Hvað er einkenni Íslendinga?

Jú kvartanir, kvartanir og aftur kvartanir, við kvörtum undan dómurum,
hver man nú ekki eftir því frá alda öðli?
Jú og svo leikmönnum, ef þessi hefði nú drullast til að gera þetta svona
þá hefði sko leikurinn unnist.

Við kvörtum undan börnunum okkar, gamla fólkinu sem við þurfum að
líta til þegar okkur hentar, og blessuð börnin mega ekki á neinn hátt
hafa skoðanir þá er það heimska, ég tala nú ekki um ef þeim langar til
að klæða sig eftir einhverjum lífstíl sem þeim finnst flottur.
Áhugamálin þurfa líka helst að sníðast eftir því hvað er inn hjá foreldrunum.

Nú allir eru óánægðir með stjórnina það er nú kannski ekkert skrýtið.
Aumingja við, þurfum að bíða á flugstöðvum, læknabiðstofum, við
afgreiðslukassann í búðinni, og engin er í það góðu skapi,
að hægt sé að stytta sér stundir með spjalli, eins og það er nú gaman,
allavega finnst mér það.
Ef maður reynir að opna fyrir umræður heldur fólk að maður sé nú bara
stórskrítin, segir eitthvað og snýr sér í hina áttina

Síðast en ekki síst kvörtum við undan launum og allri þjónustu.
hver getur hjálpað okkur með það? Stundum er stórt er spurt,
þá er fátt um svör, en ég get svarað þessu.
Engin nema við sjálf stjórnum því hvernig komið er fyrir okkur.
Hvað finnst ykkur???

Þetta er nú bara svona smá hádegisröfl.
Er farin til að ná í Dóru mína til tannlæknis, síðan ætlum við að
sleppa okkur smá í búðunum, ligga ligga lá.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Auðuns

Já milla mín íslendingar eru ótrúlega duglegir að kvarta. Sem ég skil ekki alveg, við erum svo heppinn að búa á Íslandi og við Íslendingar erum yndislegt fólk.

Hættum að kvarta og kveina förum að brosa og hrósa

Kveðja Vibba 

Vilborg Auðuns, 21.7.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

það væri þjóðráð að klóna þig og mig og hafa eitt eintak af okkur í hverjum biðsal. Fljótlega mundi allt leysast upp í gleði og spjall, ég hef allavega oft létt lund fólks með einhverju gríni og þá allt í einu verður andrúmsloftið gott.  Það þarf að kenna fleirum þolinmæði því að endanum þarf sá þolinmóði að bíða minnst.   Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mikið vildi ég hitta ykkur Ásdísi á einhverri "biðstofunni" Milla mín, þá yrði ég ekki sú eina sem litin yrði hornauga.

Sigrún Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig elskulegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vibba mín drífum í því annars er ég ævilega afar hrósgjörn,
mér finnst svo gaman að hæla fólki.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:49

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís ef við yrðum kóðaðar væri nú ekki leiðinlegt hjá fólkinu í kringum okkur.
Manstu nokkuð eftir því á Reykjalundi þegar einhverjar hespur klöguðu okkur þessar hressu, það var svo mikill hávaði í okkur.
það var settur á fundur til að kanna málið og kom í ljós að það var bara ætíð svo gaman hjá okkur og allir vildu vera með.
Magnús læknir tjáði okkur að við mættum láta og hlæja eins og við vildum, það væri hálfur batinn.
Knús til þín Ásdís mín, aukaknús til Bjarna.
Milla. og nú er heitt á Húsavíkinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún þú yrðir bara með okkur í fjörinu.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sé ljósið Sigga mín, en les aldrei sorprit og alls ekki sem liggja eldgömul á biðstofum lækna.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús knús til þín Linda mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:58

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gæti verið Langbrókin mín, og siðar kannski útrás.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 16:23

11 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. já og veðrið er eitthvað sem maður getur endalaust kvartað yfir - annað hvort er of mikil sól og of miklir þurrkar eða allt of blautt og miklar rigningar - eða of mikið rok eða of mikill snjór eða of mikill kuldi og svo frv...

Annars hef ég ekki yfir miklu að kvarta - í versta falli yfir því hve ánægður ég er með lífið yfir höfuð. En, er hægt að kvarta yfir því?

Knús á þig Milla mín ...

Tiger, 21.7.2008 kl. 20:56

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei tiger það er ekki hægt að kvarta yfir því hvað maður er hamingjusamur, því það verður maður fyrst og fremst með sjálfum sér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband