Fyrir svefninn

Eins og við vitum, ef við hugsum um það, þá er það sorg,
sem fylgir okkur frá fyrstu minnum.
þegar við erum lítil er það sorg ef einhver er vondur við mann
ef krakkarnir skemileggja fyrir manni í sandkassanum eða
ausa yfir mann sandi, svo augun fyllast, maður nuddar og nuddar
og fer svo að gráta.
Einu sinni fór pabbi minn á Landakot að gefa blóð, ég var 4 ára.
Þeir tóku of mikið blóð svo hann varð að liggja inni smátíma,
ég fann fyrir sorg. Merkilegt, er maður er barn þá er maður fljótur
að setja svona atvik í geymsluhólfið.

Allt mögulegt gerist í okkar uppvexti sem orsakar sorg, en sem betur
fer þurfum við flestöll ekki að glíma við hana lengi.
Ekki þurfti ég þess allavega, eða þannig.

Seinna meir þurfti ég þess.
það skapast ekki bara sorg við andlát einhvers, heldur líka við
skilnað alveg sama þó þú viljir skilja við manninn,
þá eru það ættingjar sem maður skilur við líka eða þeir við mann, 
maður missir mörg ár úr lífi sínu, nema maður á náttúrlega
börnin sín eftir.
Maður er mörg ár að vinna úr þeirri meinsemd sem maður lét
yfir sig ganga og á meðan er sorgin mikil.
Aðallega hjá mér fyrir að hafa látið þetta ganga yfir börnin mín.
En svo lokaði ég á meinsemdina að ég hélt að þau vissu eiginlega
ekkert um þetta sem gekk á.

Hafið þið orðið vör við að þegar maður lendir í sorg, ertu bara einn,
því það skilur þig engin í raun og veru, allir finna til með þér en
vita í raun ekkert hvað er verið að tala um.
Vilja bara vera góðir, og er það þakkarvert.

Þegar einhver nákomin manni deyr, þá eru send blóm,
fólk sýnir samúð sína, en hver er eftirfylgnin, " Engin".

Á sama tíma og ég skildi þá, 
missti ég mína bestu vinkonu, fyrir mörgum árum síðan,
var búin að vera með henni í hennar dauðastríði í marga
mánuði, ásamt systrum hennar, dætrum, vinum og þeim
sem í heimsókn komu, við reyndum að hafa hana eigi eina.
Það var engin sem spurði mig hvernig mér leið er hún dó
fyrir utan ein vinkona mín sem vann á Sjúkrahúsinu í Kef.
og dætur mínar.
Í hittifyrra fór ég í heimsókn til systur hennar í Sandgerði,
þá komst ég að því að sú mæta vina mín var ekki búin að
sætta sig við þetta og barðist enn þá við sorgina eins og ég
við bara föðmuðumst og táruðumst svolítið.
Síðan fer ég eigi suður öðruvísi en að fara í Sandgerði
því þau Elli og Valgerður og þeirra fólk eru sannir vinir,
hafa ætíð verið og munu ávallt vera.
Maður er stundum svolítið lengi að átta sig á því hvað maður
á eftir svona átök.
Takk fyrir mig kæru vinir.
                                             Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hugleiðing Milla mín, þú skýrir þetta svo vel og gott að skilja þig, mörg höfum við einmitt verið í þessum sporum og öll þurfum við huggun, en maður verður stundum að biðja um hana, mér er alltaf svo gjarnt að reyna að gera hlutina ein.  Takk enn og aftur elskan og sofðu vel, góða nótt 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Erna

Takk elsku Milla mín fyrir að deila þessu með okkur. Öll verðum við fyrir missi og sorg og misjafnt hvernig okkur tekst að vinna okkur út úr þeirri raun, en ég held að það sé mun lengri tími sem við erum í sárum en fólk áttar sig á. Guð gefi þér góða nótt elsku Milla mín

Erna, 10.8.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 10.8.2008 kl. 22:48

4 identicon

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: M

Góða nótt Milla mín og takk fyrir.

M, 10.8.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Ásgerður

Ásgerður , 10.8.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Ragnheiður

einmitt er það oft þannig. Góð hugleiðing hjá þér að kvöldi dags eins og alltaf.

Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Takk elsku Milla að leifa okkur að lesa þetta og upplifa, skil þig svo vel.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 07:40

9 identicon

Ég tek undir með henni Siggu hérna að ofan að þú ert greinilega að taka til hjá þér núna. Það er bara yndislegt að hreinsa gömlu tilfinningarnar út. Það er alveg rétt hjá þér að það getur enginn fundið til eins og þú hvorki líkamlega né tilfinningalega, það er af því að hvert og eitt okkar er einstakt. Þó að við myndum upplifa nákvæmlega sama sorglega atburðinn þá verður tilfinningin aldrei sú sama hjá okkur gangvart því.

Eigðu góðan dag elskuleg

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:28

10 Smámynd: Tiger

Já Milla mín - sorgin bankar væntanlega upp hjá okkur öllum á lífsleiðinni, svo mikið er víst að engin sleppur við hana. Misjaft er samt á okkur öll lagt - og sumir þurfa að glíma við sorgaráföll fram og til baka á lífsleiðinni - á meðan sumir þurfa bara varla að kynnast henni nema í gegnum aðra.

Ég hef náttúrulega lent í ýmsum sorgaratburðum sem setja spor sín í lífsleið mína - en sem betur fer er ég einhvern veginn þannig gerður að ég næ því að vinna úr hverju því sem á dynur og næ að afgreiða það frá mér að ákveðnu leiti. Auðvitað hverfur sorg og sársauki aldrei fullkomlega, en tíminn mildar allt slíkt og gerir minninguna ekki eins sára og erfiða - ef maður nær því að vinna úr  því sem upp kemur.

Knús á þig Millan mín og vonandi munt þú hafa ljúfan dag sem og ljúfa viku framundan! Knús og kram á þig ljúfa skott ...

Tiger, 11.8.2008 kl. 12:39

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar. Já við vitum allar hvað ég er að meina, en auðvitað hef ég verið að hreinsa út hjá mér í mörg ár, þó með hléum, við erum svo sniðug að setja í geymsluna sitthvað sem við afneitum eða nennum ekkert að vera að takast á við í það skiptið.

Sigga það er einmitt tími núna, stjörnurnar segja mér það og hef ég fram í okt. til þess, ætla að nota þann tíma vel.

Jónina mín svo mikið rétt þetta með hvernig hver og einn vinnur misjafnlega úr sínum tilfinningum.

Ásdís mín veit ég allt um þín mál ljúfust og eigi ertu búin enn að
losa allt, en það kemur.

Erna mín þú hefur þurft að vinna úr þínu litla stelpan mín.

Ragga mín þú ekki síður og þú ert stórkostleg kona elsku vina.

Ásgerður frænka mín ég veit að þú ert bara flott í þínum úrvinnslum,
mikið hefur þú þurft að takast á við ljúfust.

Kærleik og ljós til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 12:49

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó míó fyrir margt löngu síðan skynjaði ég að þú hefðir upplifað ýmislegt á lífsleiðinni eins og margur annar.
Afar gott er að geta unnið sig út úr því að ákveðnu leiti.

Engin nema sá sem hefur reynsluna getur ritað eins og þú, ætíð ertu mér sem himnasending hvort sem þú ert að svara til um alvarleg mál eða ert að atast út í allt og alla eins og villingur í sandkassa,
þú ert það náttúrlega, en þú ert bara skemmtilegastur og bestur kæri vinur og hafðu það ætíð sem best og knús inn í vikuna þína.
Milla.
P.s. Hvað er að frétta af henni Kurr minni? Sakna hennar og viltu skila kveðju er þú heyrir í henni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.