Dagur að kvöldi kominn.
16.8.2008 | 22:09
Nú en dagurinn í dag er búin að vera afar góður, við fórum í búðina
að ná okkur í grænmeti, er ég steig út úr bílnum kom hlaupandi
litið ljós, í bleikum ballettkjól, vafði handleggjunum um hálsinn á ömmu
sinni og sagði amma mín, Hún var með pabba og voru þau að sækja
mömmu sem hafði skroppið aðeins í vinnu, þeir töluðu aðeins saman
karlar og ákváðu að fara í berjamó eftir leikinn.
Það gekk nú ekki svo vel er til kom, þau voru ekki orðin nógu þroskuð,
en þeir ætla að fara annað á morgun og athuga annað svæði.
Núna er engillinn minn að hreinsa þau ber sem hann kom með.
Nú við vorum síðan í mat hjá þeim, fengum við ferskt kjúklinga salat
með mangó og sýrðum rjóma bl. saman og speltbrauð með, ÆÐI.
Er hún ekki yndislega falleg þessi mynd, þær eru að vaða í
Reykjadalsánni englarnir mínir, en eins og þið sjáið þá er
landsslagið dýrðlega fallegt.
Svona er allt hér norðan heiða
Þetta er mynd af berjunum sem þeir áttu að tína, en eins og þið sjáið þá eru
þau ekki nægilega þroskuð, en falleg eru þau.
Það er nú ætíð sama sagan með ljóskurnar þær muna aldrei neitt,
og hér kann é ekki að hækka upp myndirnar, svo þetta verður bara að vera svona.
Vitið þið að laxerolía er allra meina bót, en meira um það seinna.
Nú fer að koma að smalamennsku, svo þessi eftir hana Ósk er við hæfi.
Göngur og réttir
Heima er farið til fjalla
í fyrstu þeir glaðir spjalla
það ergir margt geð
að eltast við féð
þá fer nú að fara um kalla.
Við pyttluna piltarnir daðra
þá prúðmennið verður sem naðra
en kindunum tveim
koma þeir heim
og kæra svo hverjir aðra.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góður dagur hjá þér, sé ég. Mikið hlakka ég til að fara í berjamó. Býst við að hafa tíma seinni partinn í vikunni.
Góða nótt Milla mín og dreymi þig fallega.
Anna Guðný , 16.8.2008 kl. 23:33
Æ,Æ, en er það ekki svoleiðis að maður venji magann við fæðutegundir aftur, heyrði eitthvað um það í gær, er það vitleysa?
Knús til ykkar beggja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.8.2008 kl. 07:28
Þær eru flottar þarna stelpurnar þínar að vaða, mér sýnist að það hafi verið dálítið kalt. En ég hefði haldið að berin væri orðin nógu þroskuð núna!
Knús til þín
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.