Fyrir svefninn.
27.7.2008 | 21:32
Sá mesti leti og átdagur í langan tíma, Ingimar kom um
hádegisbil, þá voru allar snúllurnar mættar til ömmu, eins
og ég var búin að tjá ykkur sváfu tvíburarnir hér með vinkonur
sínar tvíburana frá Þverá í Öxarfirði, síðan komu þær ljósálfurinn
og litla ljósið allir fengu sér það sem þeim langaði í, það var
brauð, kökur, is, kex og bara nefniði það.
þegar allir fóru út og suður skreið ég inn í rúmið mitt og lagði mig,
vaknaði klukkan fimm, en við vorum öll boðin í mat til Dóru minnar,
sem fékk aðstöðu til að elda hjá Millu systir og Ingimar.
Það var að sjálfsögðu grill, bakaðar, salat, grjón og sósur.
Rúsínan í pylsuendanum var svo eftirrétturinn; hann Ingimar minn
útbjó hann, en það voru pönnukökur með steiktum eplum í kanilsykri,
is og rjóma mokkakaffi með.
Sko ef einhver heldur því fram að maður geti ekki etið á sig gat af
svona mat, þá skrökvar sá hinn sami, en ég held að engin geri það.
Svo kemur hér smá frá henni Ósk.
Á þeim tíma sem mest var hneykslast
á launahækkunum embættismanna,
eftirlauna og starfslokasamningum.
Mér sýnist þetta sanngjörn krafa
þó sumum finnist raun.
Mér finnst allir mega hafa
mannsæmandi laun.
Þó að ég beri buddu tóma
og básúni mína hörðu raun.
Þá hefur enginn sýnt þann sóma
að semja við mig um eftirlaun
Húsbændur mína vorkunn vantar
vísast til líka djöfuls fantar,
yfirmaðurinn ekkert sér.
Ég er í vinnu hjá sjálfri mér.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 21:35
Guð gefi þér góða nótt elsku Milla mín og takk fyrir það góða sem þú segir við mig.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2008 kl. 22:54
Góða nótt og sofðu rótt í blíðunni
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 23:26
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:56
Gódann daginn mín kæra .......Jú tad er sko hægt ad borda á sig gat af svona mat,er sjálf á ferkar léttu fædi núna grænmeti og heimalagadar súpur svona smá hreinsum er svo mikill sukkari á gódann mat og elska ad elda.
Knús á tig mína kæra nafna
Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 05:05
Góðan daginn allar skjóður mínar, já stelpur nú er það bara
vatn og brauð svo er maður búin að sukka, en stundum dettur maður bara í það, en fjandi lýður manni illa daginn eftir, ég er til dæmis enn þá södd.
Eigið góðan dag er hann ekki góður hjá öllum?
hér er allavega hiti, sól og smá gola.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 08:43
Alltaf yndælt að hafa börnin í kring um sig. Vísurnar eru flottar. Ég segi nú bara góðan dag Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:28
Þú þekkir það með börnin Ásthildur mín.
Vísurnar eftir hana Ósk eru bara frábærar, Ósk er tengdamóðir hennar Millu minnar og býr hér á Húsavík, en hún er einnig af Vigurætt.
Knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.