Klósettmál bara endalaust.

Hugsið þið ykkur ef fjandans klósettið hefði eigi farið að leka
þá hefði þetta trúlega aldrei komist upp og hann ekki dæmdur
til dauða, já til dauða! Er ég virkilega að lesa rétt?
Hann fær dauðadóm fyrir að þiggja mútur, eru mannréttindi
ekkert að lagast í Kína? Nei líklegast ekki.

Eigi er ég að mæla því bót að fólk þiggi mútur, en að dæma
mann til dauða fyrir það er forkastanlegt sér í lagi í ljósi
þess að ef hann hefði neitað að þiggja múturnar hefði
hann og hans fólk fengið bágt fyrir.

Það er eins gott að ekki er dauðarefsing lögleg á Íslandi.
Það væri þá búið að drepa marga, já bara síðan ég man eftir.


mbl.is Klósettleki kom upp um spilltan embættismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Já þá væru margir dauðir á Íslandi.Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: M

Hélt þú værir enn með, you know talandi um wc

Vonandi ertu betri í dag

M, 4.8.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnst ykkur þetta ekki merkilegt, annaðhvort er það WC sem er gróið fast við konuna, eða WC leki sem kemur upp um glæpamann, já eða WC mitt sem er móttakari fyrir mittyou knove.
Var að vakna aftur stelpur, er hætt upp og niður stælum, en ekki laus við verki og vanlíðan svo ég tali nú ekki um harðsperrurnar í magavöðvunum ég meina fitunni.
En eins og allar góðar aðgerðir lýður þetta hjá.
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er greinilega stórhættulegt að koma nálægt WC, held ég pissi bara í dag og verði snögg að því 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín passaðu þig bara á að festast ekki.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.