Það gerðist fyrir mörgum árum.

Fyrir margt löngu síðan, að vetri til.
Veðrið var hreint út sagt frekar leiðinlegt, stórhríð og rok.
Yngri börnin mín, voru aldeilis ekki á því að vera heima
vildu fara í leikskólann, nú hann var nú bara rétt handan götunnar
svo ég klæddi þau og mig upp til að fara með þau.
Fór síðan heim til að dunda mér í verkum dagsins, sem ég var nú
að mestu búin með, þau fóru nefnilega bara eftir hádegi í skólann.
Um klukkan fjögur stoppar bíll með miklum ljósum fyrir utan hjá mér,
ég til dyra og inn kemur Óli lækur sem kallaður var,   
björgunarsveitamaður, smiður og allt í öllu maður hjá okkur í
Sandgerði.
Hann segir: ,,Milla mín bara að segja þér að það er allt í lagi, en við erum að
koma með hana Millu litlu hún meiddi sig," þá hafði hún klemmt sig á hurð
og það þurfti að fara með hana inn á sjúkrahús í keflavík.
Jórunn leikskólastýra hringdi bara í Óla sinn, hann er maðurinn hennar,
Hann kom á björgunarsveitarbílnum og þau brunuðu í allri ófærðinni
til keflavíkur.
Það sem ég vill segja með þessari sönnu sögu er hvað kærleikurinn og
hugulsemin var og er rík í þessu fólki, í marga daga á eftir voru að koma
kveðjur frá leikskólanum, og á Milla mín enn þá kort sem Jórunn teiknaði
og kom með til hennar frá öllum á leikskólanum.
Allir voru eitthvað sérstakt er þetta gerðist.
Það er svo gott að rifja upp svona minningar, það gleður hjarta manns.
Kveðjur inn í yndislegan dag.
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Þessi viðbrögð þeirra sýna mikla umhyggju.  Greinilega gott fólk

Dísa Dóra, 17.7.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allar minningar skipta máli, sumar til að gleðjast yfir og sumar til að vinna úr, Hallgerður mínknús Milla.

Já Dísa Dóra mín, Jórunn og Óli eru gott fólk, þekki þau enn þá dag í dag, dóttir þeirra er góð vinkona Dóru minnar.
Knús kveðjurMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg frásögn Milla mín, og mikið rétt, þegar eitthvað kemur upp á, þá erum við oftast eins og ein stór fjölskylda.   Knús á þig inn í daginn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, úti á landi er fólki ekki sama hvort barn grætur úti á götu, það talar við börnin, sagan mín gerðist fyrir um 30 árum,
þá þekktu allir alla og náungakærleikurinn var mikill alveg eins og fyrir vestan, við þekkjum þetta vel.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 13:26

5 identicon

Góð saga hjá þér Milla mín yndislegt að heyraf af því þegar fólki stendur ekki á sama um náungann.

Eigðu góðan dag

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín finnst þér ekki of lítið talað um það sem vel fer.
Mér finnst þetta hafa breist, fólk er ekki eins meðvitað um
hvað þarf til.
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 14:15

7 identicon

Það er svo merkilegt með okkur mannfólkið að það er eins og neikvæðu atburðirnir festist oft betur í minninu hjá okkur heldur en þeir jákvæðu.  En það er líka alið á þessu í öllum fjölmiðlum nema hjá þeim sem er haldið út á landsbyggðinni. Ég fer inn á netið á þeim blöðum til þess að ná mér í jákvæðar fréttir sem eru að gerast á hinum og þessum stöðum s.s. skessuhornid.is er blað Vestlendinga og bb.is á Vestfjörðum síðan er vopnafjordur.is og einhver er á Suðurlandi man ekki í augnablikinu hvað það heitir. En þarna finnur maður yfirleitt bara jákvæðar fréttir. Húrra, húrra..... 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já alveg rétt hjá þér Jónína mín, ég er með þessi blöð vistuð hjá mér og smelli á þau, ég bjó á Ísafirði í 9ár svo ég les bb spjaldanna á milli það er svo gaman að skoða myndirnar að því að maður þekkir fólkið,
Hólmavíkurfréttir og skutull bæti þeim við upptalninguna þína, ég fer líka inn á 245.is það eru Sandgerðisfréttir afar skemmtilega sett upp með heimafólki í fyrirrúmi og svo víkurfréttir sem er Suðurnesjablað,
einnig skarp og 640.is sem eru Húsavíkurfréttir, svo þú sérð, það er af nógu að taka hjá okkur.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 11:00

9 identicon

Þú bætir aldeilis í safnið hjá mér Milla mín með öllum þessum linkum. Gott að vita af fleiri svona staðarfrétta linkum.

Kveðja til þín með ósk um góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband