Fyrir svefninn.

Í dag vorum við gamla settið að versla í Kaskó, sé ég hvar
minn maður tekur upp hnoðra sem kom hlaupandi í fangið
á honum, er hún sá mig teygði hún sig í ömmu og sagði
amma mín, er nokkuð til yndislegra? Við hittum hana nefnilega
ekki í gær er við komum heim.
Hún hjálpaði svo ömmu og afa að versla, sem var að sjálfsögðu
mjög svo þarft, Hún var með mömmu, pabba og stóru og fórum
við síðan öll heim til okkar á eftir í kaffi.
Litla ljósið mitt þarf ætíð að setja í könnuna, og gerir það með sóma,
settumst síðan inn í stofu og fengum okkur kaffi og brauð.
Systur fóru í skólaleik og við spjölluðum.

Bára Dísin mín hringdi í morgunn, hún er hjá pabba sínum í
Hafnarfirði, svo við höfum ekki séð hana í hálfan mánuð.
Við spjölluðum saman í langan tíma hún þurfti að segja ömmu
allt sem á daga hennar hafði borið, hún kemur heim eftir viku.

       Smá eftir hana Ósk.

                   Sléttubönd.

       Nýtur lífsins aldrei einn
       ávallt hlaðin störfum
       hlýtur gleði sjaldan seinn
       sinnir allra þörfum.

                Grönnum bjóða þýðlegt þel
                þjóðar gjafir sínar.
                Mönnum heilsa vinir vel
                vonir glæðast mínar.

       Skíru gulli líkist lítt
       leiðar vísur metur.
       Hýru brosi eðlis ýtt
       undir sitthvað getur.

               Geymir artin dýra dáð
               dyggðum skartar lundin.
               Dreymir hjartað ríka ráð
               rætist bjarta stundin.

      Gleymið þjóðar arfi öll
      aldrei vísur gjörið.
      Geymið snilli hvergi köll
      kvæða lífga fjörið.

                                   Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt - sofðu rótt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin heim Milla mín

Huld S. Ringsted, 15.7.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 15.7.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:17

5 identicon

Velkomin Milla mín, alltaf gaman að lesa pistlana þína. Nattí natt

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín

Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín við höfðum svo lítinn tíma í þetta skiptið, vorum eiginlega búin að ákveða að vera sem mest með ljúflingunum mínum í Njarðvíkinni.
Kem næst.
knús kveðjur
Milla.

Takk allar skjóður mínar fyrir innlitin, það er svo gott að sjá ykkur aftur.   Knús kveðjur
             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband