Fyrir svefninn.

þetta er búin að vera afar skemmtilegur dagur, þegar við ég og
englarnir mínir komum úr bænum urðu þær eftir hjá Millu frænku
voru að skreyta með þeim í lengjunni.
komu svo með litla ljósið hana Aþenu Marey og var hún í
Sollu stirðu fötunum sínum, ég sagði: ,, Er Solla stirða komin í heimsókn",
blessuð og sæl, rétti henni höndina, og hún á móti, en sagði svo:
,, Amma þetta er bara ég Aþena Marey ég er bara bleik að því að ég
á heima í bleika hverfinu".
Já svoleiðis var það nú, hvernig á maður að vita allt?
Þær fóru út í garð með pullip dúkkurnar og mynduðu bak og fyrir.
Nú um sex leitið komu Milla, Ingimar og Viktoría Ósk og við borðuðum
saman núna er afi að aka englunum mínum heim, þær koma svo aftur
á laugardaginn.
Í kvæðasafninu þeirra fann ég eitt ljóð eftir
Magnús Ásgeirsson
.

                    Andvaka.

             Rökkrinu reifast foldin
             og ró þráir hugur minn.
             En hjartaslög andvaka óðar
             enn mér í sálu finn.

             Hjartaslög andvaka óðar
             sem aldrei svefni nær,
             en samt ei úr draumadvala
             til dagsins vakna fær.

             Og með honum verð ég að vaka
             um vetrarins óttuskeið
             og hlíta hans örlögum öllum,
             því ein er beggja leið.

                        Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk og Góða nótt 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegt. Takk fyrir þetta og góða nótt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.

Heidi Strand, 23.7.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ... Góða nótt, sofðu rótt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Brynja skordal

Ah krútt sú litla bara bleik af því að hún á heim í bleika hverfinu Hafðu ljúfa nótt Elsku milla mín

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 23:51

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 24.7.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Anna Guðný

Ég keyrði í gegnum bleika hverfið á Húsavík í kvöld. Fór á tónleikana í Ásbyrgi í dag og renndi meira að segja við á Mánárbakka á minjasafninu á heimlieiðinni. Meiriháttar dagur.

Hafðu það gott Milla mín og sjáumst um helgina.

Anna Guðný , 24.7.2008 kl. 00:17

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kvitta á þig Milla mín og einmitt er ég andvaka

Erna Friðriksdóttir, 24.7.2008 kl. 01:04

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

góðan daginn allar bestu skjóður mínar.
Ekki er nú gott að vera andvaka, kemur sárasjaldan fyrir mig.

Anna Guðný er ekki orðið flott hjá okkur? Já fórstu á tónleikana langaði rosa, en vissi að ég gæti það ekki, Mánárbakki er yndislegur staður. þú kemur við ef þú hefur tíma um helgina.

Get nú sagt þér það Brynja mín að litla ljósið mitt veit alveg hvernig hlutirnir eiga að vera, eða hvernig hún vill hafa þá.

Er að jafna mig Lady Vallý.

Dóra mín sjáumst á föstudaginn.

Knús til ykkar allra verð að drífa mig.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband