Gerjuð epli, hvar?

Drukkinn Elgur réðist á stúlkubarn, talið að Elgurinn hafi
etið gerjuð epli, stórfurðulegt, eiga þau að vera í óvörðu
umhverfi.
Eins gott að það voru ekki börn sem komust í eplin, en þá
hefði málið verið alvarlegra, því er ekki hægt að deyja að
völdum gerjaðra ávaxta?

                  **************************

Í dag á fyrsta degi mæra, er þoka en afar hlýtt.
Dagurinn hjá mér byrjaði að vanda með morgunmat
síðan var sest við tölvuna, á meðan þessi lyf sem halda
halda mér gangandi byrja að virka, sko það eru elsku
læknarnir sem segja að þau geri það,
verð víst að trúa þeim
.

Fer bráðum að koma mér í sjæningu er að fara í þjálfun
fer svo í Húsasmiðjuna, Þar sem ég er í bleika hverfinu
og vantar meira bleikt ætla ég að gá hvort þeir fái
einhverja viðbót þar, áttu jafnvel von á því
Svo ég gæti skreytt svolítið meira því hver átti von á því að
allir mundu taka svona vel í skreytingarmálin, en það segi ég
ykkur alveg satt, að svona eru bara Húsvíkingar, ef þeir gera
eitthvað þá er það gert með stæl.

Í dag munum við sækja litla ljósið á leikskólann og kannski
kemur Hjalti karl frændi hennar og jafnaldri líka það er nefnilega
jarðaför í dag, Óskar tengdafaðir Millu minnar var að missa bróðir sinn.
                        Eigið góðan dag í dag kæru vinir.
                                   Milla

 


mbl.is Drukkinn elgur réðist á stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Enn og aftur segi ég góða skemmtun.  Vona að það verði engin vandamál í Þingeyjarsveit út af þessum skjálftum.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tók einmitt eftir þessari furðufyrirsögn. Eigðu góðan bleikan dag.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 09:24

3 identicon

Þetta er víst nokkuð reglulegt þarna í Svíþjóð, allavega man ég eftir nokkrum svona fréttum.

 Veit ekki hvort gerjuðu eplin séu í tunnu, en gæti alveg trúað að þau lægju bara útí skóg, en þetta gerist allavega yfirleitt á þessum tíma.

Áfram bleikur

Óli (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Anna Guðný

Áfram bleikur. Sendu mér símanúmerið þitt. Mitt er 897-6074

Anna Guðný , 24.7.2008 kl. 10:46

5 identicon

Ég man alltaf eftir rabbabarasaftinni sem mamma bjó einu sinni til, hún varð gerjuð en átti ekki að vera það, henni móður minni hefði aldrei dottið í hug að fara að brugga en mikið var þetta góður drykkur en kannski ekki mjög áfengur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu kveðjur í bleika hverfið

Sigrún Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 11:38

7 Smámynd: Brynja skordal

Mikið verður gaman hjá ykkur þessa dagana svo skemmtilegt þegar svona hátíðir eru í bæjarfélaginu líf og fjör hafðu það ljúft í þínu Bleika umhverfi Milla mín með þínu fólki

Brynja skordal, 24.7.2008 kl. 13:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný síminn hjá mér er 4564287 og 8464489

Nei nei Ásdís mín við finnum enga skjálfta upp á landi allavega ekki ég, vonandi fer þetta ekki að verða eitt skjálftaár hjá okkur.

Dóra mín verkin munu bíða eftir þér er það ekki dætranna verk að hafa flott í kringum mömmu sína?

Já Jónína mín hef líka lent í svona rabbbara vínanda, hann var glettilega góður

Takk Sigrún mín.

Allt sem er bleikt er nú frekar væmið nema vissir bleikir litir
Lady Vallý, en í dag finnst manni þetta litur ársins

Jóhanna mín takk og dagarnir eru sko margir, endar á sunnudagskvöld

Óli er sem sagt hægt að fara á gerjunarepla-fyllirí í Sverige,
Þeim væri nær að senda þetta til fátækra, kveðjur.

Takk sömuleiðis Langbrókin mín.

Brynja mín já það verður sko gaman og er búið að vera gaman
því sænsku dagarnir byrjuðu á mánudaginn.
Mun örugglega hafa það fínt með mínu fólki.

Knús kveðjur til ykkar allra
Milla
.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband