Eitt furðumálið í viðbót.
23.7.2008 | 08:15
Ég kalla þetta furðumál, jú vegna þess að vekur hjá mér furðu,
þau dúkka upp með jöfnu millibili svona mál sem ég ekki skil.
hver ber ábyrgð á upphafi þessara mála?
Hvað er þetta mál búið að vera lengi í undirbúningi, eru það ekki
sex ár, ekki veit ég hvort Jón Ólafsson er stórfeldur
skattsvikari eður ei, en of langan tíma er það búið að taka að
undirbúa það að knésetja þennan mann og við byðum eftir leikslokum,
hvað skildi verða langt í þau?
Eins var með hið fræga Baugsmál, það tók líka sex ár, og enn þá eru
þeir að reyna að sora þetta fólk út.
Hafskipsmálið, þar tók það til dæmis sex ár að komast að því að
fjórir bankastjórar Útvegsbankans, Sem var búið að svipta
atvinnu og æru, væru saklausir.
Enn á eftir að sanna sakleysi annarra þeirra sem þar komu að
máli og voru dæmdir fyrir.
Og það verður ekki hætt fyrr en það er gjört
Hver ber ábyrgð á þessum gjörðum, (sem ég vill kalla glæp)
sem lagði í rúst heilmargar fjölskyldur.
Ég vill að sjálfsögðu að menn beri ábyrgð á sínum gjörðum,
og fróðlegt verður að sjá og heyra hverjir báru ábyrgð á
upphafi þessara mála allra sem ég kalla furðumál.
Furðu minni yfir öllum þessum málum sem og mörgum öðrum
er og verður líklegast ekki svarað í minni tíð á jörðu hér,
en spurningin var: " hvert er upphaf þessara mála?"
Þá meina ég ekki það sem allir vita úr fréttum,
heldur það sem við höfum aldrei fengið að vita.
Góðar stundir.
þau dúkka upp með jöfnu millibili svona mál sem ég ekki skil.
hver ber ábyrgð á upphafi þessara mála?
Hvað er þetta mál búið að vera lengi í undirbúningi, eru það ekki
sex ár, ekki veit ég hvort Jón Ólafsson er stórfeldur
skattsvikari eður ei, en of langan tíma er það búið að taka að
undirbúa það að knésetja þennan mann og við byðum eftir leikslokum,
hvað skildi verða langt í þau?
Eins var með hið fræga Baugsmál, það tók líka sex ár, og enn þá eru
þeir að reyna að sora þetta fólk út.
Hafskipsmálið, þar tók það til dæmis sex ár að komast að því að
fjórir bankastjórar Útvegsbankans, Sem var búið að svipta
atvinnu og æru, væru saklausir.
Enn á eftir að sanna sakleysi annarra þeirra sem þar komu að
máli og voru dæmdir fyrir.
Og það verður ekki hætt fyrr en það er gjört
Hver ber ábyrgð á þessum gjörðum, (sem ég vill kalla glæp)
sem lagði í rúst heilmargar fjölskyldur.
Ég vill að sjálfsögðu að menn beri ábyrgð á sínum gjörðum,
og fróðlegt verður að sjá og heyra hverjir báru ábyrgð á
upphafi þessara mála allra sem ég kalla furðumál.
Furðu minni yfir öllum þessum málum sem og mörgum öðrum
er og verður líklegast ekki svarað í minni tíð á jörðu hér,
en spurningin var: " hvert er upphaf þessara mála?"
Þá meina ég ekki það sem allir vita úr fréttum,
heldur það sem við höfum aldrei fengið að vita.
Góðar stundir.
Tekist á um frávísun máls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri gaman að vita allan sannleikann, en ömurlegt er þetta. Kveðja á Víkina mína. vona að þetta verði góðir hátíðisdagar.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 08:30
Góðan daginn Milla mín, kallast þetta ekki spillíng, þetta viðgengst alsstaðar.
Kærleiksknús
Kristín Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 08:44
Já Ásdís mín þetta er frekar ömurlegt.
Hér er náttúrlega allt á fullu, við erum að fara á hádegisfyrirlestur
í Safnahúsinu um Gustaf Fröding í dag þær völdu þetta englarnir mínir frá Laugum, þær komu í gær fara aftur í kvöld, koma svo á laugardag eftir vinnu.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 08:54
Stína mín meinar þú að þeir sem eru ásakaðir séu með spillinguna eða þeir sem ásaka þá.
Knús kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 08:56
Milla mín, ég held að það séu þeir sem eru að ásaka þessa menn, en ég hef ekki getað fylgst mikið með þessum málum en eitthvað þó.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 09:32
Ég er heldur ekki að ásaka neinn, en manni finnst það skrýtið að það skuli vera hægt að svipta menn æru og vinnu og svo eru þeir bara saklausir.Sveiattan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 09:42
Þetta er all mjög furðulegt!
Það er eitthvað á bak við tjöldin.
Heidi Strand, 23.7.2008 kl. 10:53
Já Heidi það er sko eitthvað á bak við tjöldin, en hvað væri fróðlegt að vita.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 14:11
Dóra mín sá þig ekki í morgun, enda átti ég ekki von á því að þú værir vöknuðvaknar aldrei fyrr en seinnt um síðir
Knús Mamma og englarnir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.