Skondnar spurningar hjá sumum.

Var spurð fyrir nokkru, af hverju þessi áhugi svona allt í
einu á velferð fólks, sérstaklega börnum og ungmennum.

Búin að velta þessu fyrir mér nokkuð, ákvað að blogga
aðeins um þetta.

Auðvitað með til komu tölvunnar fá fleiri að vita hvað
maður hugsar og hvaða skoðanir maður hefur.
Fólk sem þekkir mig mjög vel mundi ekki spyrja svona,
ég hef alltaf haft áhuga fyrir réttlæti til handa öllum, og
ofbeldi hef ég aldrei þolað.
Mörg ykkar vita af hverju ég þoli ekki ofbeldi.

það hafði djúp áhrif á mig sem krakka og ungling, er ég
kynntist því að til voru heimili fyrir vandræðastúlkur,
eitt slíkt var rétt hjá þar sem foreldrar mínir áttu sumarhús,
sem sagt við Elliðaárvatn í Vatnsendalandi.
Ekkert vatn var í bústaðnum svo við fórum oft og náðum í vatn
í þetta stóra hús, sóttum það í þvottahúsið í kjallaranum.
Voru þá stelpurnar oft að tala við okkur krakkana, sko út um
gluggana.

Ég ólst upp við gott atlægi, en mikil var fátæktin á þeim áru eftir stríð
og man ég alla tíð er börn komu ekki með nesti í skólann, það var
ekki til matur á heimilunum. Mér þótti þetta sárt.

Nú það koma ár hjá öllum sem gera það að verkum að maður setur
þetta í geymslu, eins og við gerum við mailin okkar í dag.
Það er skólinn unglingaárin og svo margt skemmtilegt sem gerist í
lífi manns.
Síðan giftist ég átti Dóru mína, skildi og giftist aftur, eignaðist 3 börn
í viðbót, öll eru börnin mín yndisleg og get ég eigi kvartað undan því.
Ég var formaður barnaverndarnefndar Sandgerðis í átta ár,
og var það mikil reynsla.

Skildi svo við óvættina og þá byrjaði lífið upp á nýtt og er ég búin að
njóta þess síðan að rækta sjálfan mig og sættast við fortíðina.

þegar ég eignaðist tölvu opnaðist nýr heimur í því að láta gott af sér leiða
og finnst mér það alveg stórkostlegt hvað miklu er hægt að koma á framfæri.

Ég mun trúlega aldrei breytast hvað það snertir að berjast með mínum orðum
fyrir réttlæti til handa börnum og bara öllu fólki, en ef við byrjum ekki er
börnin eru lítil að vera vakandi yfir velferð þeirra, fáum við ekki eins
hamingjusama unglinga og þar af leiðandi alls ekki kærleiksríkt fólk.
                            Kveðjur til allra
                               Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef aldrei efast um að þú ert heil í því sem þú skrifar Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigrún mín ég var líka viss um það, og gangkvæm er virðingin.
Og ekki er ég heldur að tala til neins hér á mínu bloggi,
ég var spurð að þessu af manneskju sem er ekki að blogga og sumir eru bara ekki með neina víðsýni á neinum hlutum, því miður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Brynja skordal

Seigi sama og Sigrún Milla mín Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 18.7.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Helga skjol

Alveg sammála fyrri kommentum.

Eigðu góða helgi Milla mín

Helga skjol, 18.7.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk og sömuleiðis stelpur mínar eigið góða helgi.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 14:27

6 Smámynd: Tiger

Þú ert ekkert annað en yndisleg Milla mín, svo gefandi og ljúf! Við eigum þessi sjónarmið sameiginleg - að reyna eftir fremsta megni að gefa af okkur í netsamfélaginu. Vald okkar sem notum netið er mikið en næsta víst er að margir kunna ekki að nota sér þetta vald á jákvæðan hátt.

Knús á þig hugljúfa sál - ljós og hlýja inn í þína helgi Milla mín!

Tiger, 18.7.2008 kl. 18:51

7 identicon

Mér finnst þú yndisleg kona, Milla mín og ég skil ekki hvað einhver er að spyrja eitthvað sérstaklega út í það, að þú sýnir velferð fólks áhuga.

Þú ert rosalega heil í skrifum þínum og bara, góð manneskja!

Eigðu sem ánægjulegasta helgi, kæra vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:59

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Je dúdda mía maður fer nú bara hjá sér.
Takk kæru vinir Tiger og nafna mín, það er víst að við erum í þeim pakka að reina að hjálpa og vald okkar er mikið.
Tel ég að víð sem erum í sama hópnum séu að nota valdið rétt.

Þessir sem eru að spyrja svona spurninga og setja út á, eru held ég bara afbrýðisamir eða að þeir skilja ekki mannlegar tilfinningar.
Góðar kveðjur og þakkir fyrir mig.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.