Það sem maður ekki kann.

Kæru vinir þið verðið að afsaka ljóskuna, sko lærði í gær
að færa og vista myndir, en núna veit ég ekki hvernig ég
læt margar myndir í röð og texta á milli, verð að hringja í
tvíburana mína fram í Lauga er vinnudegi þeirra líkur
og fá leiðbeiningar,
fyrst fæ ég ræðuna og svo leiðbeiningarnar,
en maður verður að taka ræðunni
er maður kann ekki meira en ég.

Þessar myndir voru sem sagt teknar í Njarðvíkunum er við
fórum suður um daginn, þær eru fleiri
og verða settar inn seinna þegar þær hafa tíma.
sko þær eiga nefnilega myndavélina tvíburarnir mínir.

Sem sagt þetta eru tvíburarnir gullmolarnir mínir
og mín fallegu barnabörn frá Fúsa mínum og Sollu minni.
                        Kveðjur Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Ekki kann ég þetta milla mín en mikið eru þetta yndislegar myndir af ömmubörnum þarna fyrir neðan hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 17.7.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla mín, þetta lærist fljótt.  Takk fyrir kveðjuna   vona að rætist úr veðrinu fyrir mærudagana.  Bið að heilsa öllum.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verst að þú skulir ekki geta komið á mærudaga, en það hlýtur að verða gott veður, annars spáði ég þessu snemmsumars og það hefur ræst. Gangi þér vel elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Brynja mín börnin eru alltaf yndisleg.
KveðjurMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Anna Guðný

Já einmitt, Mærudagar. Er búin að ákveða að fara á tónleikana í Ásbyrgi á miðvikudag og svo sýnist mér ég verða að vera á Húsavík meira og minna á föstudag og laugardag. Sjáumst

Anna Guðný , 17.7.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú verður að láta sjá þig Anna Guðný mín, veistu hvar ég á heima?
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Tiger

Mér sýnist myndirnar hafa bara komið vel út hjá þér Milla mín. Glæsileg börn og barnabörn - þú ert bara moldrík skottið mitt!

Mér finnst best að setja inn 1 - 3 myndir saman - í millistærð eða lítilli - tilgreina ekki "staðsetningu" en hafa textann fyrir ofan eða neðan myndirnar. Hins vegar ef ég er að setja bara eina mynd með texta þá staðset ég hana til hægri eða vinstri og svo textann bara hingað og þangað ..

Vonandi gengur allt vel bara. Knús og kveðjur í daginn þinn Milla mín!

Tiger, 17.7.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir tilsögnina Tiger míó, já millistærð, þetta þarf ég að læra.
Og geri það að sjálfsögðu er nú ekki vön að gefast upp á hlutunum.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 19:09

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég verð að segja það líka,  að mér finnst þú aldeilis "flink" að setja inn myndirnar, þær eru þó komnar inn, það er meira enn sumir hafa getað,  - nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn er Lilja. -

 En myndirnar eru líka hver annarri skemmtilegri. - Hvað eru tvíburarnir gamlir. - Eru þær ekki dætur þínar ? - Kveðja Lilja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:21

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tvíburarnir eru 17 ára og Dóra mín elsta á þær, og eru þessir gullmolar líka mínir, þær eru elstu barnabörnin mín, ég var viðstödd fæðingu þeirra og hef verið samtíða þeim síðan.
Þær ganga í framhaldsskólann að Laugum í Reykjadal, mamma þeirra er að vinna þar í eldhúsinu og fékk íbúð með því starfi.
Hún á hús hér á Húsavík en leigir það út.
Enn þær koma í öllum fríum heim til ömmu og afa hér er þeirra annað heimili.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 20:43

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið eru þær yndislega fallegar, þær eru þá eineggja er það ekki, þær eru svo líkar. - Það er gott að vera á Laugum hef ég heyrt. -

Ég á líka tvíburaömmustelpur sem urðu 1 árs 19. júní s.l. ég var líka viðstödd fæðingu þeirra. -

Það er alveg ótrúleg reynsla að vera viðstödd tvíburafæðingu. - Finnst þér það ekki?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 22:21

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Lilja mín að upplifa það að taka á móti fyrstu barnabörnunum sínum, og það tvíburum er ólýsanlegt, eineggja eru þær og svo líkar að stundum stendur maður alveg á gati.
Þær hafa samt ætíð verið ákveðnar og sjálfstæðir persónuleikar
hvorug lúpar fyrir hinni, klæða sig alltaf eins, nema eiga það til að vera í öðruvísi sokkum, en þær voru mjög ungar er þær byrjuðu að henda út í horn fötum sem var verið að gefa þeim, ef þau voru ekki eins, hafa sama smekk á músík, kvæðum, bókum, eru mikið úti í náttúrunni og hafa sama söfnunarsmekkinn, núna eru þær að safna
dúkkunum hér til hliðar kaupa þær á netinu, þetta eru svona söfnunardæmi bara framleitt vist af hverri og eftir því sem þær eru eldri kosta þær meira. Sumum finnst þetta afar klikkað, en mér finnst þetta frábært.
Þú sérð þær betur í nýtt albúm.
Ég fór inn á þín albúm í morgunn og þínar eru yndislegar, bara eins og þau öll.
Knús í daginn þinn lilja mín.
Milla.

Má til að bæta við, það er gott að vera á Laugum, skólinn vinnur að tilraunaverkefni og eru 4 skólar á landinu sem vinna eftir þessu þema
sem felst í því að allir nemendur vinna á sínum hraða og þau vinna mikið sjálf, en hafa ætíð aðgang að kennara sínum.
Svona fyrirkomulag gerir þau sjálfstæð og þau fá meira víðsýni í það sem þau eru að gera.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband