Umræðan um flugvöllinn. Borgarstjóra og bara svo margt.
22.7.2008 | 08:39
Stundum opnast fyrir nýjar víddir hjá manni, merkilegt nokk.
Í gær viðraði Guðjón Arnar Kristjánsson skoðunum sínum á því
hvað Reykjavíkurborg hefði upp á að bjóða á öllum sviðum.
Talar um að vissulega hafi landsbyggðin þjónustu bara misjafnlega
mikla, en að Reykjavíkurflugvöllur sé lykillinn að þeirri þjónustu
sem landsbyggðin þurfi að sækja, og mikið rétt það getur átt við
um margar byggðir landsins.
Ljóskan ég fékk á tilfinninguna að hann væri eiginlega að
biðla til Borgarstjóra að ákveða sig nú hið bráðasta hvar hann ætlaði
að stíga niður í framtíðinni.
Staðan væri, að skoðanakannanir sýndu að margir í frjálslindaflokknum,
styddu eigi F-listann í þessu óvissuástandi Borgarstjóra.
Síðan talaði hann um að Borgarstjóri hefði verið fylginn sér í öllum þeim
málum sem hann lagði upp með.
Hafði hann nokkuð val ef hann ætlaði að halda stólnum?
Ég get heldur ekki séð hvað það skiptir máli í hvaða flokk þessi
mæti maður ætlar að stilla sér, hann er að stjórna núna,
stutt í breytingar, svo verða menn bara að sjá til.
Vilja ekki allir fá þennan mann í sínar raðir?
Já ég ætlaði víst að tala um nýjar víddir.
Ég sem er fædd og uppalin í R. elska gamla góða flugvöllinn,
vann þar sem ung, vildi hafa hann þarna til eilífðar,
er búin að skipta um skoðun, að ég held, ljóskan skiptir oft um skoðun.
Málið er að ég bý á Húsavík hér fæ ég alveg ótæmandi afþreyingu
þá er ég að meina stórsvæðið Akureyri, Mývatn,norðurþing og bara út um allt
hér norðan heiða, ef ég fæ ekki það sem mig vantar hér á Húsavíkinni þá
skreppur maður til Akureyrar.
Svo eina sem ég þarf á R. að halda er til að heimsækja fjölskyldu mína.
Flugvöllinn þarf ég eigi að notast við, nema ef verða skyldi að ég yrði flutt
suður með sjúkravél, þá er víst sama hvar maður lendir.
Aðeins að koma inn á það sem ég er nú ekki búin að skoða til hlítar,
það er hótelið sem á að reisa á horni Lækjargötu og Vonarstrætis,
Held að það loki ansi mikið og bara bílastæði fyrir 27 bíla hvað á að
gera við hina?
Eigið góðan dag.
Athugasemdir
Æ veistu mér er eiginlega orðið alveg sama, finnst svo mikið bull í gangi þarna uppi á Hamingjulandinu, því miður. Og við pöbbullinn höfum nákvæmlega ekkert með þetta að segja, alveg sama hvað við röflum og bloggum um þessi mál.
Njóttu dagsins Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 09:04
Sigga mín ég hef verið baráttu maneskja fyrir flugvellinum í R.
Fór bara í anti skap í morgun vegna þess að þegar talað er undir rós að mínu mati þá getur sko Milla litla (stóra) orðið obbólítið reið.
Fólk á að tala beinnt út. og ég veit að þú ert sammála mér um það.
Knús knús
Milla.
Ía mín það er bara gott að þurfa ekki að stjórnast í þessari vitleysu hér heima, auðvitað þarf ég þess ekki heldur, en stundum gerist það bara.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 10:01
Völlurninn er á réttum stað að mínu mati, ef þú ferð suður í sjúkraflugi þá skiptir máli hvar er lent, en eins og þú segir þú ert að skapa umræðu og Milla öfugsnúna er að stríða okkur. Annars væri líka snjallt að kaupa fleiri þyrlur og hafa eina á Aey og eina á Egilsst. hafa svo betir þyrlupalla við Borgó og Lansa og flytja alla með þyrlu, þá getur flugið fært sig um set. Knús norður í sænska daga. Heia Sverige.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:20
Sá ekki þetta viðtal. Ég hef alltaf verið fylgjandi flugvellinum í Reykjavík, ekki að það skipti mig persónulega máli. Mér finnst t.d. mjög athyglisvert að langflestir flugmenn álíta staðsetninguna langbesta kostinn fyrir innanlandsflug, og þá er ég ekki að tala um þá sem eru að æfa sig á rellunum, heldur reynda flugstjóra sem þekkja veður og vinda.
Knús.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 10:50
Ásdís auðvitað er ég svolítið stríðin þú ert alveg búin að sjá mig út
mín kæra vina.
Þú talar um þyrlupalla, auðvitað þeir mættu þá líka koma á kringluna
það stóð nú einu sinni til, smárann, hugsaðu þér ef maður gæti bara stigið upp í þyrlu meira að segja hér á Húsavík og verið komin í kringluna kl. 10 farið heim kl 20 um kvöldið eða bara daginn eftir.
Þetta er nú bara draumur en hann á eftir að gerast bara ekki í minni tíð.
Takk fyrir kveðjurnar í Sænska daga hér er rigning, rok en hiti
á nú víst að lagast á morgun.
Þú ættir bara að sjá bæinn þinn Ásdís mín honum var skipt í litahverfi
Grænt, bleikt og orange. og fólk er búið að leggja ómælda vinnu í að skreyta í þeim litum sem við á í þeirra hverfi.
Milla mín málaði stóra netabelgi hafði þá allavega eins og sleikjó
og setti þá á kústskaft og út í garð, frábært svo eru slaufur, blóm og allskonar skraut út um allan bæ.
Ég bið Millu að taka myndir svo set ég þær inn á bloggið mitt.
Vildi að þú væri með okkur.
Knús ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 10:59
Hallgerður mín þú ert líka sammála henni að ég sé öfugsnúin,
Það mun vera rétt hjá henni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 11:01
Jóhanna mín það er rétt hjá okkar góðu flugmönnum, hef nú ætíð verið veik fyrir þeim síðan ég var smá snót með frænda þegar hann var að læra flug, við eigum bestu flugmenn heims.
Viðtalið var umræðan í fréttablaðinu, en aukaatriði, það bara vakti hjá mér antiklíma og stríðni eins og Ásdís segir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 11:07
Sammála því að flugvöllurinn eigi að vera í Rvík sérstaklega upp á sjúkraflugið að gera annars þurfum við að fara að kosta þyrluflug á hverjum einast sem er kannski svona á mörkunum að þola ferðalag í sjúkrabíl.
Eigðu góðan dag Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:09
Já já í R. skal hann vera nema ef þeir fara eftir tillögum Ásdísar með þyrlupallana, en það er nú ekki hlustað á hana frekar en okkur landsbyggðarfólkið.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 11:28
Flugvöllur á vera þar sem hann er Hafðu það ljúft Milla mín
Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 15:19
Ég er alveg sammála að flugvöllurinn á að vera á sínum stað,Elsku Milla mín. Þetta er bara mín skoðun.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 16:02
Brynja mín hann á að vera í Rkv að sjálfsögðu.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 18:18
Lady vallý Auðvitað, lestu bara hér að ofan það er rétt sem Ásdís segir. ég er að strýða likka likka lá.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 18:19
Katla mín já já það á hann að vera Ásdís er sú eina sem fattaði að ég var öfugsnúin og stríðin í dag.
Hverfið mitt er bleikt, en mun setja inn myndir af öllu sem flott er.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 18:23
Flugvöllurinn fer hvergi.
Heidi Strand, 22.7.2008 kl. 20:01
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:25
Silla mín við landsbyggðarfólkið viljum hafa flugvöllinn í RVK.
ég held að það sé engin að tala um olíuverð, flestir sem suður koma með flugi taka sér bílaleigubíl það er ekki hægt að vera bíllaus þar.
En það er til dæmis dýrara að taka rútuna héðan til Akureyrar
heldur en að fara á bílnum sínum, það kostar mig um 1700 hundruð kr. að fara á bílnum til Akureyrar, en 2800 með rútunni.
Svo maður fer frekar á sínum bíl.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.