Snúður og Snældur frh.
8.8.2008 | 17:52
Jæja eins og ég sagði í gær taldi ég þetta nú vera að koma,
en, "NEI" í alla nótt var ég að hélt að ég yrði nú bara
eigi eldri, datt í hug er ég var búin að sofna aðeins á milli
7og 8.30. hvernig það væri gamla góða húsráðið,
soðið vatn, sykur, salt og pínu mjólk, fékk mér með þessu
þurrt ristað brauð, og viti menn hélt því alveg niðri.
Læknirinn hringdi með útkomu úr blóðrannsókninni,
Þar var allt í sómanum og hann sagði mér bara að fara vel með mig
þetta mundi koma í dag vona ég svo sannarlega að ég fái frið í nótt.
En ég hef aldrei vitað annan eins slappleika, maður dregst hér um
gólfin eins og hægfara þvara.
Má til að segi ykkur: ,, Það kom lítið ljós í dag, við kúrðum saman í
sófanum í stofunni vorum að horfa á setningu ólimpíuleikana,
hún fer að tala um að ég sé lasin, elskan litla, en segir svo,
en amma þú getur alveg talað", já ljósið mitt amma getur talað
það væri ekki gott ef ég gæti það ekki, nei sagði hún:
,, Við þurfum nefnilega að tala svo mikið saman".
Og það er sko alveg rétt hjá henni, hún elskar að tala við okkur
mig og afa.
Englarnir mínir á Laugum komu líka í gær, fóru síðan í dag að
heimsækja vinkonur sínar og skólasystur, þær eig heima að Þverá í
Öxarfirði Svo það verður dýrðarhelgi hjá þeim.
Þið vitið ekki hvað kveðjurnar ykkar hafa glatt mig mikið og þakka
ég af öllu mínu hjarta fyrir þær. Elska ykkur öll.
Ef þú gefur öðrum hrós
ótal dæmi sanna
þá er eins og lítið ljós
lifni í augum manna.
Eitt yndislegt eftir hana Ósk.
Athugasemdir
Gott að frétta af þér Milla mín, farðu nú bara varlega með þig og láttu engilinn stjana við þig, ég veit að hann gerir það með glöðu geði. Batakveðjur Milla mín
Erna, 8.8.2008 kl. 18:38
Elsku Milla mín vissi ekki ad tú værir svona lasin.Gott ad tú getur haldid einhverju nidri tá ertu í bata.Fardu vel med tig elskuleg.ÆÆÆ yndisleg litla ljósid titt.
Knús inn í nóttina
Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 19:43
Sæl þvaran mín þetta er greinilega ógeðs pest, væri ekki til í eina svona núna. Ég fór út í dag og labbaði smá, rosa montin. Nú er ég að kela við kisu mína, Bjarni fór á Clapton. Farðu vel með þig elskuleg og góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 20:08
Kæra Milla mín. Vissi ekki að þú værir svona lasin :( Farðu vel með þig vinan og ég óska þér alls hins besta.......Þú veist netf mitt, mér langar að heyra meira frá þér ..........hvernig gengur ..........
Erna Friðriksdóttir, 8.8.2008 kl. 20:18
Kæra Milla sendi þér smá batakveðju. Meira í pósti.
Heidi Strand, 8.8.2008 kl. 20:29
M, 8.8.2008 kl. 20:30
Sæt færsla Milla elsku frænkan mín. Farðu voða vel með þig og borðaðu mikið af brokkólíinu hennar Heidi og svo auðvitað allt hitt. Góðan bata og góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:51
Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 21:30
Elsku Milla sendi þér batakveðjur er farin að sakna þín mikið her, farðu vel með þig.
Kæmpeknus og góða nótt
Kristín Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:43
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:55
Vona að þér fari að batna, Milla mín
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:03
Bestu batakveðjur til þín Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:10
Helga skjol, 9.8.2008 kl. 07:46
Elsku Milla mín, vissi ekki að þú værir búin að vera svona slöpp. Óska þér góðs bata sem fyrst, þú ert í bænum mínum
Knús frá frænku í Kef
Ásgerður , 9.8.2008 kl. 14:37
Kæru vinir verð bara aðeins að láta ykkur vita, er byrjuð aftur og hvort þetta er endahnúturinn eða ekki það kemur í ljós, það er verið að sjóða gulrætur fyrir mig, Magga mín vona að það hafi einhver áhrif.
Heidi mín ég er að drekka söltin úr apótekinu það hjálpar ég þekki það. þið eruð æðisleg og þakka ég hjartanlega fyrir mig og guð veri með ykkur öllum.
guys. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2008 kl. 15:48
Milla mín það þarf nú ekki að taka allt með trompi En ég vona svo innilega að þetta fari að taka enda hjá þér og að þú farir að hressast. Knús og bataóskir elsku Milla mín
Erna, 9.8.2008 kl. 20:16
Góðan dag og góðan bata kæra Milla, mikið er þetta falleg og sönn vísa sem fylgir færslunni þinni. .
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.