14

6 identicon

Það er þetta gráa svæði, allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og hafa fengið dóm. Maðurinn situr inni í gæsluvarðhaldi og því finnst mér ástæðulaust að nafngreina hann og birta mynd af honum. Mér verður bara hugsað til mannsins á vestfjörðum sem fyrirfór sér eftir atlögu DV að honum á sínum tíma og í kjölfarið sigldi DV í þrot. Þarfi ekki að fara varlega að þessu? Kastar maður ekki steini úr glerhúsi með að nafngreina hann?

En vissulega á hann að fá refsingu ef hann er sekur, en þarna er víst verið að hlífa börnum hans sér í lagi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Heidi Strand

Aðgát skal höfð. Þetta snýst ekki bara um þessi maður, hann á börn og fjölskyldu.(Ég þekki hann ekki neitt.)
Ég er á móti því að bloggið taki við af gulu pressunni. Bloggið er ekki ritstýrt og verðum við ekki að misnota aðstöðu okkar þegar er fjallað um viðkvæm mál og um nafngreint fólk.
Það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Heidi Strand, 10.7.2008 kl. 20:17

8 Smámynd: Anna Guðný

Milla mín, hvað er e-mailið þitt?

Anna Guðný , 10.7.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er undarlegt að enginn stöðvaði bæði blöðin og bloggið þegar sr. Gunnar Björnsson var ásakaður og myndir af honum birtar.  Enginn dómur hafði fallið í hans máli. Ég held að vísu að mál háskólakennarans sé mun alvarlegra þó ég sé ekki að gera lítið úr því sem hann er ásakaður um - en sr. Gunnar er faðir, tengdafaðir og afi og umræðan um hann var og er afar erfið hans fólki.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2008 kl. 07:35

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sammá .Adgát skal höfd í nærveru sálar.Tví midur eru svona mála alltaf ad skjóta upp kollinum og hvar á ad draga mörkin um upplýsingar til almennings.Spyrjum ad leikslokum og tá getum vid látid til  skarar skrída.

Knús á tig kæra Milla,inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 11.7.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Heidi Strand

Sammála Jóhönnu.

Það vantar siðareglur fyrir bloggara!

Heidi Strand, 11.7.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Við verðum öll að gæta orða okkar og mér finnst ekki réttlátt að birta nöfn og myndir af sumum en ekki öðrum, það þurfa að vera ákveðnar reglur.  Góða ferð suður 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:40

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sammála þér Milla mín

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:51

14 Smámynd: Anna Guðný

Kom við á Húsavík í dag en vissi að þú værir ekki heima.

Kíki á þig seinna í sumar.

Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 01:44

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni ef ég fremdi svona glæp þætti mér það í lagi,
það er mín skoðun, skömmin fer með þeim sem framkvæma hana ekki með aðstandendum.
                                       Kveðja til þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:30

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vökumaður það er rétt sama regla á að gilda yfir alla.
Hér er ég bara að segja mína skoðun,og ég veit ekki hvað margir vita af, eða skilja þær hörmungar sem konur og drengir eiga við að stríða
eftir svona ofbeldi.
Svo eru það eigi alltaf bloggarar sem birta fyrstu fréttir.
Skeytið sem ég fékk kom utanlands frá og veit ég að ég er ekki ein um að hafa fengið svona skeyti, svo bloggheimur er búin að þegja nokkuð lengi yfir þessu.
                 Takk fyrir þín góðu svör og virðingu á minni síðu.
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:40

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín malið mitt er millagisli@gmail.com
Leitt að ég skildi ekki vera heima , en þú droppar við seinna.
                    Knús til þín
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:44

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger þess vegna birti ég ekki þetta mail sem ég fékk, fannst það ekki vera í mínum verkahring, vildi að blöðin birtu þetta, og á meðan maðurinn er í varðhaldi er þetta í lagi, en alvarlegt hlýtur málið að vera finnst hann er látinn vera í varðhaldi.
                           Knús kveðjur.
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:50

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga mín þú tiltekur dv málið það var afar sorglegt fyrir marga,
ég þekkti þann mann og veit að hann hefði aldrei getað lifað með það
að fá á sig dóm og allt sem því fylgdi.
Hann valdi þessa leið, út úr málinu.
                       Kveðja til þín Magga mín.
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:56

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín við verðum aldrei nein gul pressa, allavega ekki þeir sem ég þekki til, en við getum áorkað miklu bæði í hjálparmálum og svo mörgu öðru.
                               Knús til þín.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 08:59

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga, Hallgerður, Guðrún, Ásdís, Jóhanna og Linda.
Það eru til siðareglur til handa bloggurum og ber okkur að virða allt sem við bloggum um, stundum fer það úr böndunum og þá fær fólk áminningu eða síðunni er lokað.
Við höfum samt nokkuð víðar hendur í því sem við ritum um.

Við erum allar sammála um þetta með nærveru sálar, en drottinn minn það þarf að gilda um alla og allt.

Mannréttindi eru mín áhugamál og mun ég ávallt vinna að þeim.

Við megum heldur aldrei fá nóg af þeim því þá erum við búin að missa niður mörg ár í því að fá réttlætinu framgengt.
Það er bara mannfólkið sem getur upprætt svo langt sem það nær
öllu ofbeldi, mokum því upp á borðið, höfum það sýnilegt þá síður iðka menn þessa iðju.

Eitt er afar merkilegt í fari fólks, um leið og er búið að dæma í svona málum, gleymum við þeim fljótlega.

               Knús til ykkar allra
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband