Allt samráðsferli er meingallað, í landi voru.
30.7.2008 | 07:26
Á nú bara ekki til eitt einasta orð, ætla samt að ropa einhverju
út úr mér um þetta mál.
Árið ca. 1967 fór ég mína fyrstu ferð upp með jökulsánni vestan
megin, einungis var jeppafært þá og afar seinfært, í gegnum
það svæði sem nú er kallaður þjóðgarður fórum við á
Landrofver. þessi leið er stórkostleg eins og allt þetta svæði.
Er nokkur furða að maður sé yfir sig hneykslaður á því árið
2008 sé ekki búið að koma sér saman um hvar vegurinn eigi
að koma, er ekki möguleiki að leggja þennan veg þannig að
allir geti verið sáttir.
Ég tel sjálf að það megi alls ekki raska fegurð þjóðgarðsins
með malbiki sem má aka á 90 km. hraða eftir.
En þetta er allt svona fyrir norðaustur landi, háborin skömm
að ennþá skuli ekki vera búið að leggja endanlegan veg
yfir Öxarfjarðarheiði, annað hvort hefur maður þurft að aka
moldarveginn sem er í boði yfir hana eða fara sléttuna sem
kölluð er, drottinn minn sæll og góður, ekki hefur það verið
vegur að mínu áliti, ja nema til að dóla og njóta.
Held að samráðsferlið ætti að komast á hið bráðasta til að
ljúka þessum framkvæmdum öllum sem komin eru á borðið.
Segir samráðsferli meingallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þessir vegir séu ekki mikið betri en þegar ég var að ferðast með afa á kaupfélagsbílnum með vörur á Kópask. Raufarh. og Þórshöfn, en notalegt og skemmtilegt var það og gaman þegar afi gaf sér tíma til að leyfa okkur að hlaupa oní fjöru og skoða rekann. Kveðja í blíðuna
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 11:20
Ekki miklu betri eru þeir, en minningarnar eru góðar og hef ég líka upplifað þetta með mínum börnum er þau voru lítil, en í dag er bara ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.