Átti að vera komið fyrir mörgum árum.

Merkilegt núna rjúka allir upp til handa og fóta, vilja
breyta og bæta, þetta átti að gerast fyrir margt löngu.
Það átti fyrir löngu að vera búið að sinna þessu máli,
sem allir hafa hummað fram af sér, af hverju, jú vegna þess
að engin trúir, "hugsa", þetta lagast, þau hafa verið að rífast,
hún hefur ógnað honum og börnin pirrað hann, maturinn ekki
tilbúin, enda ætíð óætur, allt í drasli hjá kerlingunni, hún sjálf
drusluleg ljót og ógeðsleg, það vill hana engin.
Hún hefur ekki staðið sig nógu vel og þess vegna er í lagi að
berja hana til óbóta, nauðga henni, selja og mynda.

Komin tími til að skilja það að kona og börn eiga ætíð að njóta vafans.
Bara burt með karlskrímslið sama hvað hann segir,
Konan segir sjaldnast nokkuð því hún þorir því ekki.
Lögreglan verður að hafa það vald að fjarlægja skrímsli af heimilum.

Fyrir mörgum árum gerðist það, lögreglan var kölluð heim á heimili
vegna ofbeldis af hendi mannsins, er að var komið var maðurinn
farinn að róast, hann grét, sagðist bara ekkert skilja hvað hefði gerst
hann hafði aldrei gert svona lagað áður, hann elskaði konuna sína og
börn tók þau í fangið, lögreglan fór, konan sagði ekki neitt.

Ekki löngu seinna var hann nærri búin að drepa hana.
börnin orðin stórskemmd og konan nær sér aldrei alveg.

Svo heyrir maður hjá fólki, Æ aumingja maðurinn að lenda í þessu,
hann er nú svo góður maður, FJANDINN HAFI ÞAÐ. Hvar eru gæðin.

Kona og börn sem lenda svona út úr lífinu verða fyrir einelti, þau
eru sett niður á allan handa máta, henni er ekki hjálpað nóg
til að hún geti bjargað sér, börnin verða fyrir niðurlægingu í
skólanum, engin kann að hugsa rétt og hjálpa
.

Ég veit að það eru undantekningar á öllum málum.

Vill taka það fram að ég er eigi að vanþakka það sem þingheimur
er að fara að gera, bara gerið það strax
.


mbl.is Vill nálgunarbann án dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Því miður segir þessi pistill frá veruleika allt of marga.  Konan og börnin eru orðin svo niðurbrotin að þau hafa heldur hvorki kjark né þrek til að verja sig í þjóðfélagi sem því miður virðist oft gera allt til að hindra þau í uppbyggingunni frekar en hitt.  Lagalega séð fá þau allt allt of litla hjálp og oft allt of seint.

Þessu VERÐUR að breyta 

Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já því miður, en það verður að hamra á þessu er gott færi gefst,
Það kannski hvetur konur til að koma fram og segja frá og annað líka konur sem eru í vandræðum eftir svona meðferð verða að koma fram þessar elskur og láta vita af sér og hvernig gengur.
Dísa Dóra mín þessu verður að breyta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 09:40

3 identicon

Það á auðvitað að vera hægt að setja nálgunarbann á fólk án þess að dómur sé fallinn hvernig á konan að geta varið sig og börnin ef ofbeldisaðilinn hefur greiðan aðgang að henni hvar og hvenær sem honum sýnist. Það þarf að breyta þessu ekki seinna en strax. Fyrir utan það þá eiga svona menn að búa einir og berja sína hangandi poka þegar þeir vilja fá útrás fyrir sína eigin innbyrgðu reiði.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir segja alltaf betra seint en aldrei, en í þessum málum er þetta allt of seint, verður að drífa í breytingum STRAX

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góður pistill  Milla mín og svo sannur, það á að setja nálgunarbann á svona menn án dóms, það er hægt að slétta heila fjöldskyldu á meðan er beðið eftir dómsúrskurði, þetta er fáranlegt.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir geta sko barið lafandi poka, en því miður æpa þeir eigi eða æmta, það blæðir heldur ekki úr þeim, bara breyta þessu strax,
og svo á það að vera að ef þeir brjóta bannið þá beint í fangelsi.
Ásdís mín, betra seint en aldrei er eigi nægilega gott,
þeir eiga eiginlega ekki þá setningu skilið ráðamenn þessa lands.
knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 14:17

7 identicon

Veistu ég verð reið þegar ég hugsa um þessi mál, langar oft til öskra af reiði. Vernd er ekki til finnst mér oft á tíðum í þessu kerfi okkar er gersamlega búin að missa trúna á alþingismenn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég held að ég geti ímyndað mér það Magga mín og þú mátt alveg verða reið.
Svo er það ekki bara þetta kerfi heldur öll kerfi, og það veist þú manna best um, ætíð þarf að berjast fyrir litlu skinnunum okkar.
Knús til þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.