Að dæma fólk, ja fyrir hvað?
16.7.2008 | 06:52
Skondið til umhugsunar, fólk er að tala saman, allt í lagi,
en ekki er sama í hvaða tón er talað.
Sumir eru ætíð með svoddan dómaratón, eins og það
sé að upphefja sjálfan sig á kostnað annars fólks.
Frekar smáborgaralegt, eins og sagt er.
En er það ekki bara kallað lágt sjálfsmat, held það.
Sumir eru ætíð með sínar skoðanir í hávegum og getur engin
annar haft skoðun og að það sé borin virðing fyrir henni.
Algengt er að línufólkið dæmi aðra hástöfum fyrir sínar skoðanir
og vilja ekki umgangast það fólk,
vegna þess að það hefur sínar skoðanir.
Hvað kallast það? Er það kannski frekja á háu stigi, heimska,
mannfyrirlitning, eða jafnvel geðveila á vissu stigi.
Hvað segi þið um yfirmenn, sem níðast á fólki með sínum skrítnu
skoðunum, sem það hefur á því, hvernig hlutirnir eiga að gerast,
þrátt fyrir að það séu til vissar reglur fyrir því og allir vita það
nema yfirmaðurinn sem vill breyta með sinni drottnunargirni bara
til að kúga fólk og dæma.
Að mínu mati á að reka svona yfirmenn, og aðra þá sem nota þessa
vanvirðingu við fólk.
Hugsið þið ykkur unga fólkið okkar, sem er að byrja á vinnumarkaðnum
margir þurfa að þola svona framkomu, og það er ekki gott.
Annars svaf ég eins og engill í alla nótt, er búin að borða morgunmat,
heyri að engillinn er að taka út úr uppþvottavélinni,
þá er hann búinn að fara í sturtu og gera sig fínan og sætan, fyrir, "mig"
nei bara fyrir daginn, síðan býr hann um rúmið og opnar alla glugga,
gengur hann síðan frá þvottinum sem hann þvoði í gær,
mín föt fara sko ekki í þurrkara, öll hengd upp á herðatré.
kröfuhörð kerla hér á bæ.
Og nú er ég að fara í sturtu og gera mig fína og sæta,
er að fara í sjúkraþjálfun.
Knús kveðjur til ykkar allra.
Milla.
Athugasemdir
Gaman að sjá svona morgunglatt fólk
Ágætis áminning um það að það er ekki það sama að tala við fólk eða tala til fólks!
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 07:15
Hress að vanda svona í morgunsárið Milla mín. Eigðu góðan dag
Ía Jóhannsdóttir, 16.7.2008 kl. 07:40
Nei það er sko ekki sama og ekki sama hvernig Edda mín,
Virðingu skal ætíð viðhafa í samskiptum við fólk.
Takk fyrir innlitið og eigðu góðan dag.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 08:42
Ía mín sömuleiðis, var að koma heim úr þjálfun,
knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 08:43
Sniðugt þetta með engilinn þinn ..
Rétt hjá þér. Ég held að fólk sem talar niður til annars fólks,, ,,veit allt best" og reynir að upphefja sig á kostnað annarra auk þess að vera sífellt í dómarasætinu vantar alveg örugglega sjálfstraust.
Góður pistill hjá þér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.7.2008 kl. 09:22
Einhver er ástæðan það vitum við.
Já á ég ekki bara gott að eiga svona engil, fólkið mitt segir að hann geri allt, nú ef það reynist rétt þá yrði ég bara fegin,
en aldrei er það nú svo, sem betur fer.
Takk fyrir mig Jóhanna mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 09:25
Þessi blessuðu mannlegu samskipti virðast oft flækjast fyrir fólki og það er bara eins og sumir kunni bara alls ekki að tala við annað fólk eða vera með öðru fólki. Það er mikill mannkostur að hafa umburðalyndi gagnvart öðrum og taka öllum eins og þeir eru.
Eigðu góðan dag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:12
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:52
Sæl Milla mín!
Samgleðst þér að vera komin heim aftur. Það er alltaf voða gaman að vera á ferðinni og hitta fólkið sitt og svona, en svo er líka yndislegt að komast heim til sín, í sitt rúm!
Það er náttúrulega bara vont að svona fólk skuli vera til staðar, en það þekkja þetta örugglega allir, hafa kynnst svona manneskjum einhversstaðar. Er málið ekki bara að reyna að koma fram við svona fólk og alla aðra, með kærleikann að vopni? En samt náttúrulega, að sýna þessu fólki að það veður ekkert yfir mann á skítugum skónum.
Eigðu yndislegan dag, kæra vinkona
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:08
Jónína mín þau eru það þessi mannlegu samskipti, og ég held að allir læri þau ekki til hlítar, en maður verður bara að vera glaður sjálfur,
Það er bara afar erfitt að herða börn sem aldrei hafa mætt vanvirðingu, og vita eiginlega ekki hvað upp á sig stendur
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 11:18
Kveðjur til þín Linda mín.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 11:19
Nafna mín við fullorðna fólkið getum yfirleitt höndlað vanvirðingu, dóma og annað það sem kemur upp, þó stundum sé það erfitt, en blásaklaus börnin sem eru að byrja á vinnumarkaðnum, hvers eiga þau að gjalda, það fer ekkert eins illa með mig eins og vanvirðing við þau.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 11:22
Rétt hjá þér knús
Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2008 kl. 11:43
Já, Milla mín, það er náttúrulega skelfilegt, þegar ungt óharðnað fólk er meðhöndlað illa af svona yfirgangsseggjum. En þá er gott ef einhver fullorðinn einstaklingur á vinnustaðnum, hefur það sjálfstraust að geta risið upp gagnvart þeim sem kemur illa fram og koma unglingnum til varnar. Ég kæri mig ekki um að láta koma svona fram við mig og ég myndi heldur ekki sitja hjá og horfa upp á yfirmann eða einhvern annan valta svona yfir saklausa manneskju.
Knús á þig, mín kæra
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:45
M, 16.7.2008 kl. 11:51
Nafna mín því miður er ég ekki að vinna á ónefndum vinnustað, ég mundi ekki láta koma svona fram við þau, en þetta er bara svo víða.
Núna er víst búið að taka í taumana, sjáum hvað setur.
Ef þetta ekki lagast þá hætta nokkuð mörg börn.
Knús á þig
Milla.
Knús kveðjur til ykkar Sigga, Katla og Emmið mitt.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 12:29
Flottur pistill Milla mín og ég tek undir þessar vangaveltur
Sigrún Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 14:25
Takk Sigrún mín, enda veitir ekki af.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.