Fyrir svefninn.

Ég komst að því hér á sænskum dögum að margir ekki
vissu hver Gustaf Fröding var, ekki er það neitt undarlegt
víð getum ekki þekt öll skáld heimsins.
Gustaf Fröding var ljóðskáld, fæddist 1860 í Alster rétt fyrir utan
Karlstad í Vërmland, alla tíð var hann talinn geðbilaður og dvaldi
hann geðsjúkrahús löngum, en þegar hann var talinn geta farið
út af sjúkrahúsinu var honum fengin Hjúkrunarkona til fylgdar.
Hann dó að mig minnir 1940.

                Til Karen eftir dansinn.

       Úr fögrum rósum vil ég vinda
       þér, vinu minni, krans um hár,
       úr minningum þér blómsveig binda
       er blikni ei fram á gamalsár.

       Með eigin höndum ástgjöf mína
       ég ætla, kæra, að flétta þér,
       þitt gráa hár skal kransinn krýna
       er koldimm gröfin skýlir mér.

       Svo yndisleg og ung í dansi
       er ástin mín, en samt ei glöð,
       --svo þyrnar eru á þessum kransi
       og þrungin eitri hin grænu blöð.

       Ég dropa blóðs á bránni þinni
       sé blika und sveignum þér um hár,
       svo kemur illt af ástúð minni
       og undan mínum kransi sár

                              Gustaf Fröding.
   Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta elsku Milla mín og góða nótt.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Vilborg Auðuns

Fallegt ljóð og segir margt.

Góða nótt Milla mín og guð geymi þig. 

Vilborg Auðuns, 3.8.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð geymi ykkur kæru vinur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.8.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Heidi Strand

Mjög fallegt ljóð.
Góða nótt.

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús og góða nótt, já þau eru yndisleg ljóðin hans
Gustafs Fröding.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkilega fallegt.  GN

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 21:50

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fallegt, góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.8.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hver þýddi þetta ljóð Gustavs Frödings? - Þetta er svakalega sterkt ljóð,  -  svo óhugnanlegt. -  Hver þýddi?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 03:31

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar.

Það stendur eigi, ég tók þetta upp úr handskrifaðri bók sem tvíburarnir mínir eiga, Sigrún Lea á reyndar þessa, en hún hefur ritað Magnús Ásgeirsson, eftir nokkur ljóð eftir Gustaf, tel að hann hafi þýtt það eins og svo mörg önnur eftir snillinginn.
Það sagði einn góður maður, að til þess að vera ljóðaþýðandi þyrfti maður að vera gott ljóðskáld, og það er Magnús svo sannarlega.

Sum ljóða Gustafs eru óhuggnaleg og tel ég þau bera merki hans sjúkdóms, sérlega seinni ár hans.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.