Gullmolarnir í lífi mínu.
30.7.2008 | 13:59
Í morgun las ég sögu hjá henni Lindu Linnet sem fékk mig til
að rifja upp ýmislegt, sem gefur lífi mínu lit alla daga.
Til dæmis er ég sit hér við mitt rándýra skrifborð er á því
kassi nokkur sem Milla mín handgerði á honum eru myndir af
Ljósálfinum mínum henni Viktoríu Ósk, í honum eru afmæliskort
sem ég hef fengið og eru mér kær, nú svo er leirkrús sem
tvíburarnir mínir gerðu og gáfu okkur afa, í krúsinni eru pennar
og ýmislegt dót, nokkrar bækur myndir af þeim sem ég elska
sem hanga í ramma sem er eins og órói, þar hangir einnig mynd
og bréf frá henni Róslín minni, í glugganum er járndós með englamyndum
þar í geymi ég líka lítil afmæliskort, skoðum við þau stundum saman við
litla ljósið og ég. Áveggnum fyrir ofan mig hangir olíumálverk að bátnum
sem pabbi hans Gísla átti, það er málað af Villa Valla Rakara, tónlistarmanni
og listmálara á Ísafirði, skápur með bókum á bak við mig.
Á ísskápnum hanga myndir af þeim sem eru mér kærir á vegg er pappaspjald
sem er fyrsta myndin sem litla ljósið gerði á því eru límd laufblöð og svona út
um allt eru myndir og rammar sem þau hafa gefið ömmu sinni, allir þessir munir
eru mér meira virði en dýru fínu hlutirnir sem ég á.
Í fyrra voru þau hérna bróðir minn og mágkona þau búa á Litlu Borg í
Húnavatnssýslu. Nonni bróðir braut vasa fyrir mér sem var úti í glugga, bara
rak sig í hann, þetta var sía vasi sem Engillinn minn hafði gefið mér, ég sagði
því í fjandanum gastu ekki frekar brotið vasann við hliðina á, kristalinn sagði þá
Svava mín, já fjandans kristalinn er nú sama um hann, þetta þótti skrítið.
Svona er þetta bara ég elska þessa litlu gullmola sem gefa allavega mér
líf og gleði alla daga. Einnig elska ég allt þetta gamla sem ég á því það
kemur frá ömmu og afa að mestu leiti.
Sumum finnst þetta óttalegt drasl en ekki mér.
Knús til ykkar allra
Milla.
Athugasemdir
Tek algjörlega undir þetta með þér Milla mín, svona líður mér einmitt gagnvart hlutum. Í síðustu viku minnir mig að þú hafir skirfað um að bróðir tengdapabba Millu þinnar hafi dáið, hver var það?? kveðja í sólina
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 14:04
Ásdís mín það var hann Steini, hann dó úr krabbmeini og var orðin
ansi slappur. þú getur séð mynd af þeim saman bræðrum á 640 er Heran kom til Húsavíkur, hann ætlaði sér niður á höfn og svo var hann komin í brúnna áður en hann vissi af og Óskar bað Hafþór að taka mynd af þeim saman. Óskar á hana stækkaða í ramma heima hjá sér.
Knús til þín skjóðan mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 14:19
Yndislegt Búkolla mín, það er líka ýmislegt í skúffuni minni sem ég tek upp og skoða ansi oft. ekkert gull er betra en þetta.
Knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 14:22
Frábært hjá þér Lady Vallý þau verða glöð þegar þau fá kassana.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 19:33
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:36
Þetta finnst mér sko rétt röðun á verðmætamati hjá þér. - Ég tími heldur ekki að henda neinu sem mínir gullmolar færa mér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:41
Gott að heyra Lilja mín, ég veit nú ekkert yndislegra en þegar við erum að skoða Myndir og annað sem þau hafa gert þá er kannski sagt, amma áttu þetta enn þá? já! þau ljóma.
Kveðja til þín Lilja mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 19:56
Takk fyrir mig Linda mín.
knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 19:56
Þú ert rík Milla!
Heidi Strand, 30.7.2008 kl. 20:51
Heidi mín þú bara safnar, þá verður þú líka rík.
Dóra mín þið Milla þið eruð svo sannarlega gullmolar, en börnin ykkar eru sko "fyrirgefðu " þau sem gefa mér gullmolana.
Gullið mitt og þið líka.
Knús knús
Mamma besta í heimi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.