Aðeins að stelast í mína eigin tölvu.

Það eru nefnilega hjá mér tveir englar, sem hertaka tölvuna
mína er þær eru í heimsókn, ég kallaði í þær og spurði hvort
þær ætluðu ekki að fá sér að borða, og skaust þá hér inn á
meðan þær matast.
Frekar seint, en við vorum að koma af hádegisfyrirlestri
um Gustaf Fröding, hafði fyrirlesarinn skroppið í hvalaskoðun
og var svo mikið að sjá að ekki var hægt að fara í land.
Nú á meðan við byðum eftir honum fengum við hádegissnarl
og spjölluðum saman, því allir þekkja nú alla á svona stöðum.
Fyrirlesarinn var Sænskur, en var beðin að tala á ensku svo allir
gætu skilið hann.
þetta var afar fróðlegt og skemmtilegt, voru bæði lesin upp
og sungin ljóð eftir Gustaf.

Nú erum við að fara í bæinn, sýna okkur og sjá aðra.
                 Knús á alla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun á Mærudögunum Milla mín, eða eru það Sænskir dagar? Mágkona mín í Svíþjóð er að spyrja af hverju við séum með Danska daga en ekki sænska. Systurdóttir mín var að fara með sinni fjölskyldu á hátíðina hjá ykkur en maðurinn hennar er frá Húsavík. Já svona er nú heimurinn okkar lítill. Kannski að ég mjakist í áttina til þín um helgina það er aldrei að vita. Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Jónína mín, sko fyrst eru það sænskir dagar og á morgun byrja mæra dagarnir, hér er allt komið í þvílíkan skrautbúning að ekki er tilstandið meira fyrir jól. það væri yndislegt að fá að sjá þig
mín kæra, síminn hjá mér er 4564287 og 8464489 þannig að þú getur alltaf náð í mig ef þú kemur og hefur tíma.
Hver er maður systurdóttur þinnar? gæti þekkt hann eða hans fólk.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið langar mig norður, en systir mín og mágur fara þetta árið, ég verð öðrum hnöppum að hneppa, eða engum,  bið að heilsa ÖLLUM, knús í krús

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:35

4 identicon

Já það er aldeilis stuð hjá ykkur núna þessa helgi, ég veit ekki hversu langt ég kemst í norður átt eða hvort við förum, þetta fer allt eftir veðrinu, en ef ég fer til Húsavíkur þá kem ég nú örugglega og banka upp á hjá þér mín kæra. Það er svo margt sem mig langar að skoða fyrir norðan og austan að ég þarf sennilega þrjár vikur í þetta.

Maður systurdóttur minnar heitir Pétur Veigar yndislegur strákur og skemmtilegur. Þú þekkir örugglega fólkið hans ef ég þekki rétt til lítilla staða þar sem allir þekkja alla.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Pétur Veigar Pétursson þekki ég og allt hans fólk, þetta er frændfólk barnanna minna og kærir vinir mínir til tuga ára, foreldrar hans búa rétt hjá mér og það get ég sagt þér Jónína mín að betra fólk er vart hægt að þekkja.
Hvenær sem það nú verður sem þú kemur norður þá bankar þú hjá mér, hjá mér er alltaf opið hús.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín þú kemur bara næst, það verður bara nóg fyrir þig núna að huga að því að fara í aðgerðina.
Knús kveðjur.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín, þú veist nú alveg ef þú skildir skreppa þá er heitt á könnunni, ég á líka te.
Knús og takk fyrir blúndurnar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun þessa hátíðisdaga

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:50

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Sigrún mín.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband