Undrandi Húsasmiðja og vill fá myndir.

Eins og ég sagði ykkur í morgun ætlaði ég í Húsasmiðjuna
er ég kæmi úr þjálfun, þeir áttu von á meira skreytingardóti,
og mig vantaði bleikt, er ég kom kl. 9.30 þá var ekki búið að
afhlaða bílinn, og ein var farin að bíða síðan bættust æ fleiri í
hópinn bæði karlar og konur.
Þá tekur ein afgreiðslustúlkan fram myndavél og fer að taka
myndir af hópnum, ástæðan var sú að þeir í Húsasmiðjunni
trúðu vart þessu verslunaræði í þrjá liti, í öllu bara nefndu það
og vildu bæði fá myndir af biðröðinni og bænum.
Mér skilst að þeir munu fá það.
Á endanum kom ég heim til mín að ganga tólf með fullt af dóti,
En mér hefur skilist að uppselt sé allt bleikt grænt og orange
í öllum Húsasmiðjubúðunum og mörgum heildsölum sem selja
svona vörur í Reykjavík.

Nú eins og ég hef sagt áður þá eru hér mæru dagar,
og var bænum skipt í þessa þrjá liti sem um ræðir.
Það er ekkert smáræði sem er búið að gera hér.
Mála hús, Bíla, ruslatunnur, stokka og steina, fyrir utan
allt sem er búið að skreyta í bænum, þetta hlýtur að koma í fréttum.
þetta voru nú smá miðdegis-fréttir, meira síðar.
                           Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ja hjarna það er aldeilis flottur bærinn hjá ykkur.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar mínar.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og bestu kveðjur til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband