Fyrir svefninn.
17.7.2008 | 20:33
Guðmundur Hannesson prófessor var að prófa
læknanema. ,,Nú eruð þér sóttur til konu í barnsnauð",
segir Guðmundur, hvað gerið þér þá fyrst?"
,, Ég athuga konuna til að sjá hvernig fæðingin muni ganga",
svarar læknaneminn.,, nei, ekki gerið þér það", segir Guðmundur.
,, Ég fer að sjóða verkfærin, ef ég held,að þurfi að taka barnið
með töngum", segir hinn.
,, Ónei, ekki gerði þér það", segir Guðmundur.
,, Þér heilsið fólkinu fyrst".
Ef þú spyrð.---
Ég því svara, ef þú spyrð,
hvað auðnu heimsins brjálar;
Þeir eru margir merðirnir,
en miklu færri Njálar.
-------------------------------------
Það er nú farið að ganga aftur og fram að manni, " hvað?"
Nú þetta veðurfar hér norðan heiða.
veit ég vel að í pirrurnar á mörgum fer, að tala um veðrið,
en öll gerum við það samt.
Gott var um miðbik dagsins, núna er komin skítakuldi,
sem hæfði betur haustinu.
Enda spáði ég þessu veðri, og vona ég úr því sem komið er
að hún gangi eftir hjá mér að engan snjó við fáum fyrr en eftir áramót.
Vona bara að fólk norðan heiða lesi ekki þessar línur.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt kæra mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:49
Rétt Milla mín hér blása haustvindar þótt hásumar sé Enn átti þó ágætan dag á pallinum í skjóli Góða nótt Milla mín .
Erna, 17.7.2008 kl. 21:00
Góða nótt ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2008 kl. 21:18
Það vona ég líka að spáin þín gangi eftir og það snjói ekki fyrr en eftir áramót. -
Annars hef ég nú vaknað að morgni 14. júlí að Breiðumýri í Þingeyjarsýslu, og það var hvít jörð, að vísu bræddi Sólin snjóinn, um leið óg hún kom upp. -
En samt, ég gleymi aldrei þessum morgni. - Ef það hefðu ekki verið fleiri vitni að þessu, hefði ég haldið að mig hefði dreymt þetta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 22:13
Góða nótt ljúfan mín
Helga skjol, 17.7.2008 kl. 22:22
Hef ekki komist í kvöldfærsluna þína nýlega, var einmitt að husa til ykkar í kuldanum. Góða nótt mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:33
Góð Milla mín he he og áttu góða nótt
Erna Friðriksdóttir, 17.7.2008 kl. 23:10
Góðan dag til ykkar allra, sko hér er grenjandi rigning og rok,
hvers á maður að gjalda?
Lady Vallý er ætíð að stríða mér með sólinni á Suðurnesjum, sem er búin að skína þar í fyrsta skipti í 30 ár og núna bara viku eftir viku.
Elsku dóttir heyrumst í dag.
Lilja einu sinni í byrjun sumars þurftum við að moka okkur í gegnum Hálsana í N.Þing. og það er svo kalt núna að það liggur við að það snjói í fjöll.
Hún Erna á svo flottan pall, von að hún eigi góðar stundir á honum.
Knús, Erna, Ásdís, Helga, Katla, Sigga og Rósin mín.
Knús kveðjur til ykkar allra.
MillaGuys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 07:34
Góðan daginn Milla mín, ég vona að það fari að rofa til hjá veðurguðunum
Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 09:49
Ég sé að eitthvað af þínum stelpum hafa verið á reiðnámskeiði,,var það hjá Mána her á Mánagrund?? Því ef svo er, þá hafa þær líklega verið á námskeiði með mínum gutta
Ásgerður , 18.7.2008 kl. 10:10
Ásgerður mín Viktoría Ósk og Bára Dís búa hér á Húsavík og fóru á
reiðnámskeið í Saltvík hér rétt fyrir utan bæinn.
Þau sem ég á í Njarðvíkunum eru Kamilla Sól, Viktor Máni og
Sölvi Steinn, Fúsi og Solla eiga þau.
Var í brúðkaupinu hennar Stefaníu um daginn og hitti Ástu hún kom heim í brúðkaupið, var með litla kút og Dagbjört kom líka og hún ætlar að vinna í smá tíma í Bónus áður en hún fer í skólann í haust.
En þú ert kannski búin að frétta þetta allt.
Knús til þín Milla frænka.
Sigrún mín ætla hreint að vona það, held að hann spái betra veðri um helgina.
Knús kveðjur.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.