Nálgunarbann, er það upp á punt á Íslandi?
10.8.2008 | 14:24
Hér vaknar maður upp eftir 8 daga veikindi og kíkir aðeins
í blöðin og viti menn það liggur við að maður leggist aftur
vegna reiði, já reiði út í allt og allt.
Nálgunarbann eigi framlengt.
Halda dómarar þessa lands að menn lagist á 6 mánuðum?
Nei ekki aldeilis, þeir munu aldrei gefast upp á því að koma
höggi á þann sem þeir hafa haft til að lemja í mörg ár,
og ekki bara lemja heldur líka nauðga, selja inn á, mynda
niðurlægingin er algjör, konan varnalaus, sjálfsmatið ekkert,
og hún þorir ekkert að gera nema ganga með veggjum eins
og hrædd lítil kisa. Hún mun aldrei ná sér.
Þarna eru skrímsli á ferð, annaðhvort minnimáttar eða
mannvonskuskrímsli, allavega skrímsli.
Mundi eitthvert yfirvald vilja að dætur þeirra lentu í klóm
svona skrímslis? Það held ég ekki.
Fjandinn farið nú, að taka á þessum málum eins og vera ber.
****************************
Svo langt sem sagan nær hafa verið stríð, allar götur hafa
þau verið um völd, tel ég eigi að greind manna sé eitthvað lakari
hjá einni þjóð en annarri svo valdagirni hlýtur að gera menn að
morðingjum, því morð eru það er þú sprengir bara á eitthvað
án þess að vita hvað er fyrir.
Þeim er líka alveg sama.
Og nú eru það Georgíumenn sem eru dritaðir niður, saklaust fólk.
********************************
Enn gleðin í dag er að strákarnir okkar unnu Rússana og það er
stórkostlegt fyrir þá að upplifa þessa tilfinningu,
Sendi þeim hamingju og baráttukveðjur.
********************************
Kæru bloggvinir sendi ykkur líka hjartans þakklæti fyrir hlý orð
í minn garð og verð vonandi í fullu fjöri hér eftir.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Skiptar skoðanir eru um nálgunarbann í núverandi mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Knús Milla mín -gott að sjá þig hressa á ný.
Nálgunarbann er nánast ónýtt úrræði eins og það er sett upp hérna. Það er reyndar verið að endurskoða það og ég sé hvernig það verður þegar það verður komið á blað.
Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 14:34
Gott að heyra að þú ert komin í gang Milla min. Er sjálf búin að vera mest í burtu um helgina og átti eftir að skoða þetta almeininlega með nálgunarbannið. Skoða þetta betur í kvöld.
En mínir menn fylgdust með leiknum áðan og nú á að skreppa á Handverkssýninguna.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 10.8.2008 kl. 14:40
Stelpur það er bara hneisa fyrir dómskerfið í landinu, ekki bara þetta nálgunarbann heldur bara allt sinnuleysi í kringum öll mál af þessum toga.
Knús til ykkar.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 14:52
Velkomin aftur elsku Milla, vonandi alkomin í þetta skipti. Já það er sko vandlifað í þessum blessaða heimi. Nálgunarbanni ekki framlengt og fl
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:21
Velkomin á fætur Milla mín. Vonandi verður þessu með nálgunarbannið breytt í vetur.
Sigrún Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:28
Ég hefði haldið að Jón Steinar Gunnlaugsson, margra barna faðir, væri það skýr og réttlátur að hann sæi hætturnar í því að láta dýrið ganga laust. Hvað vilja menn að gert sé við konuna í viðbót? - að allir dómarar nema einn skuli vera í vafa um aðgerðir einsog nálgunarbann gegn kynferðisofbeldismanni, er meir en alvarlegt mál. Halló! sjáið þið ekki glæpinn?
Milla, ég er miklu meira en hneiksluð, ég held að þetta séu klár mannréttindabrot. Nú er ég orðin veik
Eva Benjamínsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:28
Velkomin á fætur elskan. Þetta skítamál er hneisa, helv. dómara. Ekki að furða að það stóð utan á einhverju blaði í gær að best væri að lögreglan hefði þetta á sínum höndum, þessir dómarar virðast veruleikafirrtir. Þeir virðast sitja í fílabeins turnum. Góð kveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 16:58
Gott að heyra að þú ert betri
M, 10.8.2008 kl. 17:47
Stína mín takk fyrir mig og já það er svo sem vandlifað en væri það ef allir gerðu rétt?
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:17
Takk Sigrún mín og takk fyrir hlýjar kveðjur í minn garð.
Já vonandi kippa þeir þessu í lag, en stundum finnst mér eins og heimsendir sé í nánd, maður er svo undrandi á mörgu.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:20
Eva mín þakka þér hjartanlega fyrir góðar kveðjur til mín.
Já þetta eru mannréttindabrot og vonandi getur Jón Steinar varið börnin sín fyrir svona skrímslum.
Knús til þín frænka mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:22
Ég veit eigi í hverju þeir sitja þessir menn, eitt veit ég með vissu að þetta er niðurbrot fyrir hverja manneskju fyrir sig og það er mannréttindabrot.
Knús til þín ljúfust og takk takk fyrir mig.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:25
Takk Emmið mitt og fyrir hlýjar kveðjur.
knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:26
Ég mun fara vel með mig Vallý mín, ég ætla ekki að lenda í þessu aftur. takk fyrir hlýjar kveðjur
og knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:28
Nálgunarbanni þarf að vera eins og hjá siðuðum þjóðum.
Gott að sjá þig aftur Milla. Ég hafði áhyggjur af þér.
Heidi Strand, 10.8.2008 kl. 19:23
Velkomin á fætur Milla mín það var nú svolítið tómlegt án þín hérna á blogginu Mundu svo að taka því rólega á meðan þú ert að ná þér. Knús
Erna, 10.8.2008 kl. 19:30
Það er hræðilegt að vita til þess að fólk í okkar landi skuli þurfa að lifa í stöðugum ótta við aðra manneskju.
En mikið er ég ánægð að þú ert komin á bloggið aftur Milla mín, velkomin enn og aftur.
Stórt faðmlag.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 19:48
Gott að þú ert að hressast elsku Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2008 kl. 19:51
Elsku skjóðurnar mína takk fyrir hlý orð.
Já Jónína það er ömurlegt til þess að hugsa en það eru svo margir sem þurfa þess.
Knús til þín Búkolla mín er ekki gaman að
dúllast í ömmuhlutverkinu
Katla mín takk og knús
Knús Erna mín mun taka því rólega
Heidi mín já eins og hjá siðuðu fólki,
Það er bara ekki þannig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 20:44
Gott að sjá að þú ert orðin hressari og vonandi heldur heilsan sér góð núna.
Það er bara ótrúlegt að það sé ekki búið að laga lög um nálgunarbann fyrir löngu síðan þar sem það var mjög fljótlega ljóst að þau væru ekki að virka sem skyldi. Það er nauðsynlegt að breyta þessu lögum og það strax. Ótrúlegt að fólk þurfi að óttast um líf sitt og limi vegna þess að lögin eru ekki að virka og dómarar þessa lands eru fæddir fyrir nokkrum öldum held ég svei mér þá.
Dísa Dóra, 10.8.2008 kl. 21:24
Gott að heyra og sjá að þú ert komin á flug á ný hér á blogginu Milla! - Það er alveg með ólíkindum hvað það gengur erfiðlega að koma á nálgunarbanni og framfylgja því hér á Íslandi. -
Og það dapurlegasta er, að skýringin á því, afhverju, það gengur svona illa, að fá Alþingi til að samþykkja ný lög um nálgunarbann er. .... !?!?!?!?
Jú, það má nefnilega ekki hefta ferðir gerandans, landið er svo lítið í þessu máli, að það varðar við lög að hefta ferðafrelsi mannsins hér á Íslandi.
Lesist: Örugglega Íslendingur í góðri stöðu, þarf að komast í Veiði, Ræktina, og í "Vinnuna", þegar honum sýnist. - Og sýna, selja og nauðga konunni sinni og öðrum þeim sem þurfa þykir þegar "honum" sýnist.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:02
Frábært að sjá þig á róli á ný,,saknaði þín
Ásgerður , 10.8.2008 kl. 23:39
Lög um nálgunarbann hafa verið svo meingölluð frá upphafi að ekki hefur verið hægt að beita þeim. Vonandi þarf ekki enn verri verknað til að svo verði.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 07:32
Hæ stelpur takk fyrir hlý orð.
Nálgunarbann og handtökuheimild, því í fjandanum er ekki bara leyfilegt að fangelsa menn sem nauðga, berja, sýna og selja og ganga svo bara um eins og fínir menn, hverjum eru þeir að hlífa,
ekki ræflinum af götunni svo mikið er víst.
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 12:31
Þetta er gjörsamlega óskiljanlegt.
Kolgrima, 11.8.2008 kl. 16:38
Kolgrima, hvað er til ráða, jú borgarinn getur náttúrlega tekið þetta í sínar hendur. veit til að það hefur verið gert og það gekk upp.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.