Snúðar og snældur, ég er lifandi.

Jæja kæru bloggvinir,InLoveguys, er hér í raun að stelast í tölvuna,
grútmáttlaus og afar flökurt ennþá.
Þið vissuð nú byrjunina á þessum ósköpum sem ég taldi
nú að mundi ganga yfir  á sólarhring, en nei ekki aldeilis
það bara versnaði, hringdi í doktorinn í fyrradag og fékk að
sjálfsögðu útskýringar á þessum veirusýkingum sem koma
og fara, en mikið fjandi fara þær seint úr mér, jæja fékk stopp
við niðurganginum, en þá bara versnaði uppgangurinn, því
einhversstaðar þarf eitrið að komast út.
Svo fékk ég einhverja Bratt línu í matarræði, en það er
hrísgrjón, ristað brauð, bananar og epli þar fyrir utan átti
ég að drekka þessa líka ógeðs poveraide drykki.Sick
síðan vildi doktorinn fá mig í gær, svona til að pota aðeins
í mallakút, allt reyndist vera eðlilegt miðað við átök,
en hann vildi fá mig í blóðrannsókn og fór ég í hana í morgunn.
Uss ég kem nú bara fín út úr henni.
Enn finnst ykkur ekki ósanngjarnt, ég með alla þessa bresti á
heilsunni og fer einu sinni á ári í eftirlit, vegna þess svo þarf ég
að fara til læknis út af upp og niðurAngry
Vona að ég geti kommentað hjá ykkur á morgun, en þið vitið
allavega að ég er að hressast.
Knús til ykkar allra.
Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að þú ert að hressast, svakalega hefur þessi upp og niður verið svæsin ! Oj

Ragnheiður , 7.8.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að "sjá" þig aftur.  Nú tekur þú því bara rólega og færð þig góða

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Erna

Farðu vel með þig Milla mín

Erna, 7.8.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að spá í hvað hefði komið fyrir hjá þér. ÉG fékk vinkonu mína í heimsókn í gær, hún hafði algjörlega sömu sögu að segja og þú. Veiktist fyrst illa að næturlagi og allt upp og niður. Skánaði svo í tvo daga en veiktist þá heiftarlega af því sama aftur fékk yfir 40 stiga hita og fór upp á Heilsugæslu, hún var 5 daga að jafna sig og missti kíló sem hún var búin að hafa mikið fyrir að ná sér, er frekar grönn. Elsku Milla ég vona að þetta lagist smátt og smátt, en takk fyrir að láta okkur vita af þér.  Heart Beat  Heart Beat Heart Beat Heart Beat  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:19

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Farðu vel með þig elsku Milla mín og stórt knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin aftur elsku Milla, komdu fljott aftur með þinn hresskeika.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: M

Þetta er hrottapest. Vonandi hressistu sem fyrst Milla

M, 7.8.2008 kl. 18:54

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Láttu þér batna elsku Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 19:28

10 Smámynd: Heidi Strand

Farðu vel með þíg milla mín.

Bestu batakveðjur frá Heidi

Heidi Strand, 7.8.2008 kl. 20:16

11 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi batakveðjur

Dísa Dóra, 7.8.2008 kl. 20:35

12 Smámynd: Brynja skordal

Gott að fá fréttir af þér Milla mín en úff vá hvað þetta er svæsin vírus ömurlegt að fá svona finnst alveg nóg að fá svona sólahrings ælu pest og hvað þá svona mikið öll orkan hverfur og tekur tíma að ná sér farðu vel með þig og vona að þú sért á batavegi knús inn í nóttina Milla mín

Brynja skordal, 7.8.2008 kl. 21:56

13 identicon

Bataknús á þig Milla mín, en svona ´smá hint, þá eru gulrætur heavy stemmandi í maga, hissa á að læknirinn skuli ekki segja þér af því. Láttu þér batna

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:48

14 identicon

Milla mín, ljótt er að heyra af þér. Það vona ég að þú losir þig við þetta sem fyrst, lítið gaman að standa í upp og niðurköstum kæra bloggvinkona.

Stórt knús inn í nóttina.

Sigga Hilmars

Sigríður Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Anna Guðný

Farðu vel með þig Milla mín. Ég hugsa til þín úr djamminu á fiskidögum

Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 23:41

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott að heyra að þú ert á batavegi, en farðu vel með þig.   Kærar batakveðjur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:12

17 Smámynd: Tiger

Gott að vita að þú ert að hressast elsku Milla mín. Farðu bara vel með þig og vertu ekki að hafa áhyggjur af bloggrúnti á meðan þú ert að ná þér upp almennilega. Öllu skiptir að þú ofgerir þér ekki - og það er ekkert of gott að sitja lengi fyrir framan tölvuna ef maður er lasinn.

Sendi þér baráttukveðjur og vittu til - ég ætla svo að senda þér ljúfa og fallega strauma í nótt ásamt því að biðja almættið um styrk þér til handa. Knús og kram á þig heila og ljúfa stúlkuskott..

Tiger, 8.8.2008 kl. 02:43

18 Smámynd: Helga skjol

Bataknús á þig Milla mín

Helga skjol, 8.8.2008 kl. 07:32

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonandi líður þér betur í dag Milla mín.  Kv. inn í daginn

Ía Jóhannsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:52

20 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sendi þér líka bataknús elsku Milla mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.8.2008 kl. 08:53

21 identicon

Æi elsku stelpan mín að vera búin að vera svona mikið lasin. Sendi þér kraft, góðrarheilsuorku og knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:05

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Milla mín, vonandi batnar þer sem allra allra fyrst.  Knús frá mér til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.