Eftirmidags-raus.

Skrapp í bæinn um 2 leitið, fór með Dóru og Viktoríu Ósk hún
er einn af ljósálfunum mínum, fórum í Kaskó að versla.
Þær ætluðu svo að fara í búðir saman frænkur, en þar sem þokan
var komin með smá kul inn að landi, þá ók ég Viktoríu Ósk heim
til að klæða sig betur, svo niður í bæ til Dóru.

Bærinn okkar er yndislegur og hann er svo fullur af fólki sem er
komið til að vera á Mæru-dögum bæði brottfluttir húsvíkingar og
aðrir sem hafa kynnst þessu á undanförnum árum.
En það er samt í fyrsta skipti, sem bænum er skipt upp í liti og
hvert og eitt svæði að skreyta eftir litnum sem það fær.

Milla mín býður í mat í kvöld svo maður getur bara slappað af
eins og venjulega er þær taka stjórnina þessar elskur.

Eitt en er ég settist við tölvuna þá var bara komið nýtt stjórnborð,
Ný uppsetning og breyting á litum, maður þarf víst að venjast öllu.
                      
Knús á alla og farið varlega þið sem eruð að fara eitthvað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góða helgi Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tallskjóðurnar mínar.
Knús
milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hægan hægan sko hér á auðvitað að standa takk skjóðurnar mínar,
er svolítið hægfara hef ég heyrt, þið fyrirgefið mér það.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.