Komin heim, heim, heim.
15.7.2008 | 08:25
Komum heim í gærkveldi, lögðum af stað suður suður til Reykjavíkur á
fimmtudagsmorguninn, vorum komin í Grafarvoginn til Ingólfs bróðir
og Ingu um kaffileitið, Ásta frænka var komin frá Danmörku með litla
manninn og Dagbjörtu sína elstu það var æði að hitta þau, eins og alla
í Krosshömrunum.
Fórum síðan að hitta mömmu sem er á Skógarbæ, Æ hún er orðin ósköp
léleg, lá bara þarna á koddanum sínum, svo falleg með sitt silfurgráa
hár, hún hefur reyndar aldrei verið með hrukkur, en núna var hún svo
slétt og yndisleg.
Keyrðum síðan Dóru og snúllurnar mínar í kringluna, þær ætluðu að
versla smá sko þið vitið smá.
Komum í Njarðvíkurnar til Fúsa míns, Sollu og þar á ég einn ljósálf og
tvo prinsa þau eru bara yndisleg, mikið knúsað og kjassað.
Fengum Meksikanst að borða, seint að sofa, en alsæl.
Daginn eftir fórum við í Sandgerði að heimsækja vini okkar þar,
Hittum líka tvær dætur þeirra og litla englaskjóðu, barnabarn.
Þetta eru vinir mínir til tuga ára og ætíð vert að hitta þau.
Seinna um daginn fórum við að hitta Einar Bjarna, hann er barnabarn
Gísla, Söndru konu hans og litla 3 mán. dúllu sem þau gerðu Gísla af
langafa með, hann var reyndar langafi fyrir, en ég meina það sko,
að búa með tvöföldum langafaHafið þið prófað?
Á laugardeginum fórum við í skemmtilegt brúðkaup,
Þau voru að gifta sig Stefanía frænka mín og Kassam,
Þetta brúðkaup hafði djúp áhrif á mig, þarna sameinuðust tveir
menningar og trúarheimar, fólkið hans kom frá Marokkó,
allir voru eins og einn maður, dönsuðu saman og voru glaðir,
Stebba frænka og hennar tvær dætur, eru bara eins og ég ætti þær
Svo eru tengslin mikil á milli okkar, mín og minna og Ingólfs bróðir
og hans fólks.
Megi alheimskrafturinn fylgja þeim öllum lífið út.
Á sunnudeginum voru allir frekar latir, en fórum samt að heimsækja
barnabarn Gísla og nafna sem býr í Njarðvíkunum, og hans fjölskyldu,
Gísli Janus er 12 ára, hann á tvo frábæra bræður, og þeir bræður og
barnabörnin mín ganga í sama skóla.
Eins og ég sagði áður þá komum við heim í gær, ég er að drepast í
skrokknum og þreytt, en alsæl hvað þetta gekk vel hjá mér.
Held samt að Neró minn hafi verið fegnastur, hann sefur enn.
Knús á ykkur öll.
Milla.guys.
Athugasemdir
Velkomin til baka - alltaf gott að koma aftur heim
Dísa Dóra, 15.7.2008 kl. 09:20
Velkomin heim Milla mín og knús á þig, gott að þú hafðir það svona fínt.......... Þó að maður sé alltaf þreyttur á eftir þá er það sko mikilvert að gera hlutina......Mér finst á hverjum degi ég vera þreytt :( við að gera ekki neitt
Erna Friðriksdóttir, 15.7.2008 kl. 09:30
Velkomin heim Milla mín. Áttu leið til Akureyrar í vikunni? Við Helga vorum að ræða blogghitting og væri fínt að slá því saman ef þú átt í bæinn. Hafðu það gott í dag.
Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 10:08
Velkomin heim mín kæra Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.7.2008 kl. 11:16
Takk kæru vinur, það er ljúft að sjá ykkur aftur, ég er nú bara eins og slytti í dag, en vinn þetta upp smá saman.
Anna Guðný hvenær ætlið þið að hittast? mundi vilja koma.
þú getur meilað mér ef þú vilt það frekar, var að senda þér mail.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 12:34
Velkomin heim Eftir svona góða ferð með þínu fólki milla mín hafðu ljúfan dag Elskuleg
Brynja skordal, 15.7.2008 kl. 13:52
Velkomin heim Milla mín ég vild að þú hafir kíkt á mig ég bí rétt hjá krosshömrunum.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2008 kl. 13:55
Hafðu það sem best !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:20
Heima er best ekki satt?
Ía Jóhannsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:20
Gott að vera komin heim og svo gaman að sjá ykkur allar
Hallgerður mín já það hlýtur að vera skrítið að koma heim eftir 23 daga, mér var hugsað til þín er ég ók fram hjá bryggjuhverfinu.
Vildi að ég hefði haft tíma til að líta við hjá þér Lady Vallý, en geri það bara næst og tek þá Bóa með mér, hitti hann að sjálfsögðu.
Brynja mín er búin að hafa það ljúft í dag, Milla mín og Ingimar voru rétt að fara með sínar, mikil gleði er við hittum þær aftur.
Katla ef ég hefði vitað hvar þú ættir heima þá hefði ég örugglega komið við hjá þér
Sömuleiðis Fjóla mín
Ía veistu það að ég var í sæluvímu er ég lagðist upp í mitt rúm í gærkvöldi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2008 kl. 17:34
Velkomin heim Milla mín, gott að allt gekk vel í ferðinni og þú hress þrátt fyrir að vera búin að ferðast allt þetta og fara í allar þessar heimsóknir. Knús og kveðja til þín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:33
Er afar glöð með þessa ferð Jónína mín
Kveðja Milla.
Ja hérna segist hann vera kyntröll Lady Vallý,
Jú hann er nú alltaf í mínum augum lítill bangsalingur.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.