Hjálpi mér allir!!! Hugsar fólk ekki neitt?
11.8.2008 | 15:04
Ef fólk hugsaði aðeins, ef það getur farið á Reykjalund grennst þar
með hjálp þeirra sem þar starfa, sem er yndislegt fólk í alla
staði getur það þá ekki bara haldið áfram er út kemur með hjálp
og stuðning frá þjálfurum og og öðru því fólki sem vill styðja við það.
Ég held nefnilega að þeir sem bíða eftir að komast á Reykjalund,
borði bara að vild á meðan það bíður, það hugsar, skiptir ekki máli
ég fæ hvort sem er hjálp bráðum.
Kolröng hugsun, það skiptir nefnilega máli og það höfum við fengið
að heyra frá þeim sem hafa byrjað farið síðan á Reykjalund og endað
með því að fara aldrei í aðgerð.
Og það þýðir ekkert fyrir neinn að segja, að ég geti svo sem blaðrað út
í loftið vitandi bara ekki neitt um það hvernig þeim líður.
Það skjáflast ykkur, ég veit allt um þetta viðkvæma mál,
veit allt um feluleikinn, afneitunina, matarsýkina og bara nefnið það.
Fór nefnilega í garnastyttingu 1974 þá 130 kg. var sjúklingur í 6 ár,
léttist um 65 kg. á einu ári, var stöðugt í vítamínssprautum og
ætíð veik, leit út eins og gangandi grámygluleg afturganga.
Árin eftir styttinguna voru víti, miðað við árin áður,
Þá var nú ekki verið að hjálpa fólki með innlögnum a Reykjalund eða
einhverju öðru sem gæti komið að gagni.
Fyrirgefið mér en ég er bara öskureið, það þarf engin að fara í aðgerð,
aðgerð sem fólk heldur að bjargi öllu.
Það er til fólk sem er veikt og þarf á aðgerð að halda, en allflest
okkar tilheyra ekki þeim hópi.
Ég fór til læknis í dag, er nefnilega búin að þyngjast um 40 kg. á 5 árum,
bað um stuðning, fæ hann, en það þíðir ekkert að væla og skæla
ég vill ekki fá megrunarpillur ekki fara í aðgerð og þá verð ég að nota
viljastyrkinn og almenna skynsemi.
Viljastyrkur og stuðningur er allt sem við þurfum, ekki þýðir að fara í
sjálfsvorkunnar-ástandið það er nú til að drepa mann alveg niður.
Hver vill borða til að drepast?
Hver vill fara í hjólastólinn vegna ofáts?
Hver vill eigi geta hreyft sig vegna ofáts?
Hver vill ekki getað bara neitt vegna ofáts?
Allt sem þarf er viljastyrkur og stuðningur.
Knús og kærleik til ykkar allra.
með hjálp þeirra sem þar starfa, sem er yndislegt fólk í alla
staði getur það þá ekki bara haldið áfram er út kemur með hjálp
og stuðning frá þjálfurum og og öðru því fólki sem vill styðja við það.
Ég held nefnilega að þeir sem bíða eftir að komast á Reykjalund,
borði bara að vild á meðan það bíður, það hugsar, skiptir ekki máli
ég fæ hvort sem er hjálp bráðum.
Kolröng hugsun, það skiptir nefnilega máli og það höfum við fengið
að heyra frá þeim sem hafa byrjað farið síðan á Reykjalund og endað
með því að fara aldrei í aðgerð.
Og það þýðir ekkert fyrir neinn að segja, að ég geti svo sem blaðrað út
í loftið vitandi bara ekki neitt um það hvernig þeim líður.
Það skjáflast ykkur, ég veit allt um þetta viðkvæma mál,
veit allt um feluleikinn, afneitunina, matarsýkina og bara nefnið það.
Fór nefnilega í garnastyttingu 1974 þá 130 kg. var sjúklingur í 6 ár,
léttist um 65 kg. á einu ári, var stöðugt í vítamínssprautum og
ætíð veik, leit út eins og gangandi grámygluleg afturganga.
Árin eftir styttinguna voru víti, miðað við árin áður,
Þá var nú ekki verið að hjálpa fólki með innlögnum a Reykjalund eða
einhverju öðru sem gæti komið að gagni.
Fyrirgefið mér en ég er bara öskureið, það þarf engin að fara í aðgerð,
aðgerð sem fólk heldur að bjargi öllu.
Það er til fólk sem er veikt og þarf á aðgerð að halda, en allflest
okkar tilheyra ekki þeim hópi.
Ég fór til læknis í dag, er nefnilega búin að þyngjast um 40 kg. á 5 árum,
bað um stuðning, fæ hann, en það þíðir ekkert að væla og skæla
ég vill ekki fá megrunarpillur ekki fara í aðgerð og þá verð ég að nota
viljastyrkinn og almenna skynsemi.
Viljastyrkur og stuðningur er allt sem við þurfum, ekki þýðir að fara í
sjálfsvorkunnar-ástandið það er nú til að drepa mann alveg niður.
Hver vill borða til að drepast?
Hver vill fara í hjólastólinn vegna ofáts?
Hver vill eigi geta hreyft sig vegna ofáts?
Hver vill ekki getað bara neitt vegna ofáts?
Allt sem þarf er viljastyrkur og stuðningur.
Knús og kærleik til ykkar allra.
Metaðsókn í offitumeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að stuðningurinn sé fyrst og fremst lykilatriðið þarna
Dísa Dóra, 11.8.2008 kl. 15:07
Það tel ég líka mín kæra.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 15:20
Svona getur þú engan vegin sett þetta upp... Jú jú eflaust eru einhverjir sem halda að þetta sé einhver skyndilausn... en ég er sjálf búin að fara í gegn um þetta og bý út á landi svo það er erfiðara en margir halda að fylgja þessu eftir . Ég þarf t.d að fara til Reykjavíkur 3. hvern mánuð á Reykjalund í "athugun" og á landspítalann annað eins . Það er jú alltaf framför í þessu eftir sem árin líða og 1974 var þetta náttúrulega ekki til í dæminu en sem betur fer er framþróun á öllum sköpuðum hlutum misgóðum að vísu en þetta hefur allavega gert mér gott. Allavega hef ég verið öskureið út í Vog þar sem þú getur gengið inn og út sama í hvernig ástandi sem þú ert og ferð oft á tíðum í sama farið. Þarna er þó komið eitthvað fyrir okkur sem fundum ekki lausnina þrátt fyrir að vera búin að reyna allt. Það er nefnilega að finna þennan meðalveg í öllu og það getur verið erfitt. Því ef þú hættir að borða þá deyrðu. Ekki satt.
inga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:29
Gangi þér vel elsku Milla frænka mín. Taktu bara megrunartöflur ef þær gætu hjálpað þér til að byrja með en taktu þær ekki ef þær halda fyrir þér vöku. Gott að þú ert byrjuð, húrra fyrir þér.
Eva Benjamínsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:29
Gleymdi að setja vefslóðina mína hér inn til að sýna þér mína færslu um þetta mál en hér er það sem ég skrifaði...
Ég gafst upp..
Það er ekkert leyndarmál. En að viðurkenna vandann var svolítið erfitt, búin að reyna allt og jú jú léttist fullt og fékk það á mig aftur. Þessu má líkja saman við alkóhólismann og jafnvel erfiðara. Því ef við hættum að borða þá deyjum við. Ég fór semsagt í þessa aðgerð fyrir 6 mánuðum síðan og strax á ég mér nýtt líf þar sem ég var komin á óæskileg lyf sem rendar engin ætti að vera á nema þá gamalt fólk sem lítið getur um breytt. Eftir 3 mánuði var ég semsagt laus við öll þessi lyf. Annað sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt við allann þennan undirbúning er fræðslan og atferlismeðferðin sem tók um 5 vikur og svo 3 vikur 2 mánuðum eftir aðgerð og svo eftirfylgnin í 2 ár þar á eftir með vissu millibili. Ég veit það fyrir víst að ég hefði ekkert haft að gera í þessa aðgert nema að vera búin að fá alla þessa fræðslu og þá sérstaklega á andlega sviðinu. Það þarf að ofna á okkur offitusjúklingunum augun, kenna okkur lífstílsbreytinguna því það kom mér verulega á óvart hvað þarf að gera magra hluti áður en þú getur breytt um lífstíl. Þegar því er náð þá er að halda sig við hann og falla ekki út af beinu brautinni. En þar þarf að pikka í mann reglulega. Sem betur fer hefur mér gengið reglulega vel að halda mig þar enn sem komið er og á ég góða að sem pikka látlaust í mig ef ég er að falla í einhverjar freistingar. Þetta er fjandanum erfiðara en skemmtilegt líka og þá sérstaklega að sjá árangurinn jafnt líkamlega sem andlega.
inga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:34
Góður pistill og ég veit að þú talar af reynslu og veist hvað þú ert að segja. Ég barðist í mörg, mörg ár á hinum endanum og það var líka hreikalega erfitt, endalaust verið að skella á mig þessum ógeðs orðum "rosalega ertu horuð" en nú er ég frekar búttuð og svaka sátt, en feit verð ég sjálfsagt aldrei. Kveðja norður
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 15:37
Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 16:11
Hugsaði það sama þegar ég las greinina. Ég á við þá fíkn á kvöldin að langa alltaf í eitthvað. Ágæt yfir daginn en svo byrjar ballið. Tek leiðbeiningum Siggu hér að ofan með glöðu geði og tek svo á því í ræktinni með haustinu eins og allir hinir
Gangi þér vel. Þetta er eilíf vinna og spurning um lífsstíl.
M, 11.8.2008 kl. 16:19
Oh Milla ég sem var að úða í mig bláberjum og ís, þetta er endalaus barátta og eins og þú segir þá snýst þetta um sjálfsaga og fíkn. Fíknin er í sykur enda væri hann sennilega flokkaður sem eiturlyf ef hann væri að koma á markaðinn í dag. Það væru stórar sektir og fangelsisvist við því að smygla honum inn. En það er ótrúlegt hvað maður getur alltaf étið á sig kílóin aftur sama hvað maður gerir og reynir að aga sig. Ég er samt á þeirri skoðun eins og þú að ef aðhaldið, fræðslan og viljastyrkurinn er sett saman undir einn hatt þá getur maður þetta en það þarf einmitt að byrja og það er alveg eins og þú lýsir maður ætlar sko ekki að byrja fyrr en maður byrjar og þangað til lætur maður allt eftir sér í mat. Við erum skondnar skrúfur mannfólkið. Eigðu góðan dag Milla mín
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:20
Við tölum nú ekki um gervisykurinn Sigga mín hann er nú bara eitur sem var komið inn á markaðinn með svindli og prettum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:44
Where there is a will there is a will.. eða allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Spurning bara um viljastyrkinn. Ég er búin að vera í jójói sl. 20 ár. Í dag er ég svona næstum sykurlaus (og gervisykurlaus) og í ágætu formi, en má ekki taka feilspor, því það er MIKLU auðveldara að bæta á sig en taka af sér. Úthaldið er erfiðast...ekkert mál að byrja á einhverju aðhaldi, eða ,,réttu mataræði" en að halda það út getur verið snúið.
Þetta eru góðar spurningar sem þú spyrð. Það var verið að segja mér frá ungri móður sem ekki getur sinnt barninu sínu vegna offitu, það er ekkert smá sorglegt.
Knús og kramst til þín, gangi okkur öllum vel í átt að heilbrigðu lífi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2008 kl. 17:53
Heirðu elskurnar mínar, ég er bara svo sammála þessu öllu saman og Milla mín, Þú ert bara sú besta af því besta. Er farin að góna á imban inní rúmi, hlakka til að halda áfram að fylgjast með þessari umræðu seinna í kvöld eða á morgun.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:06
Kæra Eva mín ég mun ekki taka töflur, takk fyrir hvatninguna.
kæra frænka
Inga mín takk fyrir gott innlegg já það vantar meiri fræðslu um bara allt í kringum þetta, er eins og engin skilji að það vantar millikerfi þar sem maður fær að vita allt sem maður veit ekki einu sinni að þurfi að spyrja um,
þetta á við um allar hliðar heilbrigðis geirans,
fólk liggur inni á sjúkrahúsum og það veit ekki neitt.
þetta var enn þá verra er ég fór var bara skorin og svo vissi ég ekkert um afleyðingar.
Já þetta er erfitt, En viljastyrk og gleði er allt sem þarf.
gangi þér allt í haginn, og það er gott að eiga góða að.
Eigum við ekki bara að fylgjast með hvor annarri, það veitir okkur stuðning.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 18:17
Þetta er orðið stórt verkefni fyrir okkar þjóð svo mikið er víst og getum við ugglaust verið sammála um það. Mér finnst að hver verði að fá að velja sína leið til betra lífs. Öll vitum við að hugarfarið ber okkur alla leið en við erum jú misjöfn eins og við erum mörg að halda stjórn. Styðjum hvert annað og njótum lífsins !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:25
Knús Milla mín
Helga skjol, 11.8.2008 kl. 18:46
Ásdís mín ekki er nú betra að vera of horaður, en yfirleitt drepur það engan, nema um anorexíu sé að ræða, ekki var það hjá þér ljúfust.
Sigga mín mun fá mér blaðið og fræðast, annars er ég búin að prófa allt þetta og held að bara almenn skynsemi dugi mér best. Hef samt alveg útbúið mér svona drykki mér finnst þeir bara góðir.
Sammála þér með gervisykurinn maður ætti ekki að snerta hann.
Mun örugglega síðar prófa allt mögulegt.
Katla mín gangi þér vel í þinni baráttu, vildi að ég gæti gefið þér nokkur kíló
Emmið mitt leitt að heyra að þú eigir við kvöldvandamálið að eiga
það er nú það versta.
Knús til þín Helga mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 19:18
Jónína mín Bláber og ís er ekki svo slæmt bláberin bráðholl, bæta minnið, ísinn í lagi í hófi, en ég borða bara aldrei ís, nema heimatilbúin um jólin.
Málið er það, maður á að borða allan mat, bara passa sykur og bara allt sem maður veit að er ekki í lagi í stórum skömmtum.
ef maður svo bætir gleðinni við aðhaldið, viljastyrkinn og þá visku sem manni hlotnast þá er þetta bara gaman.
verði þér að góðu bláberin
Jóhanna mín þetta er ekki spurning um að halda út eitthvert aðhald heldur er þetta lífstíðarspursmál og ef maður lendir í veislu og fær sér veitingar þar, þá bara á maður að gleyma því halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, eða þannig.
Nei það verða allir að finna sína aðferð og líklegast eru þær eins margar eins og við.
Veistu, ég var 110 kg er ég átti mitt yngsta, var reyndar frekar létt á mér, en samt erfitt.
Sammála styðjum hverja aðra, við getum það svo vel
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 20:00
Stína mín ertu í afneitun elskan bara upp í rúm að glápa á skrattann
sem ég kalla svo.vertu með elskan
Takk Fjóla mín tek undir þetta með þér
hjálpum hvert öðru
Inga mín takk fyrir að taka við mér sem bloggvinu,
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 20:07
Óskráða Inga ertu að meina að þetta hafi ekki verið gert 1974?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 20:11
Nei Milla mín, ég er ekki í afneitun, ég vill endilega vera með í þessu öllu, alveg væri ég til í að fara í breittan lífstíl, ertu til Milla mín, við getum stutt hvor aðra með ráðum og dáð. Og klukkan her er 2 tímum á undan
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:17
Var bara að stríða þér Stina mín, mátti til af því þú sagðist vera að fara inn í rúm, hvað heldur þú að maður fatti þetta með tímamismuninn. knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 20:53
Ég hef margar heyrt ræðurnar yfir mér upp á síðkastið, enda mikill gikkur - og þó ótrúlega mikil matsmanneskja. Sem er auðvitað stórhættulegt, þar sem ég borða bara óhollt...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:44
Rósin mín þú varst nú ekki að elda óhollt fyrir feðga í gær
svo ekki er það nú allt óhollt.
En það vill oft verða á vissum aldri að óhollustan er í fyrirrúmi,
en auðvitað á maður að hugsa um hollustuna, eins og ég rita að ég hafi gert.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.