Fyrir svefninn.

Árni Jónsson var lengi verslunarstjóri við Ásgeirsverslun
á Ísafirði.
Maður nokkur starfaði lengi við verslunina sem var bæði
þjófóttur og drykkfeldur, en Árni fyrirgaf honum,
af því að hann var duglegur starfsmaður.
Einu sinni, seint um kvöld, verður Árni var við, að náungi
þessi er að bisa við að velta brennivínstunnu heim til sín
frá versluninni.
Þá segir Árni:
,, Já annars!" ---Það var orðtak hans. --- Er þetta ekki
fullmikið --- í einu?"

                     Handverk-ur.

             Í hannyrðabúð fór ég heima
             nú handverkið skildi reyna.
             Ég keypti mér forláta klukkustreng þar
             af kappsemi byrjað nú var.

            Ég byrjaði blómin að sauma
            með bjartsýna fegurðardrauma.
            En mánuðum seinna af mér móðurinn rann
            svo mamma mín kláraði hann.

           Að prjóna er prýðileg iðja
           peysur á smávaxna niðja.
           En þá kemur æðandi grimmlynd og grá
           giktin í herðarnar þá.

           Að skera út skrautlega muni
           mun skapinu bjarga frá hruni.
           Með blæðandi fingur og bitlítil tól
           þar birkið í höndum mér kól.

Frá henni Ósk.
Ekki veit ég hvort hún er að yrkja um sjálfan sig,
en veit ég vel, að snillingur hún er við saumavélina
og eigi síðri við prjónaskapinn.

                                Góða nótt.Sleeping

          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtileg saga  og vísa góða nótt  Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Gott að vanda góða nótt elskið mitt  

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona og vonandi ertu búin að fá þig góða af pestinni

Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

góða nótt Milla mín og takk fyrir allt.

Eva Benjamínsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla

Erna, 12.8.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 02:32

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn kæra Milla.  Les kvöldsögur hér snemma morguns ekki verra...

Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 05:10

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódan daginn mín kæra og takk fyrir hlý ord til mín......Takk fyrir góda sögu svona í morgunsárid.

Gudrún Hauksdótttir, 12.8.2008 kl. 07:57

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar, takk fyrir innlit og hlý orð, er næstum búin að ná mér, svimar svolítið enn þá, en það vantar bara svolítinn kraft, hann kemur.
Knús kveðjur í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.