Háþrýstiælupest og meira en það.

Hafið þið upplifað háþrýstiælupest? ekki ég aldrei áður.
Var eitthvað svo ólík sjálfri mér í gær, hafði ekki list á mat,
(þá er nú mikið að) píndi ofan í mig einni hrökkbrauð um
10 leitið í gærmorgun, síðar um daginn fékk ég mér speltbrauð.
Hélt að nú væri heilsan komin, en ekki aldeilis, um fimm leitið
fór ég upp í rúm alveg að drepast í maga og uppverkjum.

Við vorum boðin í mat til Millu og Ingimars, ég sagði englinum
mínum bara að fara, en hann ætlaði ekki að fara frá sinni kerlu,
en ég sagði bara bless, með þeim tón sem mér er einni lagið.
Hann fór. Ætla ekkert að lýsa, sko hafið þið setið á WC og
háþrýsti smúlað smá bittu fyrir framan ykkur, nei hélt ekki.
um fimm í nótt var farið að róast og ég svaf til kl.8.
Sit hér núna alsæl búin að fá mér morgunmat, fara í sturtu
engillinn er að þvo koddann minn og græja svefnherbergið.
Ég finn sko allstaðar ónota angann.
Knús til ykkar allra inn í góðan dag.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

ÆÆ  Góðan bata frá þesum ósköpum kæra bloggvinkona.

, 3.8.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan góðan bata Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2008 kl. 10:30

3 Smámynd: Anna Guðný

Háþrýstiælupest  Belly Laugh ROTFLflott nafn

En eigðu góðan dag Milla min og vonandi lagast þetta. 





Anna Guðný , 3.8.2008 kl. 10:33

4 identicon

Oh ég finn til með þér að fá svona pest þetta er sú versta pest sem ég get hugsað mér, oj bara, það vill til að maður veit að þetta tekur enda á um það bil sólarhring en á meðan það varir er það bara oj bara.  Knús og kveðjur og gott að þér er að batna.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 10:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef séð svona ælupest hjá einu ömmu barninu mínu, þvílkt og annað eins. Gott að þú ert að ná þér elsku Milla.  Farðu vel með þig í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Heidi Strand

Ég óska þér góðan bata.

Bestu kveðjur.

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 12:35

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur takk fyrir batakveðjur, Dóra ég borðaði bara ekkert í gær,
en borðaði fljótlegt vínarsnitzel í fyrrakvöld, Milla systir þín segir það baneitrað, sammála henni, en engillinn keypti þetta og þá freistast maður þó manni finnist þetta ekki gott, kallast það ekki græðgi? Dóttir góð. er aldrei með græðgi.
Takk Áslaug og Katla, Anna Guðný þú veist hvernig háþrýstidæla virkar það fer svona allt út um allt, svoleiðis var baðgólfið hjá mér

Jónína það er vægast sagt ógeðslegt, en bót að maður er eins og nýhreinsaður hundur á eftir.

Ásdís mín er allavega búin að borða ristað brauð og í kvöld ætlum við að hafa kjúkkling.

Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 12:40

8 Smámynd: M

Kannast við þetta, ójá. Dóttir mín fékk pestina alla leið til Spánar.

Þetta er kannski ekki verri hreinsun en sú pólska ;-)

M, 3.8.2008 kl. 12:41

9 Smámynd: Vilborg Auðuns

HÆ Milla mín,

Ég vona að þér sé nú batnað, það er ömulegt að fá svo magapest.

Eigðu yndislegan dag Milla.

Kveðja Vibba 

Vilborg Auðuns, 3.8.2008 kl. 14:34

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Emmið mitt þar komstu með það, slepp við að fara þangað.

Vibba mín takk fyrir góðar kveðjur og sömuleiðis ljúfust.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 14:54

11 Smámynd: Ásgerður

Ásgerður , 3.8.2008 kl. 15:13

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki öfunda ég þig af þessu og vona að þér sé nú batnað ágæta vinkona sem alltaf ert á öðru máli en ég. En er það ekki ábyrgðarhluti af þér að hafa síðuna opna núna? Þú gætir smitað okkur lesendurna. 

Árni Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 18:16

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín frænka, hafðu það gott í helgarrestinni.
Kveðja
Milla.

Hallgerður mín ekki er ég nú alveg laus, en er hætt, 7 9 13 að æla.
Knús knús
milla.

Það hlýtur nú að koma að því að maður geti smitast í gengum tölvu
svo fleygir tækninni fram.
Tel nú að við séum oft á sama máli, en túlkum kannski málin öðruvísi.
Einu hef ég komist að í blogginu, að maður vitkast tekur saman hinar ýmsu skoðanir veltir þeim fyrir sér og velur úr, en aldrei dytti mér í hug að setja niður skoðanir annarra.
Kærar kveðjur til þín Árni.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 19:52

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan bata eftir ,,detoxið" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.8.2008 kl. 21:37

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ skvís var þetta ekki góð aðferð hjá mér, fattaði það nú reynsar ekki fyrr en Emmið talaði um betra detox.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.