Fyrir svefninn.

Það sem gerðist hjá mér í dag var svolítið skrítið,
en alveg bráðnauðsynlegt. var að glugga og hitti á
smá grein sem hitti beint í mark með það að nú yrði
ég að fara að gera eitthvað í mínum málum.
Síðan áðan las ég blogg hjá vinu minni henni Heidi Strand
um að talað væri um að fólk færi að borga fituskatt,
hitti svo sannarlega í mark, "FITUSKATT"  Halló!!

Hver vill vera svo feitur að hann þurfi að borga fituskatt?
Hver vill missa heilsuna vegna ofáts?
Hver vill láta benda, og tala um fituna á manni?
Hver vill ætíð vera í vandræðum að fá flott föt?

Endalaust gæti ég haldið áfram, en læt staðar numið að sinni,
en meira mun fylgja í kjölfarið, Heidi á heiðurinn af þessu.
Takk fyrir mig Heidi verð eigi í felum lengur.

Smá frá henni Ósk til að lífga upp pistil minn.

           Eitt sinn las ég í dagblaði þá niðurstöðu
           úr könnun um kynlíf kvenna að þær yrðu
           þurftarfrekari með aldrinum.

               Í fjölmiðla skrumi og skvaldri
               er skrafað um ástir og fleira
               og bent á með batnandi aldri
               biðjum við sífellt um meira.

               Þær lífrænu leikandi konur
               er líða hér yfir sviðið,
               og heimta að hraustur sonur
               af hetjuskap geti ........aflað matarpeninga
               með góðu móti

                                          Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt Milla mín.zzzzzzzzzz

Heidi Strand, 30.7.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín

Brynja skordal, 30.7.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Milla frænka mín, ég vildi ég gæti gefið þér genin mín, þó veit ég að þú ert stútfull af góðum genum og þarft kannski bara að gefa mér svolítið af þínum svo við náum þessu ásættanlega jafnvægi í lífinu. Ég virði þig fyrir sannleikann og veit að þú verður að taka á þessu. Ekki vil ég missa þig kærleiksríka Millan mín. Gangi þér rosalega vel og góða nótt.

Eva Benjamínsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mínÉg vaknadi eithvad svo glöd í morgunn var komin á fætur kl 5 til ad kíkja á bloggid.Ath tetta med fituskattinn væri nú ekki alveg til í ad eida pen. í hann sko.Hef hugsad mér ad borda heldur meyra af ávöxtum og skella mér í gymmid.Hvadsegir tú um tad?

Stórt knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:16

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:27

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk skjóðurnar mínar og góðan daginn.

Nafna mín kæra ef ég mætti fara í gymmid þá mundi ég gera það,
það er allt sem stoppar, en að sjálfsögðu fyrst og fremst offita.
knús

Elsku Eva mín það væri nú flott ef að maður gæti skipts á genum,
en veit ekki hvort það væri af hinu góða því þá mundum við aldrei taka neina ábyrgð, og auðvitað verð ég að bera ábyrgð á mínu böli.
Þú missir mig ekkert besta mín.
Knús

Knús til ykkar allra inn í góðan dag.
Milla  Kisses






Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband