Morgunræpa um tillitsleysi og dónaskap.
28.7.2008 | 07:55
Tillitsleysið í umferðinni er alltaf að sannast betur og betur,
hjóla fólk er bara ekki inn í myndinni hjá mörgum bílstjórum.
Ég hef margoft horft upp á svona uppákomur sem lýsir í frétt
þessari þó eigi hafi slys hlotist af að mér ásjáandi.
Ég ferðast mikið hér á milli Akureyrar og Húsavíkur og einnig
til Reykjavíkur, það eru margir sem kunna að taka tillit, en
flestir halda að vegir landsins séu bara til fyrir þá og ef maður
vogar sér að segja eitthvað við þessa menn til dæmis í næstu
vegasjoppu, þá fær maður bara fokk-merki eða skítkast sem eigi
er hafandi eftir hér.
Enn um þverbak keyrir þó er til Reykjavíkur kemur, þar finnast
allar gerðir af ökulagi allt frá öldungum sem aka á 30 km. og
þessar elskur, skilja ekkert þetta flaut sem á þeim dynur, og upp í
töffarana sem senda manni fokk merkið ef maður vogar sér að vera
fyrir þeim, að þeirra mati.
Ég gæti farið að telja upp, reykingarnar, símanotkunina, börnin laus,
en held að ég sé búin að gera það áður, svo hefur það enga þýðingu.
Umferðarmenning eða tillitsemi er ekki til á Íslandi.
Farið varlega í umferðinni
Keyrði út af til að forðast árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Milla mín ég held að aldrei sé of rætt um tillitsleysið og dónaskapinn í umferðinni. Það er okkur öllum holt að vera minnt á að taka tillit til annara. Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:26
Tja reyndar eru það einnig ökumenn mótorhjólanna sem þurfa að sýna tillitssemi í umferðinni og fara eftir umferðareglum eins og ég blogga sjálf um - það er nauðsynlegt að ALLIR fari að umferðareglum og sýni tillitssemi í umferðinni ef hún á að ganga áfallalaust.
Dísa Dóra, 28.7.2008 kl. 09:50
Já stelpur, í umferðarmenningunni eru að sjálfsögðu allir ökumenn
líka hjólamenn innifaldir, en löngum hefur loðað við að mótorhjólamenn að miklir skussar þeir væru þó ég taki nú ekki harðara til orða, og satt er það skjóður mínar að við verðum að sína virðingu og tillitsemi svo ég tali nú ekki um brosið sem vantar svo oft.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.