Hjálpa þeim sem minna mega sín.
12.8.2008 | 18:15
Í öllum bæjarfélögum er fólk sem minna má sín, við bara
tökum mismikið eftir því fólki, eða viljum mismikið vita
af því.
Ætíð þar sem við höfum búið hefur allt farið í rauða krossinn
sem til hefur fallið frá okkur.
Núna búum við á Húsavík og gefum við allt í verslun sem
rekin er niður í bæ og heitir kynlegir kvistir,
þar getur þú keypt allt milli himins og jarðar, "næstum"
konurnar vinna allar að þessu í sjálfboðavinnu og fer ágóðinn
til góðra mála,
eins og til Setursins sem er staður sem allir eru velkomnir á
sem hafa áhuga á mannrækt og skemmtilegu fólki.
Hef komið í þessa frábæru búð það er sama sagan þar, það er svo
gaman hjá þeim og öllum sem inn koma að eigi vill maður heim fara.
Sem betur fer er til fólk alstaðar sem vill vinna gott starf, en það
þarf líka að koma stuðningur utan frá.
Það er það sem er verið að fara fram á, ekki hend neinu,
gefið ykkur tíma til að færa það þeim sem þurfa á því að halda.
Tökum höndum saman, gerum átak og framfylgjum því vel.
Það eru bráðum jól.
Beiðni frá Ásdísi.
Vinkona mín á Selfossi hún Ásdís Sigurðardóttir
er að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Hún safnar saman fötum og öllu því sem fólk þarf og
sem hægt er að fá, fer með þetta til hjálpræðishersins
að Eyjaslóð í Reykjavík.
Vantar hana þess vegna fólk sem vill hjálpa henni að
hjálpa öðrum, slóðin hennar er www://asdisomar.blog.is
Það er eitthvað að hjá mér hérna svo linkurinn kemur ekki.
Ef þið viljið kinna ykkur þetta betur þá endilega farið inn á
slóðina hennar.
Takk fyrir okkur og góðar kveðjur.
Athugasemdir
Takk elsku Milla mín fyrir hjálpina. Hjálpræðisherinn er líka með svona aðstöðu á Akureyri og það er gott að gefa þangað líka. Takk kærlega
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 18:27
Það er ekkert að þakka skjóðan mín, ég held að við hugsum ósköp líkt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 19:25
Milla mín herinn er rétt hjá mér, þangað fer ég oft með föt og fleira og kaupi stundum eitthvað sjálf. Það passar alveg að kíkja í kaffi þegar þú kemur næst í hernaðarleiðangur. En mig langar að vita hvert á ég að senda ný nærföt og sokka sem ég ætla að kaupa. Ég hef ákveðið að krukkusjóðurinn minn renni til hersins. (krukkusjóður er samsafn smápeninga sem ég er búinn að safna nokkuð lengi og skiptir nokkrum þúsundum) Helst vil ég leggja þetta inn á reikning hjá ábyrgðaraðila. Viltu koma þessu til skila Milla mín. Þetta átti ekki að vera svona langt. Takk fyrir plássið.
Erna, 12.8.2008 kl. 20:24
Elsku Milla, þið Ásdís eruð yndislegar, báðar uppáhalds englarnir mínir.
Góða nótt dúllan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:52
Mun komast að því hvar þú getur komið þessum peningum fyrir elsku
Erna mín og já ég mun svo sannarlega koma í kaffi, þú ert bara yndisleg skjóðan mín
Stína mín sömuleiðis
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.